Meira fólk, minna malbik Líf Magneudóttir skrifar 9. maí 2018 11:32 Á fundi borgarstjórnar í gær átti sér stað fyrri umræða um ársreikningi Reykjavíkurborgar. Gríðarlega jákvæður viðsnúningur hefur orðið í rekstri borgarinnar á yfirstandandi kjörtímabili. Fimm milljarða króna afgangur var af eiginlegum rekstri Reykjavíkurborgar á síðasta ári og 28 millarða afgangur þegar fyrirtæki borgarinnar eru tekin með. Skuldir hafa lækkað og útlitið er bjart.Skilum viðsnúningi til skólanna Þessi viðsnúningur er ein ástæða þess að farið er að tala um stórframkvæmdir á borð við Sundabraut og Miklubraut í stokk. Samfylkingin hefur lagt áherslu á að borgin nýti fjárhagslegan styrk sinn til að ráðast strax í lagningu Miklubrautar í stokk. Ég er ósammála þeirri forgangsröðun. Þó samgöngubætur séu mikilvægar er ekki forgangsverkefni að ráðast í stórkarlalegar risaframkvæmdir, jarðgangnagerð við Klambratún eða brýr og landfyllingar á sundunum. Þess í stað höfum við í Vinstri grænum lagt áherslu á að viðsnúningnum verði skilað í skólakerfið, sérstaklega í leikskólana sem báru of miklar byrðar vegna niðurskurðar og aðhaldsaðgerða áranna eftir hrun, fyrst í tíð meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, og síðan meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins. Það er sérstaklega mikilvægt að við bætum kjör og starfsaðstæður starfsfólksins, leikskólakennara, stuðningsfulltrúa, leikskólaliða og annars starfsfólks, fjölmennra kvennastétta sem héldu starfi skólanna gangandi af ótrúlegri eljusemi. Það er ekki bara réttlætismál að við styrkjum leikskólana. Það er beinlínis forsenda þess að hægt sé að opna ungbarnadeildir á leikskólum borgarinnar að við styrkjum starf þeirra.Forgangsröðum Mikið af starfi okkar stjórnmálamanna snýst um forgangsröðun. Við getum ekki gert allt í einu og þurfum að ákveða á hverju skuli byrja og hvað geti beðið. Til þess þurfum við að hafa skýra sýn á hvers konar samfélag það er sem við viljum búa til. Í mínum huga snúast stjórnmál fyrst og fremst um fólk og börn og að jafna kjör þeirra. Þannig eigum við að forgangsraða. Í mínum huga er ljóst að forgangsverkefni næsta kjörtímabils verður að endurreisa og efla velferðarþjónustu borgarinnar, skólakerfið og þó sérstaklega leikskólana. Það breytir ekki öllu hvort við hefjum lagningu Sundabrautar eða leggjum Miklubraut í stokk strax á næsta ári. Slíkar framkvæmdir geta beðið. Börn eiga hins vegar ekki að bíða. Eitt ár í lífi barns er langur tími og fjögur enn lengri. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í borgarstjórnarkosningunum í vor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Líf Magneudóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Á fundi borgarstjórnar í gær átti sér stað fyrri umræða um ársreikningi Reykjavíkurborgar. Gríðarlega jákvæður viðsnúningur hefur orðið í rekstri borgarinnar á yfirstandandi kjörtímabili. Fimm milljarða króna afgangur var af eiginlegum rekstri Reykjavíkurborgar á síðasta ári og 28 millarða afgangur þegar fyrirtæki borgarinnar eru tekin með. Skuldir hafa lækkað og útlitið er bjart.Skilum viðsnúningi til skólanna Þessi viðsnúningur er ein ástæða þess að farið er að tala um stórframkvæmdir á borð við Sundabraut og Miklubraut í stokk. Samfylkingin hefur lagt áherslu á að borgin nýti fjárhagslegan styrk sinn til að ráðast strax í lagningu Miklubrautar í stokk. Ég er ósammála þeirri forgangsröðun. Þó samgöngubætur séu mikilvægar er ekki forgangsverkefni að ráðast í stórkarlalegar risaframkvæmdir, jarðgangnagerð við Klambratún eða brýr og landfyllingar á sundunum. Þess í stað höfum við í Vinstri grænum lagt áherslu á að viðsnúningnum verði skilað í skólakerfið, sérstaklega í leikskólana sem báru of miklar byrðar vegna niðurskurðar og aðhaldsaðgerða áranna eftir hrun, fyrst í tíð meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, og síðan meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins. Það er sérstaklega mikilvægt að við bætum kjör og starfsaðstæður starfsfólksins, leikskólakennara, stuðningsfulltrúa, leikskólaliða og annars starfsfólks, fjölmennra kvennastétta sem héldu starfi skólanna gangandi af ótrúlegri eljusemi. Það er ekki bara réttlætismál að við styrkjum leikskólana. Það er beinlínis forsenda þess að hægt sé að opna ungbarnadeildir á leikskólum borgarinnar að við styrkjum starf þeirra.Forgangsröðum Mikið af starfi okkar stjórnmálamanna snýst um forgangsröðun. Við getum ekki gert allt í einu og þurfum að ákveða á hverju skuli byrja og hvað geti beðið. Til þess þurfum við að hafa skýra sýn á hvers konar samfélag það er sem við viljum búa til. Í mínum huga snúast stjórnmál fyrst og fremst um fólk og börn og að jafna kjör þeirra. Þannig eigum við að forgangsraða. Í mínum huga er ljóst að forgangsverkefni næsta kjörtímabils verður að endurreisa og efla velferðarþjónustu borgarinnar, skólakerfið og þó sérstaklega leikskólana. Það breytir ekki öllu hvort við hefjum lagningu Sundabrautar eða leggjum Miklubraut í stokk strax á næsta ári. Slíkar framkvæmdir geta beðið. Börn eiga hins vegar ekki að bíða. Eitt ár í lífi barns er langur tími og fjögur enn lengri. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í borgarstjórnarkosningunum í vor.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar