Listin að missa bolta Sif Sigmarsdóttir skrifar 8. desember 2018 09:00 Um síðustu helgi gekk ég um heimili mitt og gerði úttekt á ástandinu. Á eldhúsborðinu súrnaði mjólk í morgunverðarskálum; inni á baði flæddi óhreint tau upp úr þvottakörfunni eins og seigfljótandi kvika sem ógnaði nærliggjandi vistarverum; barnaherbergið var hamfarasvæði þar sem aurskriða af dóti hafði stráfellt heilt Barbie-dúkkuþorp; þótt aðeins örfáar vikur væru til jóla voru engar gjafir komnar í hús, engar sortir bakaðar, engir skápar sótthreinsaðir. Hvert plan dagsins yrði lá í augum uppi: Ég og Netflix, uppi í sófa – kannski smá Facebook á símanum – á meðan tveggja ára sonurinn tæki lúr og fimm ára dóttirin léki sér með iPaddinn. Facebook kippti mér hins vegar óþyrmilega aftur í land hinna fullorðnu. Á Facebook sá ég mynd af fallega skreyttu jólatré. Við tréð stóð skælbrosandi stúlka sem hélt á diski fullum af piparkökum. Þetta var dóttir vinkonu minnar og bekkjarsystir dóttur minnar. Ég vissi að ég yrði að gera eitthvað í þessu. Ég lagði frá mér sjónvarpsfjarstýringuna, setti Facebook í vasann, stóð upp úr sófanum og hrópaði: „Allir í föt. Við erum að fara út að kaupa jólatré.“ Dóttirin sperrtist við. „En þú sagðir að ég mætti leika með iPaddinn.“ „Ekki núna. Við ætlum að eiga huggulega fjölskyldustund hvort sem ykkur líkar betur eða verr.“ Gervigráturinn ómaði eins og hljóðútgáfan af pólýester. „En þú sagðir ...“ „Hættu þessu væli. Þetta verður frábært. Ég sá það á Facebook.“ Við höfðum aldrei verið með jólatré áður hér í London og fundum loks hverfisverslun sem seldi jólaskraut. Um leið og við stigum yfir þröskuldinn greip hringrás lífsins í taumana. „Ég þarf að kúka,“ sagði dóttirin. Eftir leiðangur á illa lyktandi almenningsklósett snerum við aftur í búðina. „Bolti,“ hrópaði tveggja ára sonur minn, teygði sig eftir jólakúlu og gerði sig líklegan til að dúndra henni í systur sína. „Nei!“ hrópaði ég og hrifsaði af honum kúluna. „Komum í eltingaleik,“ sagði dóttirin og tók á sprett. Sonurinn renndi fingrunum eftir kúlum sem héngu í glampandi röðum á veggjunum og þaut á eftir henni. „Stopp!“ Glóandi rauðar kúlur féllu til jarðar eins og brennandi snjókorn í helvíti – sjálfsköpuðu helvíti. Ég skreið um gólfið, týndi upp kúlurnar sem skoppuðu um öll gólf og reyndi að brosa framan í afgreiðslukonuna er ég framreiddi heimabakaða afsökun – það eina sem ég mun baka um jólin – syninum til handa: „Hann er ekki búinn að taka lúrinn sinn, greyið.“ Draumurinn um stílhreint tré í skandinavískum stíl fór fyrir lítið þegar ég henti í óðagoti ósamstæðum jólakúlum í körfu, borgaði og smalaði óstýrilátri hersingunni út. Við náðum í blómabúðina rétt fyrir lokun. „Trén eru búin í dag. Það koma fleiri á morgun.“ Mér féllust hendur. Þetta líktist ekkert því sem ég sá á Facebook. Á mánudagsmorgun hitti ég vinkonu mína og dóttur hennar á skólalóðinni. „Ég sá að þið áttuð huggulega helgi.“ Vinkonan ranghvolfdi augunum. „Suma daga vildi ég að ég yrði fyrir strætó bara svo að ég fengi smá hvíld frá öllu sem þarf að gera.“Besta jólagjöfin Samtíminn er háður annríki. Annríki er keppni, annríki er mælikvarði á mikilvægi okkar, annríki er tilgangur okkar á þessari jörðu. Við berum annríki okkar með stolti eins og fálkaorðu í barmi. En annríki er líka plága, annríki er smitandi, annríki er faraldur. Genginn er í garð sá árstími er annríkið nær hámarki. Þegar rétt rúmar tvær vikur eru til jóla er gott að rifja upp listina að missa bolta. Að horfast í augu við staðreyndir er undarlega valdeflandi: Við getum ekki gert allt. Hvernig væri að sleppa sumu? Jafnvel mörgu? Besta jólagjöfin sem við getum gefið sjálfum okkur er að missa nokkra af þeim fjölmörgu boltum – eða jólakúlum í ljósi árstímans – sem við berjumst við að halda á lofti. Eins og sonur minn sannaði þegar hann sneri jólabúð hverfisins á hvolf eru afleiðingarnar engar – ekki ein einasta kúla brotnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Um síðustu helgi gekk ég um heimili mitt og gerði úttekt á ástandinu. Á eldhúsborðinu súrnaði mjólk í morgunverðarskálum; inni á baði flæddi óhreint tau upp úr þvottakörfunni eins og seigfljótandi kvika sem ógnaði nærliggjandi vistarverum; barnaherbergið var hamfarasvæði þar sem aurskriða af dóti hafði stráfellt heilt Barbie-dúkkuþorp; þótt aðeins örfáar vikur væru til jóla voru engar gjafir komnar í hús, engar sortir bakaðar, engir skápar sótthreinsaðir. Hvert plan dagsins yrði lá í augum uppi: Ég og Netflix, uppi í sófa – kannski smá Facebook á símanum – á meðan tveggja ára sonurinn tæki lúr og fimm ára dóttirin léki sér með iPaddinn. Facebook kippti mér hins vegar óþyrmilega aftur í land hinna fullorðnu. Á Facebook sá ég mynd af fallega skreyttu jólatré. Við tréð stóð skælbrosandi stúlka sem hélt á diski fullum af piparkökum. Þetta var dóttir vinkonu minnar og bekkjarsystir dóttur minnar. Ég vissi að ég yrði að gera eitthvað í þessu. Ég lagði frá mér sjónvarpsfjarstýringuna, setti Facebook í vasann, stóð upp úr sófanum og hrópaði: „Allir í föt. Við erum að fara út að kaupa jólatré.“ Dóttirin sperrtist við. „En þú sagðir að ég mætti leika með iPaddinn.“ „Ekki núna. Við ætlum að eiga huggulega fjölskyldustund hvort sem ykkur líkar betur eða verr.“ Gervigráturinn ómaði eins og hljóðútgáfan af pólýester. „En þú sagðir ...“ „Hættu þessu væli. Þetta verður frábært. Ég sá það á Facebook.“ Við höfðum aldrei verið með jólatré áður hér í London og fundum loks hverfisverslun sem seldi jólaskraut. Um leið og við stigum yfir þröskuldinn greip hringrás lífsins í taumana. „Ég þarf að kúka,“ sagði dóttirin. Eftir leiðangur á illa lyktandi almenningsklósett snerum við aftur í búðina. „Bolti,“ hrópaði tveggja ára sonur minn, teygði sig eftir jólakúlu og gerði sig líklegan til að dúndra henni í systur sína. „Nei!“ hrópaði ég og hrifsaði af honum kúluna. „Komum í eltingaleik,“ sagði dóttirin og tók á sprett. Sonurinn renndi fingrunum eftir kúlum sem héngu í glampandi röðum á veggjunum og þaut á eftir henni. „Stopp!“ Glóandi rauðar kúlur féllu til jarðar eins og brennandi snjókorn í helvíti – sjálfsköpuðu helvíti. Ég skreið um gólfið, týndi upp kúlurnar sem skoppuðu um öll gólf og reyndi að brosa framan í afgreiðslukonuna er ég framreiddi heimabakaða afsökun – það eina sem ég mun baka um jólin – syninum til handa: „Hann er ekki búinn að taka lúrinn sinn, greyið.“ Draumurinn um stílhreint tré í skandinavískum stíl fór fyrir lítið þegar ég henti í óðagoti ósamstæðum jólakúlum í körfu, borgaði og smalaði óstýrilátri hersingunni út. Við náðum í blómabúðina rétt fyrir lokun. „Trén eru búin í dag. Það koma fleiri á morgun.“ Mér féllust hendur. Þetta líktist ekkert því sem ég sá á Facebook. Á mánudagsmorgun hitti ég vinkonu mína og dóttur hennar á skólalóðinni. „Ég sá að þið áttuð huggulega helgi.“ Vinkonan ranghvolfdi augunum. „Suma daga vildi ég að ég yrði fyrir strætó bara svo að ég fengi smá hvíld frá öllu sem þarf að gera.“Besta jólagjöfin Samtíminn er háður annríki. Annríki er keppni, annríki er mælikvarði á mikilvægi okkar, annríki er tilgangur okkar á þessari jörðu. Við berum annríki okkar með stolti eins og fálkaorðu í barmi. En annríki er líka plága, annríki er smitandi, annríki er faraldur. Genginn er í garð sá árstími er annríkið nær hámarki. Þegar rétt rúmar tvær vikur eru til jóla er gott að rifja upp listina að missa bolta. Að horfast í augu við staðreyndir er undarlega valdeflandi: Við getum ekki gert allt. Hvernig væri að sleppa sumu? Jafnvel mörgu? Besta jólagjöfin sem við getum gefið sjálfum okkur er að missa nokkra af þeim fjölmörgu boltum – eða jólakúlum í ljósi árstímans – sem við berjumst við að halda á lofti. Eins og sonur minn sannaði þegar hann sneri jólabúð hverfisins á hvolf eru afleiðingarnar engar – ekki ein einasta kúla brotnaði.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar