LeBron enn í leit að sínum fyrsta sigri með Lakers Arnar Geir Halldórsson skrifar 23. október 2018 07:30 Brekka vísir/getty Níu leikir voru á dagskrá NBA deildarinnar í nótt þar sem aðalfjörið var í Staples Center í Los Angeles en LeBron James og félagar í LA Lakers eru án sigurs eftir þrjá leiki. Það stóð ansi tæpt í nótt því Lakers tapaði með minnsta mun fyrir San Antonio Spurs eftir framlengdan leik, 142-143. LeBron sýndi snilli sína þegar hann kom leiknum í framlengingu með þriggja stiga körfu á lokasekúndum venjulegs leiktíma en reyndist svo skúrkurinn á lokasekúndunum framlengingarinnar þegar Lakers kastaði frá sér sigrinum. Þar klúðraði kappinn meðal annars tveimur vítaskotum sem hefðu getað farið langt með að tryggja Lakers sinn fyrsta sigur. LeBron var næststigahæstur í liði Lakers með 32 stig auk þess að gefa 14 stoðsendingar en Kyle Kuzma var stigahæstur með 37 stig. DeMar Derozan skilaði nákvæmlega sömu línu og LeBron, 32 stig, 8 fráköst og 14 stoðsendingar en LaMarcus Aldridge var stighahæstur hjá Spurs með 37 stig. Það var sömuleiðis dramatík í Portland þar sem Portland Trail Blazers tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu gegn Washington Wizards. Þar var einnig framlengt og vann Wizards að lokum með minnsta mun, 124-125. Meistarar Golden State Warriors komust aftur á sigurbraut með öruggum sigri á Phoenix Suns og í Austurdeildinni eru Toronto Raptors og Milwaukee Bucks enn taplausir. Boston Celtics tapaði hins vegar á heimavelli fyrir Orlando Magic.Úrslit næturinnarBoston Celtics 90-93 Orlando Magic Toronto Raptors 127-106 Charlotte Hornets Milwaukee Bucks 124-113 New York Knicks Minnesota Timberwolves 101-91 Indiana Pacers Dallas Mavericks 115-109 Chicago Bulls Utah Jazz 84-92 Memphis Grizzlies Portland Trail Blazers 124-125 Washington Wizards Golden State Warriors 123-103 Phoenix Suns Los Angeles Lakers 142-143 San Antonio Spurs NBA Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin: Báðar Bónus deildirnar og Liverpool Sport Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Fleiri fréttir Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Norðankonur áfram fullkomnar á heimavelli Uppgjör og viðtöl: Aþena - Haukar 64-77 | Haukakonur á toppinn Tindastólsstelpur skoruðu þrjátíu stig í röð Ræddu mögulegan þjálfarakapal milli Bónusdeildanna Kláraði NBA regnbogann eins og Shaq Álftnesingar semja við leikmann sem á að baki 72 leiki í NBA Friðrik Ingi hættur með Keflavíkurkonur Blóðtaka fyrir Njarðvík „Dætur mínar eru meiri Íslendingar heldur en Makedónar“ Troðslur áberandi í tilþrifum vikunnar Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 98-88 | Dinkins sökkti Keflvíkingum Tryggvi í algjöru aðalhlutverki Lokaþáttur Kanans: Hetjan á Króknum og flugumferðarstjórinn Tengist Diddy persónulegu leyfi LeBron James? „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Sjá meira
Níu leikir voru á dagskrá NBA deildarinnar í nótt þar sem aðalfjörið var í Staples Center í Los Angeles en LeBron James og félagar í LA Lakers eru án sigurs eftir þrjá leiki. Það stóð ansi tæpt í nótt því Lakers tapaði með minnsta mun fyrir San Antonio Spurs eftir framlengdan leik, 142-143. LeBron sýndi snilli sína þegar hann kom leiknum í framlengingu með þriggja stiga körfu á lokasekúndum venjulegs leiktíma en reyndist svo skúrkurinn á lokasekúndunum framlengingarinnar þegar Lakers kastaði frá sér sigrinum. Þar klúðraði kappinn meðal annars tveimur vítaskotum sem hefðu getað farið langt með að tryggja Lakers sinn fyrsta sigur. LeBron var næststigahæstur í liði Lakers með 32 stig auk þess að gefa 14 stoðsendingar en Kyle Kuzma var stigahæstur með 37 stig. DeMar Derozan skilaði nákvæmlega sömu línu og LeBron, 32 stig, 8 fráköst og 14 stoðsendingar en LaMarcus Aldridge var stighahæstur hjá Spurs með 37 stig. Það var sömuleiðis dramatík í Portland þar sem Portland Trail Blazers tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu gegn Washington Wizards. Þar var einnig framlengt og vann Wizards að lokum með minnsta mun, 124-125. Meistarar Golden State Warriors komust aftur á sigurbraut með öruggum sigri á Phoenix Suns og í Austurdeildinni eru Toronto Raptors og Milwaukee Bucks enn taplausir. Boston Celtics tapaði hins vegar á heimavelli fyrir Orlando Magic.Úrslit næturinnarBoston Celtics 90-93 Orlando Magic Toronto Raptors 127-106 Charlotte Hornets Milwaukee Bucks 124-113 New York Knicks Minnesota Timberwolves 101-91 Indiana Pacers Dallas Mavericks 115-109 Chicago Bulls Utah Jazz 84-92 Memphis Grizzlies Portland Trail Blazers 124-125 Washington Wizards Golden State Warriors 123-103 Phoenix Suns Los Angeles Lakers 142-143 San Antonio Spurs
NBA Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin: Báðar Bónus deildirnar og Liverpool Sport Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Fleiri fréttir Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Norðankonur áfram fullkomnar á heimavelli Uppgjör og viðtöl: Aþena - Haukar 64-77 | Haukakonur á toppinn Tindastólsstelpur skoruðu þrjátíu stig í röð Ræddu mögulegan þjálfarakapal milli Bónusdeildanna Kláraði NBA regnbogann eins og Shaq Álftnesingar semja við leikmann sem á að baki 72 leiki í NBA Friðrik Ingi hættur með Keflavíkurkonur Blóðtaka fyrir Njarðvík „Dætur mínar eru meiri Íslendingar heldur en Makedónar“ Troðslur áberandi í tilþrifum vikunnar Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 98-88 | Dinkins sökkti Keflvíkingum Tryggvi í algjöru aðalhlutverki Lokaþáttur Kanans: Hetjan á Króknum og flugumferðarstjórinn Tengist Diddy persónulegu leyfi LeBron James? „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Sjá meira