Segir umsagnarferlið til málamynda: „Umsagnir almennings hafa aldrei neitt vægi í svona ferli“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. apríl 2018 22:07 Framkvæmdir HS Orku í Eldvörpum eru hafnar. Ellert Grétarsson „Þetta er mosagróið hraun sem er fágætt á heimsvísu, sem þeir eru að slétta þarna út,“ segir Ellert Grétarsson sem í mörg ár hefur barist gegn framkvæmdum HS Orku í Eldvörpum. Hann hefur skrifað fjölda pistla um náttúruvernd og nýlega tók hann drónamyndir af framkvæmdunum við gígaröðina. Um er að ræða rannsóknarboranir í Eldvörpum á Reykjanesi. Myndirnar sem sýna fyrsta borstæðið af þeim fimm sem fyrirhugað er að ráðast í, á svæðinu, hafa greinilega hreyft við þeim þúsund manns sem hafa deilt þeim á Facebook, enn sem komið er. Ljóst er að röskunin er mörgum á móti skapi og fjölda fólks stendur ekki á sama um náttúruna. „Við erum að tala um fimm svona borstæði sem eru hvert um sig um fimm þúsund fermetrar. Þetta er nánast ofan í gígaröðinni. Þetta er gígaröð frá þrettándu öld,“ segir Ellert í samtali við Vísi. Hann segir að það hafi reynst virkilega dapurlegt að horfa upp á „eyðilegginguna í Eldvörpum“.Um er að ræða allumfangsmikið óafturkræft rask á grónum og óröskuðum svæðum.Ellert GrétarssonÞað hefur nú verið hreyft við einhverjum mótbárum áður en leyfið var veitt ekki satt? „Jú, þetta fór í gegnum allt umsagnarferlið fyrir tveimur árum. Svona leyfisferli eru alltaf þannig – og ég er búinn að vera nógu lengi í þessari náttúruverndarbaráttu til að vita það – að niðurstaðan er alltaf fyrirfram ákveðin og umsagnir almennings hafa aldrei neitt vægi í svona ferli. Það er gömul saga og ný.“Er þetta bara til að friða almenning?„Já, umsögn Skipulagsstofnunar var mjög neikvæð. Umsagnarferlið er aldrei neitt annað en málamyndagjörningur. Sveitarfélögin og framkvæmdaaðilarnir eru löngu búnir að semja um niðurstöðuna áður en að umsóknarferlinu kemur. Við höfum séð þetta svo víða, við sáum nú hvernig þetta fór í Helguvík til dæmis, hvernig málin fóru þar. Það er hvorki hlustað á almenning né viðvaranir,“ segir Ellert. Samkvæmt Náttúrufræðistofnun Íslands, sem hefur kortlagt gróðursamfélög í nágrenni við gígaröðina og í hrauninu umhverfis jarðhitasvæðið við Eldvörp, einkennist gróðurfarið af samfelldum mosagróðri. Tvær tegundir háplantna, annars vegar naðurtunga og hins vegar gullkollur eru á rannsóknarsvæðinu en þær eru afar sjaldgæfar og hafa takmarkaða útbreiðslu. Í skýrslu Skipulagsstofnunar kemur fram að ljóst sé að; „fyrirhugaðar framkvæmdir muni hafa neikvæð áhrif á gróður. Þó að sjaldgæfum gróðurtegundum verði ekki raskað verður um að ræða all umfangsmikið óafturkræft rask á vel grónum, óröskuðum svæðum, m.a. mosagrónum nútímahraunum sem hafa ákveðna sérstöðu vegna fágætis á heimsvísu. Jafnvel þó að holum verði lokað telur Skipulagsstofnun að ekki sé raunhæft að ætla að mosagróður nái sér á strik fyrr en að áratugum liðnum.“Borstæðið á myndinni er eitt af fimm.Ellert Grétarsson Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira
„Þetta er mosagróið hraun sem er fágætt á heimsvísu, sem þeir eru að slétta þarna út,“ segir Ellert Grétarsson sem í mörg ár hefur barist gegn framkvæmdum HS Orku í Eldvörpum. Hann hefur skrifað fjölda pistla um náttúruvernd og nýlega tók hann drónamyndir af framkvæmdunum við gígaröðina. Um er að ræða rannsóknarboranir í Eldvörpum á Reykjanesi. Myndirnar sem sýna fyrsta borstæðið af þeim fimm sem fyrirhugað er að ráðast í, á svæðinu, hafa greinilega hreyft við þeim þúsund manns sem hafa deilt þeim á Facebook, enn sem komið er. Ljóst er að röskunin er mörgum á móti skapi og fjölda fólks stendur ekki á sama um náttúruna. „Við erum að tala um fimm svona borstæði sem eru hvert um sig um fimm þúsund fermetrar. Þetta er nánast ofan í gígaröðinni. Þetta er gígaröð frá þrettándu öld,“ segir Ellert í samtali við Vísi. Hann segir að það hafi reynst virkilega dapurlegt að horfa upp á „eyðilegginguna í Eldvörpum“.Um er að ræða allumfangsmikið óafturkræft rask á grónum og óröskuðum svæðum.Ellert GrétarssonÞað hefur nú verið hreyft við einhverjum mótbárum áður en leyfið var veitt ekki satt? „Jú, þetta fór í gegnum allt umsagnarferlið fyrir tveimur árum. Svona leyfisferli eru alltaf þannig – og ég er búinn að vera nógu lengi í þessari náttúruverndarbaráttu til að vita það – að niðurstaðan er alltaf fyrirfram ákveðin og umsagnir almennings hafa aldrei neitt vægi í svona ferli. Það er gömul saga og ný.“Er þetta bara til að friða almenning?„Já, umsögn Skipulagsstofnunar var mjög neikvæð. Umsagnarferlið er aldrei neitt annað en málamyndagjörningur. Sveitarfélögin og framkvæmdaaðilarnir eru löngu búnir að semja um niðurstöðuna áður en að umsóknarferlinu kemur. Við höfum séð þetta svo víða, við sáum nú hvernig þetta fór í Helguvík til dæmis, hvernig málin fóru þar. Það er hvorki hlustað á almenning né viðvaranir,“ segir Ellert. Samkvæmt Náttúrufræðistofnun Íslands, sem hefur kortlagt gróðursamfélög í nágrenni við gígaröðina og í hrauninu umhverfis jarðhitasvæðið við Eldvörp, einkennist gróðurfarið af samfelldum mosagróðri. Tvær tegundir háplantna, annars vegar naðurtunga og hins vegar gullkollur eru á rannsóknarsvæðinu en þær eru afar sjaldgæfar og hafa takmarkaða útbreiðslu. Í skýrslu Skipulagsstofnunar kemur fram að ljóst sé að; „fyrirhugaðar framkvæmdir muni hafa neikvæð áhrif á gróður. Þó að sjaldgæfum gróðurtegundum verði ekki raskað verður um að ræða all umfangsmikið óafturkræft rask á vel grónum, óröskuðum svæðum, m.a. mosagrónum nútímahraunum sem hafa ákveðna sérstöðu vegna fágætis á heimsvísu. Jafnvel þó að holum verði lokað telur Skipulagsstofnun að ekki sé raunhæft að ætla að mosagróður nái sér á strik fyrr en að áratugum liðnum.“Borstæðið á myndinni er eitt af fimm.Ellert Grétarsson
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira