Ver tveimur mánuðum á Íslandi til að kanna hlut álfa í óhöppum Birgir Olgeirsson skrifar 4. apríl 2018 09:00 Japanski blaðamaðurinn Shusuke Ogawa er afar þakklátur Íslendingum sem hafa hjálpað honum mikið við störf hans hér á landi. Vísir/Rakel Ósk Japanski blaðamaðurinn Shusuke Ogawa hefur verið hér á landi síðastliðnar vikur til að kynna sér samskipti álfa og manna. Áhugi Ogawa á málefninu vaknaði þegar hann heyrði af óhöppum við framkvæmdir hér á landi sem rakin voru til álfa. Var hann sérstaklega forvitinn að vita hversu mikil álfatrúin er hér á landi og hvernig stjórnvöld bregðast við þessum álfatilfellum. Ogawa er 32 ára gamall og er uppalinn á Tokyo-svæðinu í Japan. Hann stundaði nám við háskólann í Tokyo en árið 2011 ákvað hann að fara ferðast til Sýrlands og kanna aðstæður þar. Hann fylgdist með arabíska vorinu þar í landi sem og í Egyptalandi. Á þeim tíma varð hann undrandi að sjá hversu bjagaður fréttaflutningur var í Japan af arabíska vorinu og ekki í neinum takti við það sem hann hafði upplifað frá fyrstu hendi. Það varð til þess að hann ákvað að einbeita sér að því að færa Japönum réttar fréttir erlendis frá. Vísir hitti Ogawa í Reykjavík eftir að hafa frétt af ferðalagi hans hér á landi þar sem hann hefur tekið viðtöl við fjölda fólks um álfa og huldufólk og trú Íslendinga á slíkar verum. Hann kom hingað til lands í febrúar síðastliðnum og fer aftur nú í apríl. Hann ver því um tveimur mánuðum hér á landi við að afla sér gagna um málið og ræða við fólk sem hefur þekkingu á því. Þegar rætt er við Ogawa kemur strax í ljós hvað hann hefur lagt sig fram við að ná réttum framburði á íslenskum orðum. Hann til að mynda þuldi upp alla staðina sem hann hefur heimsótt á Íslandi með ágætis árangri en viðurkenndi þó að það sé ekkert allt of auðvelt fyrir hann að bera fram staðarheitið Siglufjörður. Verandi mikill áhugamaður um Ísland segist hann hlusta mikið á hljómsveitina Múm og tónlistarmanninn Ásgeir Trausta, sem hann hefur meðal annars séð á tónleikum í Tokyo, og hefur að sjálfsögðu heyrt um Björk og Sigur Rós.Ogawa hefur meðal annars rætt við Ragnhildi Jónsdóttur sem rekur Álfagarðinn í Hafnarfirði.Vísir/GVALas um álfabæinn Hafnarfjörð Hann segist sem blaðamaður vilja leita að einhverju nýju og áhugaverðu til að kynna fyrir Japönum. Í þeirri leit rakst hann á grein um álfabæinn Hafnarfjörð og þannig hafi áhugi hans á málefninu vaknað. Hann byrjaði að safna upplýsingum með lestri greina á netinu og bóka sem hann komst yfir í Japan. Hann segist hafa rekist á fjölda erlendra greina þar sem er sagt frá óhöppum við framkvæmdir á Íslandi sem eru rakin til álfa.Hafði heyrt af pirringi meðal Íslendinga „Áður en ég kom til Íslands var ég efins um að Íslendingar tryðu á álfa,“ segir Ogawa. Þegar hann til að mynda las fréttir á ensku um málið átti hann bágt með að trú þeim. Honum fannst erlendir blaðamenn einfalda málið og ýkja það upp úr öllu valdi. „Og ég hafði heyrt af því að Íslendingar væru frekar pirraðir á því hversu einfaldur og villandi sá fréttaflutningu er,“ sagði Ogawa. Um 9.000 kílómetrar eru á milli Tokyo og Íslands og dugði ekkert minna fyrir Ogawa en að koma hingað til lands til að komast að því hvað væri satt og rétt þegar kemur að álfatrú Íslendinga. „Ég var ekki þeirrar skoðunar að álfatrú væri mikil á Íslandi en hef komist að því að hún er sterk á meðal eldri Íslendinga.Af viðtölum mínum að dæma og eftir að hafa lesið margar bækur hef ég komist að því að álfar eru Íslendingum mikilvægir og stór hluti af menningararfleifð þeirra.“Formaður Hraunavina stendur hér við Ófeigskirkju í Gálgahrauni sem var talin mikill álagaklettur.VísirFékk að sjá samantekt Vegagerðarinnar Hann átti fund með Vegagerðinni þar sem hann fékk að sjá samantekt Vegagerðarinnar á því hvernig álfatrú hefur haft áhrif á vegaframkvæmdir hér á landi. Þetta kom Ogawa verulega á óvart að málið væri litið svo alvarlegum augum hér á landi að til væri opinbert gagn um það. Þetta opinbera gagn er aðgengilegt öllum á Vísindavef Háskóla Íslands og er svar við spurningunni: Eru þekkt dæmi um að álfar eða huldufólk hafi stoppað vegagerð? Svarið er ritað af Viktori Arnari Ingólfssyni, deildarstjóra útgáfueiningar Vegagerðarinnar, þar sem hann lýsir fjórum atburðum sem gerst hafa undanfarna áratugi og hafa verið í sviðsljósinu. Viktor tekur fram að ekki sé ætlun hans að svara þvi hvort starfsmenn Vegagerðarinnar trúi eða trúi ekki á álfa og huldufólk og tekur hann fram að hann efist mjög um tilvist slíkra fyrirbæra. Þessir fjórir atburðir varða uppákomur við vegagerð yfir Hegranes í Skagafirði undir lok sjöunda áratugarins, vegagerð í Grafarholti þar sem kletturinn Grásteinn olli miklu fjaðrafoki, klofasteinarnir við Ljárskóga og lagningu Álftanesvegar árið 2015 þar sem 90 tonna steinn var klofinn í sundur en áhöld voru um að um væri að ræða álfakirkju.Sjá einnig: Sjáendur óttast slysArfur forfeðra verðmæturÍ öðru svari á Vísindavef Háskóla Íslands tekur Viktor fram að arfur forfeðranna sé verðmætur og hér á landi hafi munnmælasögur gengið frá kynslóð til kynslóðar um að álög hvíli á bletti eða vættir byggi kletta. Segir í svari Viktors að áður fyrr hafi náttúruvernd helst komið fram í þessari þjóðtrú og þannig hafi skógarlundum og fallegum jarðmyndunum jafnvel verið hlíft til að styggja ekki álfa og aðrar verur. „Ég var hissa að sjá svona marga atburði eiga sér stað hér á landi,“ segir Ogawa þegar hann rekur það sem hann hefur fengið upplýsingar um á ferðum sínum um Ísland. Hann segir Japani ekki trúa á álfa eða verur en sumir trúi á heilaga anda í stórum trjám og stórum steinum. Þeir halda jafnvel athafnir þar sem beðið er fyrir heilögum öndum ef farið er í mikið jarðrask við framkvæmdir. „Og því er okkar trú ekki svo fjarlæg því sem Íslendingar trúa á,“ segir Ogawa en tekur þó fram að hann hafi ekki séð opinbert skjal um það í Japan.Frá Bolungarvíkurhöfn.Vísir/Pjetur.Kannaði sáttafund í Bolungarvík Og talandi um athafnir þar sem heilagir andar eru beðnir afsökunar, þá hafði Ogawa augastað á Bolungarvík á Vestfjörðum þar sem mikið uppnám átti sér stað vegna álfa og huldufólks við gerð snjóflóðavarnargarðs fyrir ofan byggðina. Í júní árið 2011 bárust fregnir af því að grjót hefði rignt yfir hús í fjórum götum í Bolungarvík vegna sprengingar í efnisnámu verktafyrirtækisins Ósafls í hlíð fjallsins Traðarhyrnu sem stendur fyrir ofan bæinn. Efnið var ætlað í gerð snjóflóðavarna fyrir bæinn. Vigdís Kristín Steinþórsdóttir, sem segist geta skynjað skilaboð frá álfum og huldufólki, var stödd á Vestfjörðum um það leyti vegna Kærleiksdaga í Dýrafirði. Hún taldi sig skynja ósætti álfa vegna gerð Bolungarvíkurganga. Þegar hún fór í gegnum göngin og kom til Bolungarvík blasti við henni mikið jarðrask í hlíðum Traðarhyrnu og varð strax ljóst að álfarnir væru afar ósáttir og biðja þyrfti þá afsökunar.Presturinn tók þátt Vigdís fékk Agnesi M. Sigurðardóttur, sem er biskup í dag en var sóknarprestur í Bolungarvík á þeim tíma, til að mæta á sáttafund í hlíðum Traðarhyrnu ásamt tveimur starfsmönnum Ósafls til að biðja álfana afsökunar. Sá sáttafundur átti sér stað áður en grjótinu rigndi yfir húsin í bænum og sagði Vigdís í samtali við Morgunblaðið að hún væri hugsi yfir því hvort að álfarnir hefðu rangtúlkað skilaboðin. Ósafl rakti þó óhappið til þess að ekki voru notaðar sérstakar mottur þegar efnið var sprengt til að tryggja að grjót myndi ekki rigna yfir byggðina. Ogawa ferðaðist því til Bolungarvíkur þar sem hann ræddi meðal annars við Bolvíkinginn Benedikt Sigurðsson sem fór og söng fyrir álfana í Traðarhyrnu árið 2011. „Bolungarvík er afar fallegur og áhugaverður bær. Hann er hins vegar mjög lítill og það þekkja mig því örugglega allir þar í dag,“ segir Ogawa hlæjandi.Ogawa segir flesta frá Japan hafa áhuga á fossum hér á landi, en þeir hafi orðið forvitnir þegar þeir heyrðu að Ogawa ætlaði hingað til lands til að kanna álfa og huldufólk.vísir/magnús hlynurFlestir hafa áhuga á norðurljósum og fossum Spurður hvað samferðafólk hans í Tokyo hafði að segja um þessa ferð hans til Íslands til að rannsaka samskipti álfa og manna sagði hann forvitni oftast nær hafa verið fyrstu viðbrögðin frá þeim. „Það vita afar fáir Japanir um álfa og huldufólk á Íslandi. Japanir hafa aðallega áhuga á norðurljósum, fossum og Bláa lóninu á Íslandi. Sumir þeirra urðu hissa þegar þeir heyrðu af þessari trú hér á landi. Þeim fannst það aðallega áhugavert að ég ætlaði að ferðast alla þessa leið til að kanna álfa en ekki skoða fossa,“ segir hann brosandi.Þakklátur Íslendingum Hann segist afar þakklátur hvað Íslendingar hafa tekið honum vel og reynst honum afar hjálplegir. Hann var búinn að setja sig í samband við nokkra Íslendinga áður en hann kom til landsins en talað við fjölda til viðbótar eftir að hafa verið hér. „Ég er mjög þakklátur ég vil segja takk við alla sem hafa hjálpað mér hér á landi.“ Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Japanski blaðamaðurinn Shusuke Ogawa hefur verið hér á landi síðastliðnar vikur til að kynna sér samskipti álfa og manna. Áhugi Ogawa á málefninu vaknaði þegar hann heyrði af óhöppum við framkvæmdir hér á landi sem rakin voru til álfa. Var hann sérstaklega forvitinn að vita hversu mikil álfatrúin er hér á landi og hvernig stjórnvöld bregðast við þessum álfatilfellum. Ogawa er 32 ára gamall og er uppalinn á Tokyo-svæðinu í Japan. Hann stundaði nám við háskólann í Tokyo en árið 2011 ákvað hann að fara ferðast til Sýrlands og kanna aðstæður þar. Hann fylgdist með arabíska vorinu þar í landi sem og í Egyptalandi. Á þeim tíma varð hann undrandi að sjá hversu bjagaður fréttaflutningur var í Japan af arabíska vorinu og ekki í neinum takti við það sem hann hafði upplifað frá fyrstu hendi. Það varð til þess að hann ákvað að einbeita sér að því að færa Japönum réttar fréttir erlendis frá. Vísir hitti Ogawa í Reykjavík eftir að hafa frétt af ferðalagi hans hér á landi þar sem hann hefur tekið viðtöl við fjölda fólks um álfa og huldufólk og trú Íslendinga á slíkar verum. Hann kom hingað til lands í febrúar síðastliðnum og fer aftur nú í apríl. Hann ver því um tveimur mánuðum hér á landi við að afla sér gagna um málið og ræða við fólk sem hefur þekkingu á því. Þegar rætt er við Ogawa kemur strax í ljós hvað hann hefur lagt sig fram við að ná réttum framburði á íslenskum orðum. Hann til að mynda þuldi upp alla staðina sem hann hefur heimsótt á Íslandi með ágætis árangri en viðurkenndi þó að það sé ekkert allt of auðvelt fyrir hann að bera fram staðarheitið Siglufjörður. Verandi mikill áhugamaður um Ísland segist hann hlusta mikið á hljómsveitina Múm og tónlistarmanninn Ásgeir Trausta, sem hann hefur meðal annars séð á tónleikum í Tokyo, og hefur að sjálfsögðu heyrt um Björk og Sigur Rós.Ogawa hefur meðal annars rætt við Ragnhildi Jónsdóttur sem rekur Álfagarðinn í Hafnarfirði.Vísir/GVALas um álfabæinn Hafnarfjörð Hann segist sem blaðamaður vilja leita að einhverju nýju og áhugaverðu til að kynna fyrir Japönum. Í þeirri leit rakst hann á grein um álfabæinn Hafnarfjörð og þannig hafi áhugi hans á málefninu vaknað. Hann byrjaði að safna upplýsingum með lestri greina á netinu og bóka sem hann komst yfir í Japan. Hann segist hafa rekist á fjölda erlendra greina þar sem er sagt frá óhöppum við framkvæmdir á Íslandi sem eru rakin til álfa.Hafði heyrt af pirringi meðal Íslendinga „Áður en ég kom til Íslands var ég efins um að Íslendingar tryðu á álfa,“ segir Ogawa. Þegar hann til að mynda las fréttir á ensku um málið átti hann bágt með að trú þeim. Honum fannst erlendir blaðamenn einfalda málið og ýkja það upp úr öllu valdi. „Og ég hafði heyrt af því að Íslendingar væru frekar pirraðir á því hversu einfaldur og villandi sá fréttaflutningu er,“ sagði Ogawa. Um 9.000 kílómetrar eru á milli Tokyo og Íslands og dugði ekkert minna fyrir Ogawa en að koma hingað til lands til að komast að því hvað væri satt og rétt þegar kemur að álfatrú Íslendinga. „Ég var ekki þeirrar skoðunar að álfatrú væri mikil á Íslandi en hef komist að því að hún er sterk á meðal eldri Íslendinga.Af viðtölum mínum að dæma og eftir að hafa lesið margar bækur hef ég komist að því að álfar eru Íslendingum mikilvægir og stór hluti af menningararfleifð þeirra.“Formaður Hraunavina stendur hér við Ófeigskirkju í Gálgahrauni sem var talin mikill álagaklettur.VísirFékk að sjá samantekt Vegagerðarinnar Hann átti fund með Vegagerðinni þar sem hann fékk að sjá samantekt Vegagerðarinnar á því hvernig álfatrú hefur haft áhrif á vegaframkvæmdir hér á landi. Þetta kom Ogawa verulega á óvart að málið væri litið svo alvarlegum augum hér á landi að til væri opinbert gagn um það. Þetta opinbera gagn er aðgengilegt öllum á Vísindavef Háskóla Íslands og er svar við spurningunni: Eru þekkt dæmi um að álfar eða huldufólk hafi stoppað vegagerð? Svarið er ritað af Viktori Arnari Ingólfssyni, deildarstjóra útgáfueiningar Vegagerðarinnar, þar sem hann lýsir fjórum atburðum sem gerst hafa undanfarna áratugi og hafa verið í sviðsljósinu. Viktor tekur fram að ekki sé ætlun hans að svara þvi hvort starfsmenn Vegagerðarinnar trúi eða trúi ekki á álfa og huldufólk og tekur hann fram að hann efist mjög um tilvist slíkra fyrirbæra. Þessir fjórir atburðir varða uppákomur við vegagerð yfir Hegranes í Skagafirði undir lok sjöunda áratugarins, vegagerð í Grafarholti þar sem kletturinn Grásteinn olli miklu fjaðrafoki, klofasteinarnir við Ljárskóga og lagningu Álftanesvegar árið 2015 þar sem 90 tonna steinn var klofinn í sundur en áhöld voru um að um væri að ræða álfakirkju.Sjá einnig: Sjáendur óttast slysArfur forfeðra verðmæturÍ öðru svari á Vísindavef Háskóla Íslands tekur Viktor fram að arfur forfeðranna sé verðmætur og hér á landi hafi munnmælasögur gengið frá kynslóð til kynslóðar um að álög hvíli á bletti eða vættir byggi kletta. Segir í svari Viktors að áður fyrr hafi náttúruvernd helst komið fram í þessari þjóðtrú og þannig hafi skógarlundum og fallegum jarðmyndunum jafnvel verið hlíft til að styggja ekki álfa og aðrar verur. „Ég var hissa að sjá svona marga atburði eiga sér stað hér á landi,“ segir Ogawa þegar hann rekur það sem hann hefur fengið upplýsingar um á ferðum sínum um Ísland. Hann segir Japani ekki trúa á álfa eða verur en sumir trúi á heilaga anda í stórum trjám og stórum steinum. Þeir halda jafnvel athafnir þar sem beðið er fyrir heilögum öndum ef farið er í mikið jarðrask við framkvæmdir. „Og því er okkar trú ekki svo fjarlæg því sem Íslendingar trúa á,“ segir Ogawa en tekur þó fram að hann hafi ekki séð opinbert skjal um það í Japan.Frá Bolungarvíkurhöfn.Vísir/Pjetur.Kannaði sáttafund í Bolungarvík Og talandi um athafnir þar sem heilagir andar eru beðnir afsökunar, þá hafði Ogawa augastað á Bolungarvík á Vestfjörðum þar sem mikið uppnám átti sér stað vegna álfa og huldufólks við gerð snjóflóðavarnargarðs fyrir ofan byggðina. Í júní árið 2011 bárust fregnir af því að grjót hefði rignt yfir hús í fjórum götum í Bolungarvík vegna sprengingar í efnisnámu verktafyrirtækisins Ósafls í hlíð fjallsins Traðarhyrnu sem stendur fyrir ofan bæinn. Efnið var ætlað í gerð snjóflóðavarna fyrir bæinn. Vigdís Kristín Steinþórsdóttir, sem segist geta skynjað skilaboð frá álfum og huldufólki, var stödd á Vestfjörðum um það leyti vegna Kærleiksdaga í Dýrafirði. Hún taldi sig skynja ósætti álfa vegna gerð Bolungarvíkurganga. Þegar hún fór í gegnum göngin og kom til Bolungarvík blasti við henni mikið jarðrask í hlíðum Traðarhyrnu og varð strax ljóst að álfarnir væru afar ósáttir og biðja þyrfti þá afsökunar.Presturinn tók þátt Vigdís fékk Agnesi M. Sigurðardóttur, sem er biskup í dag en var sóknarprestur í Bolungarvík á þeim tíma, til að mæta á sáttafund í hlíðum Traðarhyrnu ásamt tveimur starfsmönnum Ósafls til að biðja álfana afsökunar. Sá sáttafundur átti sér stað áður en grjótinu rigndi yfir húsin í bænum og sagði Vigdís í samtali við Morgunblaðið að hún væri hugsi yfir því hvort að álfarnir hefðu rangtúlkað skilaboðin. Ósafl rakti þó óhappið til þess að ekki voru notaðar sérstakar mottur þegar efnið var sprengt til að tryggja að grjót myndi ekki rigna yfir byggðina. Ogawa ferðaðist því til Bolungarvíkur þar sem hann ræddi meðal annars við Bolvíkinginn Benedikt Sigurðsson sem fór og söng fyrir álfana í Traðarhyrnu árið 2011. „Bolungarvík er afar fallegur og áhugaverður bær. Hann er hins vegar mjög lítill og það þekkja mig því örugglega allir þar í dag,“ segir Ogawa hlæjandi.Ogawa segir flesta frá Japan hafa áhuga á fossum hér á landi, en þeir hafi orðið forvitnir þegar þeir heyrðu að Ogawa ætlaði hingað til lands til að kanna álfa og huldufólk.vísir/magnús hlynurFlestir hafa áhuga á norðurljósum og fossum Spurður hvað samferðafólk hans í Tokyo hafði að segja um þessa ferð hans til Íslands til að rannsaka samskipti álfa og manna sagði hann forvitni oftast nær hafa verið fyrstu viðbrögðin frá þeim. „Það vita afar fáir Japanir um álfa og huldufólk á Íslandi. Japanir hafa aðallega áhuga á norðurljósum, fossum og Bláa lóninu á Íslandi. Sumir þeirra urðu hissa þegar þeir heyrðu af þessari trú hér á landi. Þeim fannst það aðallega áhugavert að ég ætlaði að ferðast alla þessa leið til að kanna álfa en ekki skoða fossa,“ segir hann brosandi.Þakklátur Íslendingum Hann segist afar þakklátur hvað Íslendingar hafa tekið honum vel og reynst honum afar hjálplegir. Hann var búinn að setja sig í samband við nokkra Íslendinga áður en hann kom til landsins en talað við fjölda til viðbótar eftir að hafa verið hér. „Ég er mjög þakklátur ég vil segja takk við alla sem hafa hjálpað mér hér á landi.“
Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira