Segir hvalveiðimenn með góða samvisku og sofa vel Kristján Már Unnarsson skrifar 9. maí 2018 20:45 Ólafur Ólafsson, skipstjóri á Hval 9, í Reykjavíkurhöfn í dag. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Starfsmenn Hvals hf. eru byrjaðir að undirbúa hvalvertíð sumarsins, þá fyrstu eftir nærri þriggja ára hlé, og í dag var annar hvalbátanna dreginn upp í slipp í Reykjavíkurhöfn. Rætt var við Ólaf Ólafsson, skipstjóra á Hval 9, í fréttum Stöðvar 2. Stórhveli voru síðast veidd við Íslandsstrendur haustið 2015. En áður en veiðarnar geta hafist að nýju þurfa hvalbátarnir að fara í klössun. Það var minni og eldri báturinn, Hvalur 8, sem dreginn var upp í slipp Stálsmiðjunnar Framtaks í Reykjavíkurhöfn í dag. Síðar í mánuðinum kemur röðin að Hval 9 en þrjú ár eru frá því bátarnir fóru síðast í slipp. Hvalur 8 dreginn upp í slippinn í dag.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það þarf að botnhreinsa þá og zinka þá. Það er svona ýmislegt sem þarf að dytta að,” segir Ólafur. Rétt eins og hvalbátarnir eru tæki slippsins komin til ára sinna en gera þó enn sitt gagn en því fylgir átak að draga slík skip upp á þurrt. Ólafur býst við að milli 160 og 170 manns starfi á hvalvertíðinni í sumar og segir stemmninguna meðal starfsmanna mjög góða. „Við erum búnir að hvíla okkur í tvö ár svoleiðis að það er kominn tími til að fara af stað núna. Sem við og gerum, fljótlega í júní. Þá ætlum við að leggja í hann.”Sverir stálvírar eru notaðir til að draga skipið upp í slippinn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann segir mótmæli gegn hvalveiðum litlu breyta gagnvart starfsmönnum. Veiðikvóti sé gefinn út á grundvelli mats mjög góðra íslenskra vísindamanna hjá Hafrannsóknastofnun. „Það er talað um 20 til 25 þúsund dýr sem eru hér á Norður-Atlantshafinu. Við erum að taka þetta 130-140 og upp í 150 dýr. Nú er kvótinn 161 dýr. Við höfum ekki miklar áhyggjur af þessu svokallaða mótmælaliði, því miður. Það gengur ekkert inn í okkur. Við erum orðnir ýmsu vanir gagnvart þeim.” -Þannig að þið hafið góða samvisku gagnvart þessum veiðum? „Mjög góða og sofum vel,” svarar skipstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð Hvalur hf. stefnir á veiðar á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé. 17. apríl 2018 19:45 Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan Formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands vonaði að hvalveiðisögu Íslendinga væri lokið. Hvalur hf. hyggst hefja veiðar á ný í sumar eftir tveggja ára hlé. Boða fæðubótarefni úr afurðum gegn járnskorti. Áhyggjur af viðbrögðum erlendis. 19. apríl 2018 08:00 Segir heiminn ekki skilja hvers vegna við stundum enn hvalveiðar Framkvæmdastjóri Eldingar hefur áhyggjur af ímynd Íslands. 22. apríl 2018 12:54 Gert verði ítarlegt mat áður en ákvörðun verður tekin um framtíð hvalveiða við Íslandsstrendur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ekki beita sér sérstaklega fyrir því að fyrirhuguðum hvalveiðum sem hefjast í sumar verði afstýrt. 2. maí 2018 20:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Starfsmenn Hvals hf. eru byrjaðir að undirbúa hvalvertíð sumarsins, þá fyrstu eftir nærri þriggja ára hlé, og í dag var annar hvalbátanna dreginn upp í slipp í Reykjavíkurhöfn. Rætt var við Ólaf Ólafsson, skipstjóra á Hval 9, í fréttum Stöðvar 2. Stórhveli voru síðast veidd við Íslandsstrendur haustið 2015. En áður en veiðarnar geta hafist að nýju þurfa hvalbátarnir að fara í klössun. Það var minni og eldri báturinn, Hvalur 8, sem dreginn var upp í slipp Stálsmiðjunnar Framtaks í Reykjavíkurhöfn í dag. Síðar í mánuðinum kemur röðin að Hval 9 en þrjú ár eru frá því bátarnir fóru síðast í slipp. Hvalur 8 dreginn upp í slippinn í dag.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það þarf að botnhreinsa þá og zinka þá. Það er svona ýmislegt sem þarf að dytta að,” segir Ólafur. Rétt eins og hvalbátarnir eru tæki slippsins komin til ára sinna en gera þó enn sitt gagn en því fylgir átak að draga slík skip upp á þurrt. Ólafur býst við að milli 160 og 170 manns starfi á hvalvertíðinni í sumar og segir stemmninguna meðal starfsmanna mjög góða. „Við erum búnir að hvíla okkur í tvö ár svoleiðis að það er kominn tími til að fara af stað núna. Sem við og gerum, fljótlega í júní. Þá ætlum við að leggja í hann.”Sverir stálvírar eru notaðir til að draga skipið upp í slippinn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann segir mótmæli gegn hvalveiðum litlu breyta gagnvart starfsmönnum. Veiðikvóti sé gefinn út á grundvelli mats mjög góðra íslenskra vísindamanna hjá Hafrannsóknastofnun. „Það er talað um 20 til 25 þúsund dýr sem eru hér á Norður-Atlantshafinu. Við erum að taka þetta 130-140 og upp í 150 dýr. Nú er kvótinn 161 dýr. Við höfum ekki miklar áhyggjur af þessu svokallaða mótmælaliði, því miður. Það gengur ekkert inn í okkur. Við erum orðnir ýmsu vanir gagnvart þeim.” -Þannig að þið hafið góða samvisku gagnvart þessum veiðum? „Mjög góða og sofum vel,” svarar skipstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð Hvalur hf. stefnir á veiðar á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé. 17. apríl 2018 19:45 Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan Formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands vonaði að hvalveiðisögu Íslendinga væri lokið. Hvalur hf. hyggst hefja veiðar á ný í sumar eftir tveggja ára hlé. Boða fæðubótarefni úr afurðum gegn járnskorti. Áhyggjur af viðbrögðum erlendis. 19. apríl 2018 08:00 Segir heiminn ekki skilja hvers vegna við stundum enn hvalveiðar Framkvæmdastjóri Eldingar hefur áhyggjur af ímynd Íslands. 22. apríl 2018 12:54 Gert verði ítarlegt mat áður en ákvörðun verður tekin um framtíð hvalveiða við Íslandsstrendur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ekki beita sér sérstaklega fyrir því að fyrirhuguðum hvalveiðum sem hefjast í sumar verði afstýrt. 2. maí 2018 20:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð Hvalur hf. stefnir á veiðar á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé. 17. apríl 2018 19:45
Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan Formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands vonaði að hvalveiðisögu Íslendinga væri lokið. Hvalur hf. hyggst hefja veiðar á ný í sumar eftir tveggja ára hlé. Boða fæðubótarefni úr afurðum gegn járnskorti. Áhyggjur af viðbrögðum erlendis. 19. apríl 2018 08:00
Segir heiminn ekki skilja hvers vegna við stundum enn hvalveiðar Framkvæmdastjóri Eldingar hefur áhyggjur af ímynd Íslands. 22. apríl 2018 12:54
Gert verði ítarlegt mat áður en ákvörðun verður tekin um framtíð hvalveiða við Íslandsstrendur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ekki beita sér sérstaklega fyrir því að fyrirhuguðum hvalveiðum sem hefjast í sumar verði afstýrt. 2. maí 2018 20:00