Krúttlega Ísland Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 21. apríl 2018 10:00 Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar er um margt lýsandi fyrir okkar litlu og saklausu þjóð. Maður situr í fangelsi og fær þá hugmynd um miðja nótt að láta sig hverfa úr fangelsinu. Hann kaupir flugmiða á netinu, hringir í leigubíl og tekur næstu vél úr landi, en svo vill til að forsætisráðherra er einnig um borð. Engan grunar neitt í fangelsinu fyrr en morguninn eftir að tekið er eftir því að maðurinn er horfinn. Fangelsismálastjóri lætur þá taka viðtal við sig en virkar fremur ráðalaus íklæddur sumardressi í vorhretinu með hálflagðan kapal í bakgrunni. Ekkert gengur að hafa uppi á strokufanganum fyrr en hann sendir bréf á dagblað í bænum og segir mannskapnum að anda rólega, enda komi hann heim fljótlega. Allt ratar þetta svo í erlenda fjölmiðla sem telja það stórmerkilegt að strokufanginn hafi deilt flugvél með forsætisráðherra. Undirtónninn er háðskur og gefur í skyn einhvers konar krúttlega sveitamennsku. Sennilega er það bara gott mál, enda vandamál okkar tiltölulega fá og smá í alþjóðlegu samhengi, og hreinleikinn og sakleysið sennilega eitt af því sem gerir landið okkar að eftirtektarverðum áfangastað. En hvor upplifunin af Íslandi er rétt, er það sú sem BBC og fleiri erlendir miðlar hafa teiknað upp í tengslum við strokufangamálið, eða er það raunsannari lýsing sem hér hefur heyrst og þá yfirleitt frá forsvarsmönnum löggæslumála, að Ísland sé ekki lengur lítið og saklaust land? Verjast verði alþjóðlegu hryðjuverkaógninni og erlendum glæpagengjum sem hér starfi í síauknum mæli? Úr sömu átt heyrist reglulega að nauðsynlegt sé að vopna lögregluna, og raunar hefur sú vopnavæðing gengið svo langt að síðasta sumar sást til lögreglumanna með alvæpni á fjölskylduhátíðum. Sænski læknirinn og tölfræðisnillingurinn Hans Rosling sýndi fram á að þrátt fyrir síbylju um annað stenst sú skoðun ekki að heimur fari versnandi. Þvert á móti, hryðjuverkaógn fer minnkandi, ofbeldi sömuleiðis styrjöldum fækkar. Mannlífið er almennt friðsælla en á nokkru öðru skeiði í mannkynssögunni. Hins vegar er það svo að sumir stjórnmálaleiðtogar víðsvegar um heim hagnast á því að mála tilveruna dökkum litum. Alið er á tortryggni, yfirleitt út frá einangruðum voðaverkum sem látið er í skína að sýni þróun í átt til vargaldar. Staðreyndin er hins vegar sú að Ísland hefur trónað á toppi lista World Economic Forum um friðsælustu lönd heims samfleytt í heilan áratug, og hefur frekar aukið á forskot sitt en hitt. Lögreglan ætti að líta á þessa tölfræði með stolti. Áhersla í löggæslumálum á Íslandi hefur í sögulegu ljósi verið á almenna löggæslu. Enda er ímynd almennra lögreglumanna með eindæmum góð. Tilfinningin er aftur á móti sú að undanfarin ár hafi verið vikið af þeirri braut, og áherslan færst yfir á gæluverkefni og vopnabrask. Græjudella á sér margar birtingarmyndir. Frekar ætti að forgangsraða þannig að fjármagn fari í hina almennu löggæslu. Alþjóðlegir mælikvarðar sýna að við höfum haldið ágætlega á spöðunum gegnum árin. Er ekki myndin sem birtist af okkur í heimspressunni í tengslum við strokufangamálið bara eftirsóknarverð? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar er um margt lýsandi fyrir okkar litlu og saklausu þjóð. Maður situr í fangelsi og fær þá hugmynd um miðja nótt að láta sig hverfa úr fangelsinu. Hann kaupir flugmiða á netinu, hringir í leigubíl og tekur næstu vél úr landi, en svo vill til að forsætisráðherra er einnig um borð. Engan grunar neitt í fangelsinu fyrr en morguninn eftir að tekið er eftir því að maðurinn er horfinn. Fangelsismálastjóri lætur þá taka viðtal við sig en virkar fremur ráðalaus íklæddur sumardressi í vorhretinu með hálflagðan kapal í bakgrunni. Ekkert gengur að hafa uppi á strokufanganum fyrr en hann sendir bréf á dagblað í bænum og segir mannskapnum að anda rólega, enda komi hann heim fljótlega. Allt ratar þetta svo í erlenda fjölmiðla sem telja það stórmerkilegt að strokufanginn hafi deilt flugvél með forsætisráðherra. Undirtónninn er háðskur og gefur í skyn einhvers konar krúttlega sveitamennsku. Sennilega er það bara gott mál, enda vandamál okkar tiltölulega fá og smá í alþjóðlegu samhengi, og hreinleikinn og sakleysið sennilega eitt af því sem gerir landið okkar að eftirtektarverðum áfangastað. En hvor upplifunin af Íslandi er rétt, er það sú sem BBC og fleiri erlendir miðlar hafa teiknað upp í tengslum við strokufangamálið, eða er það raunsannari lýsing sem hér hefur heyrst og þá yfirleitt frá forsvarsmönnum löggæslumála, að Ísland sé ekki lengur lítið og saklaust land? Verjast verði alþjóðlegu hryðjuverkaógninni og erlendum glæpagengjum sem hér starfi í síauknum mæli? Úr sömu átt heyrist reglulega að nauðsynlegt sé að vopna lögregluna, og raunar hefur sú vopnavæðing gengið svo langt að síðasta sumar sást til lögreglumanna með alvæpni á fjölskylduhátíðum. Sænski læknirinn og tölfræðisnillingurinn Hans Rosling sýndi fram á að þrátt fyrir síbylju um annað stenst sú skoðun ekki að heimur fari versnandi. Þvert á móti, hryðjuverkaógn fer minnkandi, ofbeldi sömuleiðis styrjöldum fækkar. Mannlífið er almennt friðsælla en á nokkru öðru skeiði í mannkynssögunni. Hins vegar er það svo að sumir stjórnmálaleiðtogar víðsvegar um heim hagnast á því að mála tilveruna dökkum litum. Alið er á tortryggni, yfirleitt út frá einangruðum voðaverkum sem látið er í skína að sýni þróun í átt til vargaldar. Staðreyndin er hins vegar sú að Ísland hefur trónað á toppi lista World Economic Forum um friðsælustu lönd heims samfleytt í heilan áratug, og hefur frekar aukið á forskot sitt en hitt. Lögreglan ætti að líta á þessa tölfræði með stolti. Áhersla í löggæslumálum á Íslandi hefur í sögulegu ljósi verið á almenna löggæslu. Enda er ímynd almennra lögreglumanna með eindæmum góð. Tilfinningin er aftur á móti sú að undanfarin ár hafi verið vikið af þeirri braut, og áherslan færst yfir á gæluverkefni og vopnabrask. Græjudella á sér margar birtingarmyndir. Frekar ætti að forgangsraða þannig að fjármagn fari í hina almennu löggæslu. Alþjóðlegir mælikvarðar sýna að við höfum haldið ágætlega á spöðunum gegnum árin. Er ekki myndin sem birtist af okkur í heimspressunni í tengslum við strokufangamálið bara eftirsóknarverð?
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun