Ari Ólafsson komst ekki áfram í Eurovision en hann kom fram í Altice höllinni í Lissabon í Portúgal í gær og flutti lagið Our Choice í fyrri undanúrslitariðlinum.
Sérfræðingar segja að þetta hafi verið besti undanúrslitariðill í sögu Eurovision og sumir ganga svo langt að segja að kvöldið í gær hafi verið betra en laugardagskvöldið sem framundan er.
Í Júrógarðinum í dag mætir Stefanía Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá framleiðslufyrirtækinu Sahara, í heimsókn og ræðir gærkvöldið við Stefán Árna Pálsson.
Bæði voru þau sammála um að Ari Ólafsson hefði staðið sig mjög vel og ekki geta gert neitt betur í höllinni í gær.
Umsjónarmaður þáttarins er Stefán Árni Pálsson sem er staddur út í Lissabon. Hann fær til sín góða gesti í heimsókn á hverjum degi.
Fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Lissabon. Fréttamaðurinn Stefán Árni Pálsson sér um vefþáttinn Júrógarðinn og aðra umfjöllun hér á Vísi og í fréttum Stöðvar 2 á hverjum degi í gegnum alla keppnina.

