„Á Íslandi hefðu grunnskólabörn bara gengið í skólann og gengið til baka“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. mars 2018 19:15 Útgöngubanni hefur verið aflétt á Írlandi eftir að stormurinn Emma gekk yfir landið í gær. Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum hafa aðstæður þar ytra verið afar erfiðar í dag og lágu almenningssamgöngur niðri að mestu leiti. Íslendingar sem búsettir eru í Írlandi segja þó storminn hafa verið hefðbundinn íslenskan vetrarbyl. Um 23.000 heimili voru án rafmagns í nótt eftir að stormurinn Emma gekk yfir Írland. Skemmdir urðu á raforkukerfinu á einum 190 stöðum. Ástandið var einna verst í höfuðborginni Dublin. „Allir foreldrar voru heima með börnunum. Allir skólar eru búnir að vera lokaðir frá miðvikudegi til föstudags,“ segir sr. Ása Björk Ólafsdóttir, íbúi í Dublin. Yfir hundrað manns komið fyrir í hjálparmiðstöð vegna veðursins og var reynt að koma sem flestum fyrir í öruggt skjól. Í Galway á Vestur-Írlandi býr Sigurjón Sveinsson ásamt fjölskyldu en þar voru um fimm þúsund manns án vatns. „Þeir lokuðu í gær þrátt fyrir að það væri appelísugul viðvörun en snjórinn var ekki nema fimm sentimetrar. En í dag hefur verið töluvert mikill snjór,“ segir Sigurjón. „Á Íslandi hefðu grunnskólabörn bara gengið í skólann og gegnið til baka,“ segir Ása.Fjölskylda Ásu lék sér í snjónum.Mynd/Sigurjón SveinssonMiklar samgöngutruflanir hafa orðið á Írlandi og suðurhluta Bretlands, sem og annars staðar í Evrópu og Skandinavíu vegna óveðursins og þurftu farþegar í lest á leið til Lundúna að dúsa um borð í nótt í miklum kulda eftir að rafmagn fór af. „Við vorum í fjórtán til fimmtán klukkustundir, eitthvað svoleiðis. Eg er samt ekki viss,“ segði Philip Brown, farþegi í lestinni. Umferð stöðvaðist á hraðbrautum á nokkrum stöðum og aðalflugvöllurinn í Dublin var lokaður en rauð veðurviðvörun hefur verið vegna snjókomunnar en búist er við að það snjói til sunnudags. Í fyrsta skipti í þrjátíu ár var breski herinn kallaður út til aðstoðar vegna veðursins. Ekki færi en 70 hafa látist vegna stormsins síðustu daga. Kulda tíð er á fleiri stöðum og til að mynda snjóaði í Feneyjum, Sviss, Úkraínu og hefur hvert kuldametið fallið á fætur öðru. Kaldast hefur verið í Noregi en þar fór frostið niður í fjörutíu og tvær gráður síðustu nótt. Á Írlandi var náði jafnfallinn snjór allt að 90 cm dýpt og er það mesta snjókoma þar í landi frá árinu 1982. Það sem veldur þessum óvenjulega veðurfari í Evrópu og Skandinavíu er truflun í hálofta loftstraumnum sem gerir það að verkum að hringrásin sem yfirleitt heldur utan um kaldasta loftið yfir Norðurpólnum flæðir til suðurs. Veður Tengdar fréttir Röskun meginkerfis norðurhvelsins snýr veðurfari á haus Á sama tíma og hitinn á norðurskautinu hefur farið yfir frostmark flæðir kalt loft frá Síberíu yfir Evrópu. Kenningar eru um að hnattræn hlýnun geti gert frávik af þessu tagi tíðari. 27. febrúar 2018 15:15 Rúmlega 30 stiga frost í Evrópu: Tugir hafa látið lífið Veðuraðstæður hafa verið afar óvenjulegur í Evrópu undanfarna sólahringa. 27. febrúar 2018 21:15 Frost fór niður í 42 gráður í Noregi Frost fór niður í 42 gráður á selsíus í Heiðmörk í Noregi í nótt. Norska veðurstofan segir þetta nýtt met fyrir mælistöðina við bæinn Folldal í Heiðmörk. 28. febrúar 2018 17:00 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Útgöngubanni hefur verið aflétt á Írlandi eftir að stormurinn Emma gekk yfir landið í gær. Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum hafa aðstæður þar ytra verið afar erfiðar í dag og lágu almenningssamgöngur niðri að mestu leiti. Íslendingar sem búsettir eru í Írlandi segja þó storminn hafa verið hefðbundinn íslenskan vetrarbyl. Um 23.000 heimili voru án rafmagns í nótt eftir að stormurinn Emma gekk yfir Írland. Skemmdir urðu á raforkukerfinu á einum 190 stöðum. Ástandið var einna verst í höfuðborginni Dublin. „Allir foreldrar voru heima með börnunum. Allir skólar eru búnir að vera lokaðir frá miðvikudegi til föstudags,“ segir sr. Ása Björk Ólafsdóttir, íbúi í Dublin. Yfir hundrað manns komið fyrir í hjálparmiðstöð vegna veðursins og var reynt að koma sem flestum fyrir í öruggt skjól. Í Galway á Vestur-Írlandi býr Sigurjón Sveinsson ásamt fjölskyldu en þar voru um fimm þúsund manns án vatns. „Þeir lokuðu í gær þrátt fyrir að það væri appelísugul viðvörun en snjórinn var ekki nema fimm sentimetrar. En í dag hefur verið töluvert mikill snjór,“ segir Sigurjón. „Á Íslandi hefðu grunnskólabörn bara gengið í skólann og gegnið til baka,“ segir Ása.Fjölskylda Ásu lék sér í snjónum.Mynd/Sigurjón SveinssonMiklar samgöngutruflanir hafa orðið á Írlandi og suðurhluta Bretlands, sem og annars staðar í Evrópu og Skandinavíu vegna óveðursins og þurftu farþegar í lest á leið til Lundúna að dúsa um borð í nótt í miklum kulda eftir að rafmagn fór af. „Við vorum í fjórtán til fimmtán klukkustundir, eitthvað svoleiðis. Eg er samt ekki viss,“ segði Philip Brown, farþegi í lestinni. Umferð stöðvaðist á hraðbrautum á nokkrum stöðum og aðalflugvöllurinn í Dublin var lokaður en rauð veðurviðvörun hefur verið vegna snjókomunnar en búist er við að það snjói til sunnudags. Í fyrsta skipti í þrjátíu ár var breski herinn kallaður út til aðstoðar vegna veðursins. Ekki færi en 70 hafa látist vegna stormsins síðustu daga. Kulda tíð er á fleiri stöðum og til að mynda snjóaði í Feneyjum, Sviss, Úkraínu og hefur hvert kuldametið fallið á fætur öðru. Kaldast hefur verið í Noregi en þar fór frostið niður í fjörutíu og tvær gráður síðustu nótt. Á Írlandi var náði jafnfallinn snjór allt að 90 cm dýpt og er það mesta snjókoma þar í landi frá árinu 1982. Það sem veldur þessum óvenjulega veðurfari í Evrópu og Skandinavíu er truflun í hálofta loftstraumnum sem gerir það að verkum að hringrásin sem yfirleitt heldur utan um kaldasta loftið yfir Norðurpólnum flæðir til suðurs.
Veður Tengdar fréttir Röskun meginkerfis norðurhvelsins snýr veðurfari á haus Á sama tíma og hitinn á norðurskautinu hefur farið yfir frostmark flæðir kalt loft frá Síberíu yfir Evrópu. Kenningar eru um að hnattræn hlýnun geti gert frávik af þessu tagi tíðari. 27. febrúar 2018 15:15 Rúmlega 30 stiga frost í Evrópu: Tugir hafa látið lífið Veðuraðstæður hafa verið afar óvenjulegur í Evrópu undanfarna sólahringa. 27. febrúar 2018 21:15 Frost fór niður í 42 gráður í Noregi Frost fór niður í 42 gráður á selsíus í Heiðmörk í Noregi í nótt. Norska veðurstofan segir þetta nýtt met fyrir mælistöðina við bæinn Folldal í Heiðmörk. 28. febrúar 2018 17:00 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Röskun meginkerfis norðurhvelsins snýr veðurfari á haus Á sama tíma og hitinn á norðurskautinu hefur farið yfir frostmark flæðir kalt loft frá Síberíu yfir Evrópu. Kenningar eru um að hnattræn hlýnun geti gert frávik af þessu tagi tíðari. 27. febrúar 2018 15:15
Rúmlega 30 stiga frost í Evrópu: Tugir hafa látið lífið Veðuraðstæður hafa verið afar óvenjulegur í Evrópu undanfarna sólahringa. 27. febrúar 2018 21:15
Frost fór niður í 42 gráður í Noregi Frost fór niður í 42 gráður á selsíus í Heiðmörk í Noregi í nótt. Norska veðurstofan segir þetta nýtt met fyrir mælistöðina við bæinn Folldal í Heiðmörk. 28. febrúar 2018 17:00