Microsoft ætlar sér að byggja vafrann Edge alveg upp á nýtt 8. desember 2018 08:00 Edge, nýr vafri Microsoft, hefur ekki notið mikilla vinsælda. Nordicphotos/Getty Google mun ná enn betri stöðu á vefvaframarkaði eftir að Microsoft tilkynnti í vikunni að nýr vafri fyrirtækisins, Microsoft Edge, yrðu endurgerður frá grunni á Chromium-vélinni, opnum hugbúnaði frá Google. Eins og stendur hefur Chrome, sem Chromium var gerð fyrir, 61,77 prósenta markaðshlutdeild sé litið til tölva, snjallsíma, spjaldtölva og leikjatölva. Edge hefur hins vegar ekki nema 2,15 prósent sem er meira að segja minna en Internet Explorer, gamli vafri Microsoft sem eitt sinn var sá vinsælasti í heimi. Microsoft sagði í tilkynningu á vef sínum að þessi ákvörðun hefði verið tekin til þess að bæta upplifun notenda af vafranum og til þess að auðvelda fyrirtækinu að bjóða notendum Mac OS stýrikerfisins upp á Edge. Í ljósi þessarar ráðandi stöðu Google Chrome á vaframarkaði er sá vafri flestum vefhönnuðum og forriturum efstur í hugsa þegar vefsíður eru settar saman. Það gerir það að verkum að margar síður líta verr út, eða virka hreinlega verr, fyrir notendur vafra á borð við Edge. „Notendur Microsoft Edge munu sjá bættan samþýðanleika við allar vefsíður og fá betri rafhlöðuendingu á alls konar Windows-tækjum,“ var haft eftir Joe Belfiore, einum varaforseta Microsoft, í tilkynningunni. Tæplega er hægt að segja að Edge-verkefnið hafi gengið vonum framar. Sérstaklega séu tölur um markaðshlutdeild hafðar í huga. Microsoft hefur gripið til ýmissa ráða til þess að hvetja neytendur til að prófa vafrann. Fréttablaðið fjallaði síðast um þessa hvata, sem tækniáhugamenn túlka frekar sem ýtni, í september. Sem dæmi um þessa hvatningu Microsoft til Edge-notkunar má nefna það að stillingar um sjálfgefinn vafra hafa átt það til að endurstillast yfir á Edge eftir stýrikerfisuppfærslur, auglýsingar á lásskjáum og í möppum og svo venjulegar auglýsingaherferðir á netinu og í fjölmiðlum. Blaðamaður sló inn leitarorðið „Chrome“ inn í Bing, leitarvél Microsoft, í Edge-vafranum. Fyrir ofan leitarniðurstöðurnar birtist stór borði sem á stóð „Promoted by Microsoft“. Í borðanum sjálfum stóð svo að Edge væri hraðvirkari og öruggari vafri fyrir Windows 10. Blaðamaður fékk sömuleiðis upplýsingar um að Edge væri sparneytnari á rafhlöðuna og hraðvirkari. Þær fullyrðingar hafa tæknibloggarar sýnt fram á að standist ekki alfarið. Birtist í Fréttablaðinu Microsoft Tækni Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Google mun ná enn betri stöðu á vefvaframarkaði eftir að Microsoft tilkynnti í vikunni að nýr vafri fyrirtækisins, Microsoft Edge, yrðu endurgerður frá grunni á Chromium-vélinni, opnum hugbúnaði frá Google. Eins og stendur hefur Chrome, sem Chromium var gerð fyrir, 61,77 prósenta markaðshlutdeild sé litið til tölva, snjallsíma, spjaldtölva og leikjatölva. Edge hefur hins vegar ekki nema 2,15 prósent sem er meira að segja minna en Internet Explorer, gamli vafri Microsoft sem eitt sinn var sá vinsælasti í heimi. Microsoft sagði í tilkynningu á vef sínum að þessi ákvörðun hefði verið tekin til þess að bæta upplifun notenda af vafranum og til þess að auðvelda fyrirtækinu að bjóða notendum Mac OS stýrikerfisins upp á Edge. Í ljósi þessarar ráðandi stöðu Google Chrome á vaframarkaði er sá vafri flestum vefhönnuðum og forriturum efstur í hugsa þegar vefsíður eru settar saman. Það gerir það að verkum að margar síður líta verr út, eða virka hreinlega verr, fyrir notendur vafra á borð við Edge. „Notendur Microsoft Edge munu sjá bættan samþýðanleika við allar vefsíður og fá betri rafhlöðuendingu á alls konar Windows-tækjum,“ var haft eftir Joe Belfiore, einum varaforseta Microsoft, í tilkynningunni. Tæplega er hægt að segja að Edge-verkefnið hafi gengið vonum framar. Sérstaklega séu tölur um markaðshlutdeild hafðar í huga. Microsoft hefur gripið til ýmissa ráða til þess að hvetja neytendur til að prófa vafrann. Fréttablaðið fjallaði síðast um þessa hvata, sem tækniáhugamenn túlka frekar sem ýtni, í september. Sem dæmi um þessa hvatningu Microsoft til Edge-notkunar má nefna það að stillingar um sjálfgefinn vafra hafa átt það til að endurstillast yfir á Edge eftir stýrikerfisuppfærslur, auglýsingar á lásskjáum og í möppum og svo venjulegar auglýsingaherferðir á netinu og í fjölmiðlum. Blaðamaður sló inn leitarorðið „Chrome“ inn í Bing, leitarvél Microsoft, í Edge-vafranum. Fyrir ofan leitarniðurstöðurnar birtist stór borði sem á stóð „Promoted by Microsoft“. Í borðanum sjálfum stóð svo að Edge væri hraðvirkari og öruggari vafri fyrir Windows 10. Blaðamaður fékk sömuleiðis upplýsingar um að Edge væri sparneytnari á rafhlöðuna og hraðvirkari. Þær fullyrðingar hafa tæknibloggarar sýnt fram á að standist ekki alfarið.
Birtist í Fréttablaðinu Microsoft Tækni Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira