Jón Steinar fékk ekki bætur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. október 2018 06:00 Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttarlögmaður, á ekki rétt á greiðslu úr málskostnaðartryggingu fjölskyldutryggingar sinnar vegna dómsmáls sem hann höfðaði til ógildingar áminningar sem hann hlaut hjá úrskurðarnefnd lögmanna. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum (ÚRVá). Í fyrra var Jón Steinar áminntur vegna ummæla sem hann lét falla í tölvupóstssamskiptum við Ingimund Einarsson, þáverandi dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur. Dómarinn fyrrverandi var ósáttur við synjun dómstjórans á beiðni um flýtimeðferð og lét orð falla sem þeim síðarnefnda mislíkaði. Kvartaði Ingimundur til úrskurðarnefndar lögmannafélagsins sem áminnti Jón Steinar vegna brots á siðareglum. Jón Steinar höfðaði dómsmál til ógildingar á úrskurðinum en því var hafnað í maí. Málskostnaður var látinn niður falla. Í tengslum við rekstur dómsmálsins óskaði Jón Steinar eftir því að kostnaður við það yrði greiddur af tryggingafélagi sínu en í fjölskyldutryggingu hans var innifalin málskostnaðartrygging. Félagið hafnaði greiðsluskyldu þar sem tryggingin tæki ekki til ágreinings sem væri í tengslum við atvinnu hins vátryggða. Jón Steinar taldi á móti að ummælin hefðu fallið eftir að lögfræðilegum erindum við dómstjórann var lokið og að þau tengdust ekki vinnu hans heldur tjáningarfrelsi einstaklinga. ÚRVá féllst á rök félagsins og sagði að ummælin væru alfarið komin til vegna lögmannsstarfa. Því ætti Jón Steinar ekki rétt á bótum úr málskostnaðartryggingunni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttarlögmaður, á ekki rétt á greiðslu úr málskostnaðartryggingu fjölskyldutryggingar sinnar vegna dómsmáls sem hann höfðaði til ógildingar áminningar sem hann hlaut hjá úrskurðarnefnd lögmanna. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum (ÚRVá). Í fyrra var Jón Steinar áminntur vegna ummæla sem hann lét falla í tölvupóstssamskiptum við Ingimund Einarsson, þáverandi dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur. Dómarinn fyrrverandi var ósáttur við synjun dómstjórans á beiðni um flýtimeðferð og lét orð falla sem þeim síðarnefnda mislíkaði. Kvartaði Ingimundur til úrskurðarnefndar lögmannafélagsins sem áminnti Jón Steinar vegna brots á siðareglum. Jón Steinar höfðaði dómsmál til ógildingar á úrskurðinum en því var hafnað í maí. Málskostnaður var látinn niður falla. Í tengslum við rekstur dómsmálsins óskaði Jón Steinar eftir því að kostnaður við það yrði greiddur af tryggingafélagi sínu en í fjölskyldutryggingu hans var innifalin málskostnaðartrygging. Félagið hafnaði greiðsluskyldu þar sem tryggingin tæki ekki til ágreinings sem væri í tengslum við atvinnu hins vátryggða. Jón Steinar taldi á móti að ummælin hefðu fallið eftir að lögfræðilegum erindum við dómstjórann var lokið og að þau tengdust ekki vinnu hans heldur tjáningarfrelsi einstaklinga. ÚRVá féllst á rök félagsins og sagði að ummælin væru alfarið komin til vegna lögmannsstarfa. Því ætti Jón Steinar ekki rétt á bótum úr málskostnaðartryggingunni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira