Hafa áhyggjur af versnandi horfum í ferðaþjónustu Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. október 2018 13:45 Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri. Vísir/Egill Aðalsteinsson Áhætta í fjármálakerfinu hefur aukist að mati Seðlabanka Íslands en er enn hófleg. Töluvert hefur hægt á vexti ferðaþjónustunnar og er staða hennar einn stærsti óvissuþátturinn sem íslenskt hagkerfi stendur frammi fyrir um þessar mundir að mati sérfræðinga Seðlabankans. Í haustútgáfu ritsins Fjármálastöðugleika er fjallað nokkuð um stöðu ferðaþjónustunnar, sem er stærsta einstaka útflutningsatvinnugrein þjóðarbúsins, en efni ritsins var kynnt í Seðlabankanum í morgun. Staða og horfur í ferðaþjónustu hafa versnað. Samkeppni í flugi er afar hörð og flugfélög hafa ekki hækkað fargjöld þrátt fyrir miklar hækkanir á olíuverðs á undanförnum mánuðum. Í ritinu kemur fram að íslensku flugfélögin hafi ekki farið varhluta af þessari þróun og glíma þau við ögrandi rekstrarumhverfi sem birtist meðal annars í taprekstri og verri sætanýtingu. Í ritinu kemur fram að Ísland sé orðið einn af dýrustu áfangastöðum Evrópu enda er raungengi krónunnar afar hátt í sögulegu samhengi um þessar mundir. Þá fjölgar ferðamönnum hægar en undanfarin ár. Á fyrstu níu mánuðum ársins fjölgaði brottförum erlendra ríkisborgara frá Keflavík um 5,5 prósent samanborið við 28,2 prósenta vöxt á sama tíma í fyrra. Gistinóttum fjölgaði aðeins um 1,7 prósent á fyrstu átta mánuðum ársins samanborið við 10,9 prósenta vöxt á sama tímabili í fyrra. Erlend greiðslukortanotkun mæld í krónum hefur svo dregist saman um rúmlega 10 prósent. Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri segir að ferðaþjónustan geti líklega ekki treyst á tekjuvöxt vegna frekari fjölgunar ferðamanna.Er Seðlabankinn að búast við samdrætti í ferðaþjónustu? „Nei, við erum nú ekki að búast við því að það verði samdráttur en það hefur hægt á komu ferðamanna. Það var alveg ljóst að þessi kröftugi vöxtur sem verið hefur undanfarin var ekki sjálfbær. Það sem hefur breyst frá síðustu útgáfu Fjármálastöðugleika er að olíuverð hefur hækkað gríðarlega og samkeppni í flugrekstri gerir það að verkum að flugfélögin eiga erfitt með að setja þann kostnað út í verð. Þess vegna birtast þessir auknu rekstrarerfiðleikar flugfélaganna,“ segir Rannveig. Rannveig segir að heimili og fyrirtæki þurfa að sýna varfærni til að mæta mögulegum samdrætti í hagkerfinu. „Það sem við erum aðallega að benda á núna er að bankarnir, fyrirtækin og heimilin stígi varlega til jarðar vegna þess að við sjáum að áhættan og óvissan eru að aukast.“ Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Áhætta í fjármálakerfinu hefur aukist að mati Seðlabanka Íslands en er enn hófleg. Töluvert hefur hægt á vexti ferðaþjónustunnar og er staða hennar einn stærsti óvissuþátturinn sem íslenskt hagkerfi stendur frammi fyrir um þessar mundir að mati sérfræðinga Seðlabankans. Í haustútgáfu ritsins Fjármálastöðugleika er fjallað nokkuð um stöðu ferðaþjónustunnar, sem er stærsta einstaka útflutningsatvinnugrein þjóðarbúsins, en efni ritsins var kynnt í Seðlabankanum í morgun. Staða og horfur í ferðaþjónustu hafa versnað. Samkeppni í flugi er afar hörð og flugfélög hafa ekki hækkað fargjöld þrátt fyrir miklar hækkanir á olíuverðs á undanförnum mánuðum. Í ritinu kemur fram að íslensku flugfélögin hafi ekki farið varhluta af þessari þróun og glíma þau við ögrandi rekstrarumhverfi sem birtist meðal annars í taprekstri og verri sætanýtingu. Í ritinu kemur fram að Ísland sé orðið einn af dýrustu áfangastöðum Evrópu enda er raungengi krónunnar afar hátt í sögulegu samhengi um þessar mundir. Þá fjölgar ferðamönnum hægar en undanfarin ár. Á fyrstu níu mánuðum ársins fjölgaði brottförum erlendra ríkisborgara frá Keflavík um 5,5 prósent samanborið við 28,2 prósenta vöxt á sama tíma í fyrra. Gistinóttum fjölgaði aðeins um 1,7 prósent á fyrstu átta mánuðum ársins samanborið við 10,9 prósenta vöxt á sama tímabili í fyrra. Erlend greiðslukortanotkun mæld í krónum hefur svo dregist saman um rúmlega 10 prósent. Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri segir að ferðaþjónustan geti líklega ekki treyst á tekjuvöxt vegna frekari fjölgunar ferðamanna.Er Seðlabankinn að búast við samdrætti í ferðaþjónustu? „Nei, við erum nú ekki að búast við því að það verði samdráttur en það hefur hægt á komu ferðamanna. Það var alveg ljóst að þessi kröftugi vöxtur sem verið hefur undanfarin var ekki sjálfbær. Það sem hefur breyst frá síðustu útgáfu Fjármálastöðugleika er að olíuverð hefur hækkað gríðarlega og samkeppni í flugrekstri gerir það að verkum að flugfélögin eiga erfitt með að setja þann kostnað út í verð. Þess vegna birtast þessir auknu rekstrarerfiðleikar flugfélaganna,“ segir Rannveig. Rannveig segir að heimili og fyrirtæki þurfa að sýna varfærni til að mæta mögulegum samdrætti í hagkerfinu. „Það sem við erum aðallega að benda á núna er að bankarnir, fyrirtækin og heimilin stígi varlega til jarðar vegna þess að við sjáum að áhættan og óvissan eru að aukast.“
Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira