Lokkum tæknifyrirtækin til Íslands Smári McCarthy skrifar 8. mars 2018 07:00 Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna, FCC, hefur afnumið reglur þar í landi um nethlutleysi. Nethlutleysi er sú hugmynd að upplýsingar sem flæða um fjarskiptanet eigi jafnan forgang, ferðist jafn hratt, og berist jafn örugglega þangað sem því er ætlað, óháð uppruna, efnisinnihaldi eða áfangastað. Þessar reglur tryggja öllum jafnan tilvistarrétt á netinu, en án þeirra er hætta á að stærri fyrirtækjum sé gert hærra undir höfði en þeim sem síður geta greitt fyrir forgangsþjónustu, að keppinautum sé bolað út af hlutum netsins, og að neytendur þurfi að fara að velja sér „pakka“ með ákveðnum vefsíðum eða þjónustum, en borga meira fyrir aðgang að hinu opna neti.Nethlutleysi er grundvöllurinn Að brjóta gegn nethlutleysi er að brjóta gegn grundvallarhönnun internetsins. Sem betur fer er nethlutleysi á Íslandi tryggt með lögum sem útfærðu Evróputilskipun. Þeim reglum verður ekki kippt úr sambandi af hentisemisákvörðun einnar stofnunar. En þessi kúvending á rekstrarumhverfi tæknifyrirtækja í Bandaríkjunum fær mann til að spyrja sig hvers konar umhverfi fyrirtæki þurfa til að geta vegnað vel í dag. Þessara spurninga eru ansi margir farnir að spyrja sig í alþjóðlegu samhengi. Í Bretlandi eru þúsundir tæknifyrirtækja sem mörg hver eiga tilvist sína undir óheftum aðgangi að Evrópumarkaði. Brexit opnar spurningu gagnvart þeim fyrirtækjum, eins og afnám nethlutleysis í fyrirtækjum í Bandaríkjunum, hvort ekki sé tímabært að hugsa sér til hreyfings.Við getum betur Flest þessara fyrirtækja gætu tæknilega séð starfað hvar sem er, en þau þurfa örfáa hluti í starfsumhverfi sínu. Aðgangur að mörkuðum er lykilatriði. Nethlutleysi skiptir töluverðu máli fyrir flest tæknifyrirtæki. Þá skiptir máli að hafa öruggt rafmagn og hratt net, vel menntað vinnuafl, og flest kunna best við sig í umhverfi þar sem er góður stuðningur vegna rannsókna og þróunar, auðvelt að fá atvinnuleyfi fyrir sérfræðinga sem og maka þeirra, góðir alþjóðlega vottaðir skólar fyrir börnin og frjálslynt lagaumhverfi almennt. Ísland uppfyllir mörg þessara skilyrða, en ekki öll. Við getum augljóslega gert betur. En það er til mikils að vinna. Flest fyrirtækjanna sem ákveða að færa sig um set munu enda á stöðum eins og Berlín, Amsterdam og Stokkhólmi, en einhver þeirra munu fara annað. Orðstír Íslands alþjóðlega er gríðarlega jákvæður, og ég held að með fáeinum úrbótum á starfsumhverfi fyrirtækja megi lokka til landsins áhugaverð fyrirtæki og stórar fjárfestingar með þeim. Auðvitað eigum við ekki að vera eftirbátar annarra landa í þessum efnum. Við þurfum að bæta stuðningsregluverkið fyrir nýsköpunarfyrirtæki, að tryggja alþjóðlega vottun íslenskra grunnskóla, einfalda ferlið við að flytja til Íslands, og setja afl í beina markaðssetningu á Íslandi sem heppilegri bækistöð fyrir fyrirtækin sem munu móta framtíðina.Höfundur er þingmaður Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Smári McCarthy Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna, FCC, hefur afnumið reglur þar í landi um nethlutleysi. Nethlutleysi er sú hugmynd að upplýsingar sem flæða um fjarskiptanet eigi jafnan forgang, ferðist jafn hratt, og berist jafn örugglega þangað sem því er ætlað, óháð uppruna, efnisinnihaldi eða áfangastað. Þessar reglur tryggja öllum jafnan tilvistarrétt á netinu, en án þeirra er hætta á að stærri fyrirtækjum sé gert hærra undir höfði en þeim sem síður geta greitt fyrir forgangsþjónustu, að keppinautum sé bolað út af hlutum netsins, og að neytendur þurfi að fara að velja sér „pakka“ með ákveðnum vefsíðum eða þjónustum, en borga meira fyrir aðgang að hinu opna neti.Nethlutleysi er grundvöllurinn Að brjóta gegn nethlutleysi er að brjóta gegn grundvallarhönnun internetsins. Sem betur fer er nethlutleysi á Íslandi tryggt með lögum sem útfærðu Evróputilskipun. Þeim reglum verður ekki kippt úr sambandi af hentisemisákvörðun einnar stofnunar. En þessi kúvending á rekstrarumhverfi tæknifyrirtækja í Bandaríkjunum fær mann til að spyrja sig hvers konar umhverfi fyrirtæki þurfa til að geta vegnað vel í dag. Þessara spurninga eru ansi margir farnir að spyrja sig í alþjóðlegu samhengi. Í Bretlandi eru þúsundir tæknifyrirtækja sem mörg hver eiga tilvist sína undir óheftum aðgangi að Evrópumarkaði. Brexit opnar spurningu gagnvart þeim fyrirtækjum, eins og afnám nethlutleysis í fyrirtækjum í Bandaríkjunum, hvort ekki sé tímabært að hugsa sér til hreyfings.Við getum betur Flest þessara fyrirtækja gætu tæknilega séð starfað hvar sem er, en þau þurfa örfáa hluti í starfsumhverfi sínu. Aðgangur að mörkuðum er lykilatriði. Nethlutleysi skiptir töluverðu máli fyrir flest tæknifyrirtæki. Þá skiptir máli að hafa öruggt rafmagn og hratt net, vel menntað vinnuafl, og flest kunna best við sig í umhverfi þar sem er góður stuðningur vegna rannsókna og þróunar, auðvelt að fá atvinnuleyfi fyrir sérfræðinga sem og maka þeirra, góðir alþjóðlega vottaðir skólar fyrir börnin og frjálslynt lagaumhverfi almennt. Ísland uppfyllir mörg þessara skilyrða, en ekki öll. Við getum augljóslega gert betur. En það er til mikils að vinna. Flest fyrirtækjanna sem ákveða að færa sig um set munu enda á stöðum eins og Berlín, Amsterdam og Stokkhólmi, en einhver þeirra munu fara annað. Orðstír Íslands alþjóðlega er gríðarlega jákvæður, og ég held að með fáeinum úrbótum á starfsumhverfi fyrirtækja megi lokka til landsins áhugaverð fyrirtæki og stórar fjárfestingar með þeim. Auðvitað eigum við ekki að vera eftirbátar annarra landa í þessum efnum. Við þurfum að bæta stuðningsregluverkið fyrir nýsköpunarfyrirtæki, að tryggja alþjóðlega vottun íslenskra grunnskóla, einfalda ferlið við að flytja til Íslands, og setja afl í beina markaðssetningu á Íslandi sem heppilegri bækistöð fyrir fyrirtækin sem munu móta framtíðina.Höfundur er þingmaður Pírata
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun