Leiðtogakjör? Guðmundur Brynjólfsson skrifar 28. maí 2018 07:00 Mikið er skelfilegt að horfa upp á það þegar fólk trúir á aðra dauðlega menn, býr sér til hálfguði. Bugtar sig og beygir fyrir þeim. Apar eftir þeim frasa og formúlur. Lætur taka af sér myndir við hlið þeirra. Kýs þá í kosningum og tekur á sig höggin sem misgjörðir þeirra kalla fram – sem er of oft. En ef það er skelfilegt þá er ógeðslegt að horfa upp á átrúnaðargoðin spila inn á dýrkun hinna. Njóta þess að vera hálfguðir, þenjast út við hverja bjálfalega hneigingu lýðsins, leggja andaktugir við hlustir eftir eigin orðum úr munni hinna og geifla sig með grátlega heimóttarlegum einstaklingum á sjálfsmyndum safnaðarins. Við gengum að kjörborðinu fræga á laugardaginn. Margir gátu vegið og metið málefni í friði og spekt – í mörgum hreppum lands var ekki lögð áhersla á persónudýrkun – heldur gengu listar fram í jafnræði; einstaklingar í auðmýkt. Þar fá málefnin margumtöluðu að ráða – í ró. Á hinum stöðunum, sem eru færri en oftast stærri, þurfum við að reyna að grína í fasteignagjöldin og útsvarið, fráveitumál og ferðamáta, í gegnum tannkremstúpur, fatabúðir og auglýsingastofur – eða þá í gegnum einhverjar óskilgreindar gáfur og yfirburði sem berast um stræti eða héruð líkt og þokuslæðingur; eins og spásagnir og gátur af galdraöld. Fólk á ekki að trúa á annað fólk en sig sjálft. En heiðra aðrar manneskjur, eftir ígrundun – séu þær þess virði. Tal um sterka leiðtoga og pólitískar yfirburðamanneskjur er hjómið eitt. Þetta er fólk eins og við – hvorki merkilegra né ómerkilegra. Þó reyndar, stundum, ómerkilegra. Því þetta fen sem áður er lýst, er kjörlendi siðblindra. „Við tökum manna vitnisburð gildan en vitnisburður Guðs er meiri.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Kosningar 2018 Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið er skelfilegt að horfa upp á það þegar fólk trúir á aðra dauðlega menn, býr sér til hálfguði. Bugtar sig og beygir fyrir þeim. Apar eftir þeim frasa og formúlur. Lætur taka af sér myndir við hlið þeirra. Kýs þá í kosningum og tekur á sig höggin sem misgjörðir þeirra kalla fram – sem er of oft. En ef það er skelfilegt þá er ógeðslegt að horfa upp á átrúnaðargoðin spila inn á dýrkun hinna. Njóta þess að vera hálfguðir, þenjast út við hverja bjálfalega hneigingu lýðsins, leggja andaktugir við hlustir eftir eigin orðum úr munni hinna og geifla sig með grátlega heimóttarlegum einstaklingum á sjálfsmyndum safnaðarins. Við gengum að kjörborðinu fræga á laugardaginn. Margir gátu vegið og metið málefni í friði og spekt – í mörgum hreppum lands var ekki lögð áhersla á persónudýrkun – heldur gengu listar fram í jafnræði; einstaklingar í auðmýkt. Þar fá málefnin margumtöluðu að ráða – í ró. Á hinum stöðunum, sem eru færri en oftast stærri, þurfum við að reyna að grína í fasteignagjöldin og útsvarið, fráveitumál og ferðamáta, í gegnum tannkremstúpur, fatabúðir og auglýsingastofur – eða þá í gegnum einhverjar óskilgreindar gáfur og yfirburði sem berast um stræti eða héruð líkt og þokuslæðingur; eins og spásagnir og gátur af galdraöld. Fólk á ekki að trúa á annað fólk en sig sjálft. En heiðra aðrar manneskjur, eftir ígrundun – séu þær þess virði. Tal um sterka leiðtoga og pólitískar yfirburðamanneskjur er hjómið eitt. Þetta er fólk eins og við – hvorki merkilegra né ómerkilegra. Þó reyndar, stundum, ómerkilegra. Því þetta fen sem áður er lýst, er kjörlendi siðblindra. „Við tökum manna vitnisburð gildan en vitnisburður Guðs er meiri.“
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar