Seldi pakkaferðir án leyfis og trygginga Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. desember 2018 07:15 Íshellaskoðunarfyrirtækið Goecco var ekki með rétta leyfið og greiddi ekki rekstrarstöðvunartryggingu til Ferðamálastofu. Fréttablaðið/Anton Brink Ef farið hefði verið að lögum og reglum við sölu ferða með íshellaskoðunarfyrirtækinu Goecco hefðu viðskiptavinir sem nú sitja uppi með stórtap sloppið mun betur frá rekstrarstöðvun fyrirtækisins. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu stöðvaðist rekstur ferðaþjónustufyrirtækis Jónasar Freydal fyrir um fjórum vikum. Þann 8. nóvember sendi hann viðskiptavinum bréf þar sem hann tilkynnti að Icelandic Ice Cave Guides (Íslenskir íshellaleiðsögumenn ehf.) hefðu orðið gjaldþrota þann dag og því yrði ekkert af ferðum sem seldar voru undir vörumerkinu Goecco. Síðan þá hafa margir viðskiptavinir kvartað undan því að fá ekkert endurgreitt og undan því að engin svör fáist frá fyrirtækinu – sem reyndar er ekki enn búið að óska eftir gjaldþrotaskiptum fyrir. Goecco seldi tveggja og þriggja daga pakkaferðir með hótelgistingu innifalinni. Kostuðu þriggja daga ferðir 1.890 dollara fyrir tvo, eða ríflega 230 þúsund krónur. Til þess að selja ferðir sem vara meira en einn dag þarf svokallað ferðaskrifstofuleyfi frá Ferðamálastofu. Slíkt leyfi var ekki til staðar hjá Goecco og Íslenskum íshellaleiðsögumönnum sem höfðu hins vegar skráningu sem ferðaskipuleggjandi. Í því felst aðeins leyfi til dagsferða. Hefðu ferðir Goecco verið seldar undir merkjum fyrirtækis með ferðaskrifstofuleyfi hefði það þurft að borga tryggingar í samræmi við umsvif sín og mat á fjárhagsstöðu. Ferðamálastofa hefði verið handhafi tryggingarinnar og getað gengið í hana án dóms til að endurgreiða þeim viðskiptavinum sem ekki hefðu verið farnir af stað í ferð eða ekki getað lokið ferð. Er þar um að ræða rekstrarstöðvunar- og gjaldþrotatryggingu. Í fyrrnefndu bréfi Goecco til viðskiptavina var lögð áhersla á að fyrirtækið hefði ávallt staðið skil á sköttum og haldið orðspori sínu hreinu. Þarna vantaði þó upp á að Goecco hafi fylgt lögum og reglum og það bitnar á þeim hluta viðskiptavinanna sem ekki fá endurgreitt í gegn um aðrar tryggingar, greiðslukortafyrirtæki eða greiðslumiðlunina PayPal sem Goecco nýtti. Samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu felst eftirlit með þessum málum í því að fylgt er eftir ábendingum sem berast stofnuninni. Viðkomandi er þá sent bréf með áskorun um úrbætur, til dæmis að sækja einfaldlega um ferðaskrifstofuleyfi. Slíkt kostar ekki mikið fé en felur þó í sér nokkurn kostnað vegna trygginga og kvöð um skil á ársreikningum. Hafi ekki verið farið að ábendingum Ferðamálastofu hefur stofnunin ekki haft nein tól til að knýja viðkomandi til að láta af leyfislausri starfsemi. Á þessu verður þó breyting um áramótin þegar ný lög taka gildi og Ferðamálastofa fær heimild til að leggja dagsektir á slík fyrirtæki. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tryggingar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Sjá meira
Ef farið hefði verið að lögum og reglum við sölu ferða með íshellaskoðunarfyrirtækinu Goecco hefðu viðskiptavinir sem nú sitja uppi með stórtap sloppið mun betur frá rekstrarstöðvun fyrirtækisins. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu stöðvaðist rekstur ferðaþjónustufyrirtækis Jónasar Freydal fyrir um fjórum vikum. Þann 8. nóvember sendi hann viðskiptavinum bréf þar sem hann tilkynnti að Icelandic Ice Cave Guides (Íslenskir íshellaleiðsögumenn ehf.) hefðu orðið gjaldþrota þann dag og því yrði ekkert af ferðum sem seldar voru undir vörumerkinu Goecco. Síðan þá hafa margir viðskiptavinir kvartað undan því að fá ekkert endurgreitt og undan því að engin svör fáist frá fyrirtækinu – sem reyndar er ekki enn búið að óska eftir gjaldþrotaskiptum fyrir. Goecco seldi tveggja og þriggja daga pakkaferðir með hótelgistingu innifalinni. Kostuðu þriggja daga ferðir 1.890 dollara fyrir tvo, eða ríflega 230 þúsund krónur. Til þess að selja ferðir sem vara meira en einn dag þarf svokallað ferðaskrifstofuleyfi frá Ferðamálastofu. Slíkt leyfi var ekki til staðar hjá Goecco og Íslenskum íshellaleiðsögumönnum sem höfðu hins vegar skráningu sem ferðaskipuleggjandi. Í því felst aðeins leyfi til dagsferða. Hefðu ferðir Goecco verið seldar undir merkjum fyrirtækis með ferðaskrifstofuleyfi hefði það þurft að borga tryggingar í samræmi við umsvif sín og mat á fjárhagsstöðu. Ferðamálastofa hefði verið handhafi tryggingarinnar og getað gengið í hana án dóms til að endurgreiða þeim viðskiptavinum sem ekki hefðu verið farnir af stað í ferð eða ekki getað lokið ferð. Er þar um að ræða rekstrarstöðvunar- og gjaldþrotatryggingu. Í fyrrnefndu bréfi Goecco til viðskiptavina var lögð áhersla á að fyrirtækið hefði ávallt staðið skil á sköttum og haldið orðspori sínu hreinu. Þarna vantaði þó upp á að Goecco hafi fylgt lögum og reglum og það bitnar á þeim hluta viðskiptavinanna sem ekki fá endurgreitt í gegn um aðrar tryggingar, greiðslukortafyrirtæki eða greiðslumiðlunina PayPal sem Goecco nýtti. Samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu felst eftirlit með þessum málum í því að fylgt er eftir ábendingum sem berast stofnuninni. Viðkomandi er þá sent bréf með áskorun um úrbætur, til dæmis að sækja einfaldlega um ferðaskrifstofuleyfi. Slíkt kostar ekki mikið fé en felur þó í sér nokkurn kostnað vegna trygginga og kvöð um skil á ársreikningum. Hafi ekki verið farið að ábendingum Ferðamálastofu hefur stofnunin ekki haft nein tól til að knýja viðkomandi til að láta af leyfislausri starfsemi. Á þessu verður þó breyting um áramótin þegar ný lög taka gildi og Ferðamálastofa fær heimild til að leggja dagsektir á slík fyrirtæki.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tryggingar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent