Hagfræðidoktor meðal verkamanna á Húsavík Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 2. mars 2018 06:00 Talsvert er síðan hráefni til framleiðslu tók að berast á Bakka VÍSIR/JÓHANN K. JÓHANNSSON Kísilverksmiðja PCC á Bakka hefur enn ekki verið gangsett. „Við erum að vona að þetta verði um miðjan mars. Þessi síðustu handtök hafa bara tekið tíma,“ segir Hafþór Viktorsson, framkvæmdastjóri PCC, aðspurður um gangsetningu verksmiðjunnar. Yfir 100 starfsmenn hafa verið ráðnir til starfa hjá PCC. Helmingur þeirra var ráðinn úr Norðurþingi og nærsveitum; um 35 prósent annars staðar að af landinu en um 15 pró- sent frá útlöndum. „Allir iðnaðarmennirnir okkar eru ráðnir frá Póllandi. Það fást ekki iðnaðarmenn á landinu,“ segir Hafsteinn. Þrátt fyrir að allt starfsliðið sem ráðið var beint að utan komi frá Póllandi er starfslið PCC á Bakka af 15 þjóðernum. „Málfræðingurinn okkar er frá Kasakstan og er doktor,“ segir Hafsteinn og lætur þess getið að innkaupastjórinn sé frá Finnlandi og annar tveggja bókara frá Lettlandi. Þá sé fyrirtækið með starfsmenn frá Portúgal, Noregi, Finnlandi, Filippseyjum og fleiri löndum. Menntunarstigið hjá fyrirtækinu er einnig fjölbreytt.Enginn sérsamningur Um þrjátíu manns eru með háskólagráðu og 18 með iðnmenntun og þrátt fyrir að rúmlega helmingur starfsmanna sé framleiðslustarfsmenn, það er almennir verkamenn, er menntunarstig þeirra fjölbreytt einnig. „Í verkamannahópnum hjá okkur er einn doktor í hagfræði. Hann er frá Brasilíu,“ segir Hafsteinn og bætir því við að í verkamannahópnum sé einnig hjúkrunarfræðingur frá Filippseyjum og einn starfsmannanna sé með meistarapróf í enskum bókmenntum og annar með meistarapróf í efnafræði. Verkafólki hjá PCC verða greidd laun eftir kjarasamningi Framsýnar. „Við erum ekki með neinn sérsamning við Framsýn, heldur förum eftir grunnsamningi þeirra,“ segir Laufey Sigurðardóttir, starfsmannastjóri PCC á Bakka.Framsýn leggur hins vegar áherslu á að fyrirtækið geri sérstakan samning við verkalýðsfélagið enda um mjög sérhæfð störf að ræða. „Viðræður þess efnis eru í gangi um þessar mundir og óvíst er um niðurstöðuna úr þeim viðræðum. Aðilar funduðu síðast í síðustu viku,“ segir Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar. Skortur á húsnæði hefur verið á Húsavík og nýir starfsmenn PCC hafa ekki farið varhluta af því. „Við erum búin að afhenda 5 af 22 íbúðum sem eru í byggingu hjá PCC Seeview Residence og það er biðlisti þar,“ segir Laufey. Aðspurð segir Laufey að hluti starfsfólksins sé í húsnæðisvanda en PCC hafi hlaupið undir bagga og tekið á leigu skammtímahúsnæði fyrir þá sem eru í vandræðum. „Það er auðveldara á þessum árstíma þegar Airbnb-útleiga er ekki í fullum gangi.“ Birtist í Fréttablaðinu Stóriðja Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Kísilverksmiðja PCC á Bakka hefur enn ekki verið gangsett. „Við erum að vona að þetta verði um miðjan mars. Þessi síðustu handtök hafa bara tekið tíma,“ segir Hafþór Viktorsson, framkvæmdastjóri PCC, aðspurður um gangsetningu verksmiðjunnar. Yfir 100 starfsmenn hafa verið ráðnir til starfa hjá PCC. Helmingur þeirra var ráðinn úr Norðurþingi og nærsveitum; um 35 prósent annars staðar að af landinu en um 15 pró- sent frá útlöndum. „Allir iðnaðarmennirnir okkar eru ráðnir frá Póllandi. Það fást ekki iðnaðarmenn á landinu,“ segir Hafsteinn. Þrátt fyrir að allt starfsliðið sem ráðið var beint að utan komi frá Póllandi er starfslið PCC á Bakka af 15 þjóðernum. „Málfræðingurinn okkar er frá Kasakstan og er doktor,“ segir Hafsteinn og lætur þess getið að innkaupastjórinn sé frá Finnlandi og annar tveggja bókara frá Lettlandi. Þá sé fyrirtækið með starfsmenn frá Portúgal, Noregi, Finnlandi, Filippseyjum og fleiri löndum. Menntunarstigið hjá fyrirtækinu er einnig fjölbreytt.Enginn sérsamningur Um þrjátíu manns eru með háskólagráðu og 18 með iðnmenntun og þrátt fyrir að rúmlega helmingur starfsmanna sé framleiðslustarfsmenn, það er almennir verkamenn, er menntunarstig þeirra fjölbreytt einnig. „Í verkamannahópnum hjá okkur er einn doktor í hagfræði. Hann er frá Brasilíu,“ segir Hafsteinn og bætir því við að í verkamannahópnum sé einnig hjúkrunarfræðingur frá Filippseyjum og einn starfsmannanna sé með meistarapróf í enskum bókmenntum og annar með meistarapróf í efnafræði. Verkafólki hjá PCC verða greidd laun eftir kjarasamningi Framsýnar. „Við erum ekki með neinn sérsamning við Framsýn, heldur förum eftir grunnsamningi þeirra,“ segir Laufey Sigurðardóttir, starfsmannastjóri PCC á Bakka.Framsýn leggur hins vegar áherslu á að fyrirtækið geri sérstakan samning við verkalýðsfélagið enda um mjög sérhæfð störf að ræða. „Viðræður þess efnis eru í gangi um þessar mundir og óvíst er um niðurstöðuna úr þeim viðræðum. Aðilar funduðu síðast í síðustu viku,“ segir Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar. Skortur á húsnæði hefur verið á Húsavík og nýir starfsmenn PCC hafa ekki farið varhluta af því. „Við erum búin að afhenda 5 af 22 íbúðum sem eru í byggingu hjá PCC Seeview Residence og það er biðlisti þar,“ segir Laufey. Aðspurð segir Laufey að hluti starfsfólksins sé í húsnæðisvanda en PCC hafi hlaupið undir bagga og tekið á leigu skammtímahúsnæði fyrir þá sem eru í vandræðum. „Það er auðveldara á þessum árstíma þegar Airbnb-útleiga er ekki í fullum gangi.“
Birtist í Fréttablaðinu Stóriðja Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira