Eigi ekki að vera keppikefli að þyngja refsingu sakamanna með nafnbirtingum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. október 2018 12:36 Sigríður Andersen dómsmálaráðherra ræddi frumvarpsdrög sem lögð voru inn á samráðsgáttina í gær í Bítinu í morgun. vísir/hanna Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, segir að hún telji að það eigi ekki að vera sérstakt keppikefli að að þyngja refsingu dæmdra manna með því að birta opinberlega um aldur og ævi nöfn þeirra. Þá finnst henni að fólk eigi að velta því fyrir sér hvort að það eigi að vera hlutverk ríkisins að auka með þeim hætti við refsingu manna að enn sé hægt að fletta þeim upp hjá hinu opinbera, jafnvel 30 árum eftir að þeir hafa afplánað sinn dóm. Þetta kom fram í máli Sigríðar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi frumvarpsdrög sem lögð voru fram í samráðsgáttina í gær og snúa að breytingum á gildandi reglum um birtingu dóma.Ekki nafnleynd til verndar þeim dæmdu Í frumvarpsdrögunum er lagt til að nafnleyndar sé gætt í dómum og úrskurðum sakamála og að dómar sem varða persónuleg viðkvæm málefni verði ekki birtir. Er þar átt við dóma um lögræði, sifjar, erfðir og málefni barna, líkt og miðað er við í lögum í dag, en það er sem er nýtt í frumvarpsdrögunum er að lögin varðandi þetta myndu þá einnig ná til ofbeldis í nánum samböndum, nálgunarbanns og kynferðisbrota. „Í vinnu við aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu þá komu fram skýr sjónarmið eða ábendingar um það að umfjöllun fjölmiðla um kynferðisbrot og dóma í þeim eða málsmeðferðina reynist þolendum oft mjög þungbær. Þessi nafnleynd í þessum málum er ekki sett til að vernda hina dæmdu heldur þolendurna því það má mjög oft á dómum greina hverjir þolendur eru og vitni til dæmis líka,“ sagði Sigríður í Bítinu í morgun.Sigríður sagði frumvarpið lagt fram að ósk dómstólasýslunnar þar sem hún hafi bent á það að ekki væri nógu skýr heimild í lögum fyrir hana til að setja reglur um nafnleynd. Þá vanti samræmi varðandi nafnleynd í dómum.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRSamræmi skort á milli dómsstiga Sigríður sagði frumvarpið lagt fram að ósk dómstólasýslunnar þar sem hún hafi bent á það að ekki væri nógu skýr heimild í lögum fyrir hana til að setja reglur um nafnleynd. Þá vanti samræmi varðandi nafnleynd í dómum. „Í dag er þetta ekki alveg samræmt á milli dómsstiga. Hæstiréttur hefur sett sér sínar reglur um nafnleynd, Landsréttur setti sér sínar reglur en í lögum er kveðið á um nafnleynd í þessum málum varðandi héraðsdómstóla,“ sagði Sigríður. Vernda þurfi viðkvæmar persónuupplýsingar með því að nafnhreinsa dóma en það hafi hins vegar oft gerst að misbrestur hafi orðið þar á. „Það þurfi að vernda viðkvæmar persónuupplýsingar eins og hefur verið gert hingað til það er að segja dómar hafa verið nafnhreinsaðir. Það sem hefur hins vegar oft gerst, svo fellur Hæstaréttardómur í þeim málum sem hefur verið áfrýjað og þá er allur héraðsdómurinn birtur og það hafa verið nokkur brögð að því að það fellur niður nafnhreinsun og/eða Hæstiréttur hefur ekki gætt nógu vel að sér að taka út málefni út sem rétt og eðlilegt er að leynt skuli fara. Og það hefur valdið fórnarlömbum eða einstaklingum skaða, tjóni, miska,“ sagði Sigríður. Bætti hún við að þetta hefði gerst alltof oft að hennar mati og hefði hún gert athugasemdir við það. Eitt gangi yfir alla „Það sem er síðan nýtt í þessu líka og ég skil vel að menn spyrji af hverju þetta sé og það er bara fínt að eiga samtal um það að það er lagt til að allir dómar í sakamálum þá skuli gæta nafnleyndar um þá sem þar eru greindir, ekki bara þar sem þolandinn gæti orðið fyrir einhverjum miska að verða greindur.“ Hugsunin væri sú að eitt ætti yfir alla að ganga í þessum efnum og að þá eigi að nafngreina hvorki hinn ákærða þótt hann verði dæmdur né vitni eða aðra sem koma fyrir dóminn. „Menn eru dregnir fyrir dóm í sakamálum og fá bara dóm um fangelsisvist. Það að mínu mati á ekki að vera sérstakt keppikefli að þyngja þá refsingu eitthvað með því að birta opinberlega um aldur og ævi nöfn þessara manna,“ sagði Sigríður og benti á að ekki væri með þessu verið að taka fyrir að fjölmiðlar geti fjallað um einstök sakamál. „Fjölmiðlar munu alveg hafa aðgang að sakamálum og flest sakamál eru opin réttarhöld, ekki þó öll, þannig að menn hafa alveg aðgang til að fjalla um þessi mál. En mér finnst að fólk eigi að velta því fyrir sér hvort það eigi að vera hlutverk ríkisins að auka þannig með þessum hætti á refsingu manna að þegar menn eru búnir að afplána sinn dóm, segjum 30 árum síðar, að það sé ennþá hægt á einhverjum lista hjá hinu opinbera að fletta þeim upp. Sakaskráin er bara orðin opinber,“ sagði Sigríður en hlusta má á viðtalið við hana í Bítinu í spilaranum hér í fréttinni. Tengdar fréttir Segir leyndina þjóna þeim sem hafa eitthvað að fela Formaður Blaðamannafélags Íslands segir frumvarp dómsmálaráðherra um að birta ekki dóma í ákveðnum málum og koma á nafnleynd í sakamálum vera afturför. 23. október 2018 11:17 Sakamenn ekki nafngreindir verði fyrirhugað frumvarp að lögum Í drögum að frumvarpi Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra er lagt til að dómar sem varða viðkvæm persónuleg málefni verði ekki birtir. 22. október 2018 21:37 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Sjá meira
Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, segir að hún telji að það eigi ekki að vera sérstakt keppikefli að að þyngja refsingu dæmdra manna með því að birta opinberlega um aldur og ævi nöfn þeirra. Þá finnst henni að fólk eigi að velta því fyrir sér hvort að það eigi að vera hlutverk ríkisins að auka með þeim hætti við refsingu manna að enn sé hægt að fletta þeim upp hjá hinu opinbera, jafnvel 30 árum eftir að þeir hafa afplánað sinn dóm. Þetta kom fram í máli Sigríðar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi frumvarpsdrög sem lögð voru fram í samráðsgáttina í gær og snúa að breytingum á gildandi reglum um birtingu dóma.Ekki nafnleynd til verndar þeim dæmdu Í frumvarpsdrögunum er lagt til að nafnleyndar sé gætt í dómum og úrskurðum sakamála og að dómar sem varða persónuleg viðkvæm málefni verði ekki birtir. Er þar átt við dóma um lögræði, sifjar, erfðir og málefni barna, líkt og miðað er við í lögum í dag, en það er sem er nýtt í frumvarpsdrögunum er að lögin varðandi þetta myndu þá einnig ná til ofbeldis í nánum samböndum, nálgunarbanns og kynferðisbrota. „Í vinnu við aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu þá komu fram skýr sjónarmið eða ábendingar um það að umfjöllun fjölmiðla um kynferðisbrot og dóma í þeim eða málsmeðferðina reynist þolendum oft mjög þungbær. Þessi nafnleynd í þessum málum er ekki sett til að vernda hina dæmdu heldur þolendurna því það má mjög oft á dómum greina hverjir þolendur eru og vitni til dæmis líka,“ sagði Sigríður í Bítinu í morgun.Sigríður sagði frumvarpið lagt fram að ósk dómstólasýslunnar þar sem hún hafi bent á það að ekki væri nógu skýr heimild í lögum fyrir hana til að setja reglur um nafnleynd. Þá vanti samræmi varðandi nafnleynd í dómum.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRSamræmi skort á milli dómsstiga Sigríður sagði frumvarpið lagt fram að ósk dómstólasýslunnar þar sem hún hafi bent á það að ekki væri nógu skýr heimild í lögum fyrir hana til að setja reglur um nafnleynd. Þá vanti samræmi varðandi nafnleynd í dómum. „Í dag er þetta ekki alveg samræmt á milli dómsstiga. Hæstiréttur hefur sett sér sínar reglur um nafnleynd, Landsréttur setti sér sínar reglur en í lögum er kveðið á um nafnleynd í þessum málum varðandi héraðsdómstóla,“ sagði Sigríður. Vernda þurfi viðkvæmar persónuupplýsingar með því að nafnhreinsa dóma en það hafi hins vegar oft gerst að misbrestur hafi orðið þar á. „Það þurfi að vernda viðkvæmar persónuupplýsingar eins og hefur verið gert hingað til það er að segja dómar hafa verið nafnhreinsaðir. Það sem hefur hins vegar oft gerst, svo fellur Hæstaréttardómur í þeim málum sem hefur verið áfrýjað og þá er allur héraðsdómurinn birtur og það hafa verið nokkur brögð að því að það fellur niður nafnhreinsun og/eða Hæstiréttur hefur ekki gætt nógu vel að sér að taka út málefni út sem rétt og eðlilegt er að leynt skuli fara. Og það hefur valdið fórnarlömbum eða einstaklingum skaða, tjóni, miska,“ sagði Sigríður. Bætti hún við að þetta hefði gerst alltof oft að hennar mati og hefði hún gert athugasemdir við það. Eitt gangi yfir alla „Það sem er síðan nýtt í þessu líka og ég skil vel að menn spyrji af hverju þetta sé og það er bara fínt að eiga samtal um það að það er lagt til að allir dómar í sakamálum þá skuli gæta nafnleyndar um þá sem þar eru greindir, ekki bara þar sem þolandinn gæti orðið fyrir einhverjum miska að verða greindur.“ Hugsunin væri sú að eitt ætti yfir alla að ganga í þessum efnum og að þá eigi að nafngreina hvorki hinn ákærða þótt hann verði dæmdur né vitni eða aðra sem koma fyrir dóminn. „Menn eru dregnir fyrir dóm í sakamálum og fá bara dóm um fangelsisvist. Það að mínu mati á ekki að vera sérstakt keppikefli að þyngja þá refsingu eitthvað með því að birta opinberlega um aldur og ævi nöfn þessara manna,“ sagði Sigríður og benti á að ekki væri með þessu verið að taka fyrir að fjölmiðlar geti fjallað um einstök sakamál. „Fjölmiðlar munu alveg hafa aðgang að sakamálum og flest sakamál eru opin réttarhöld, ekki þó öll, þannig að menn hafa alveg aðgang til að fjalla um þessi mál. En mér finnst að fólk eigi að velta því fyrir sér hvort það eigi að vera hlutverk ríkisins að auka þannig með þessum hætti á refsingu manna að þegar menn eru búnir að afplána sinn dóm, segjum 30 árum síðar, að það sé ennþá hægt á einhverjum lista hjá hinu opinbera að fletta þeim upp. Sakaskráin er bara orðin opinber,“ sagði Sigríður en hlusta má á viðtalið við hana í Bítinu í spilaranum hér í fréttinni.
Tengdar fréttir Segir leyndina þjóna þeim sem hafa eitthvað að fela Formaður Blaðamannafélags Íslands segir frumvarp dómsmálaráðherra um að birta ekki dóma í ákveðnum málum og koma á nafnleynd í sakamálum vera afturför. 23. október 2018 11:17 Sakamenn ekki nafngreindir verði fyrirhugað frumvarp að lögum Í drögum að frumvarpi Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra er lagt til að dómar sem varða viðkvæm persónuleg málefni verði ekki birtir. 22. október 2018 21:37 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Sjá meira
Segir leyndina þjóna þeim sem hafa eitthvað að fela Formaður Blaðamannafélags Íslands segir frumvarp dómsmálaráðherra um að birta ekki dóma í ákveðnum málum og koma á nafnleynd í sakamálum vera afturför. 23. október 2018 11:17
Sakamenn ekki nafngreindir verði fyrirhugað frumvarp að lögum Í drögum að frumvarpi Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra er lagt til að dómar sem varða viðkvæm persónuleg málefni verði ekki birtir. 22. október 2018 21:37