Nýkjörinn formaður boðar breytta tíma Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. mars 2018 06:00 Sólveig segir að hin róttæka orðræða B-listans höfði vel til fólksins í Eflingu. Hún er boðberi breytinga í verkalýðsbaráttunni. Vísir/Anton „Þegar ég ákvað að slá til þá ákvað ég að ég vildi ekki einu sinni vita hvað svona verkalýðsforkólfur er með í laun. En ég er væntanlega að fara að hækka eitthvað hressilega, já,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, starfsmaður á leikskóla og nýkjörinn formaður Eflingar, spurð hvort hún muni ekki hækka í launum þegar hún tekur við formennskunni á aðalfundi félagsins 26. apríl. Hún segist ekki heldur hafa kannað eftir að niðurstaðan varð ljós hver laun hennar yrðu. „Ég er ekki einu sinni búin að sofa almennilega.“ Meirihluti félagsmanna í ASÍ er félagsmenn VR og Eflingar og munu því væntanlega eiga meirihluta fulltrúa á sambandsþingi ASÍ sem fer fram í haust. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur sagt í samtali við Fréttablaðið að hann geti hugsað sér að beita sér fyrir hallarbyltingu í ASÍ, eða að VR segi sig úr samtökunum. Sólveig segist ekki vera farin að leiða hugann að því hvort hún sjái fyrir sér breytingar á forystu ASÍ í kjölfar breytinga á stjórn Eflingar. „Núna erum við bara að njóta þessarar sigurstundar. Við erum bara enn þá þar. Ekki aðeins vinnum við þessa kosningu heldur vinnum við yfirburðasigur. Sem segir okkur það að ekki einungis langaði fólk í breytingar heldur höfðar orðræða okkar, þessi róttæka orðræða, rosalega sterkt til fólks þegar henni er beitt. Við lítum því þannig á að við séum með sterkt umboð frá meðlimum. Það gefur náttúrlega augaleið að það verður ekki fetuð sama braut og það eru miklar breytingar í vændum,“ segir Sólveig. B-listinn, framboð Sólveigar og félaga hennar, hlaut 80 prósent greiddra atkvæða í Eflingarkosningunum. Sólveig segir að yfirburðirnir hafi komið sér og öðrum frambjóðendum B-listans á óvart. „Ég átti nú ekki von á þessu. Ég verð að viðurkenna það, en við vorum farin að leyfa okkur að vera bjartsýn,“ segir Sólveig. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Í skýjunum en verður mætt á leikskólann í fyrramálið til að gefa börnunum lýsi Þetta er rosalegt, segir Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörinn formaður stéttarfélagsins Eflingar. 7. mars 2018 00:42 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
„Þegar ég ákvað að slá til þá ákvað ég að ég vildi ekki einu sinni vita hvað svona verkalýðsforkólfur er með í laun. En ég er væntanlega að fara að hækka eitthvað hressilega, já,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, starfsmaður á leikskóla og nýkjörinn formaður Eflingar, spurð hvort hún muni ekki hækka í launum þegar hún tekur við formennskunni á aðalfundi félagsins 26. apríl. Hún segist ekki heldur hafa kannað eftir að niðurstaðan varð ljós hver laun hennar yrðu. „Ég er ekki einu sinni búin að sofa almennilega.“ Meirihluti félagsmanna í ASÍ er félagsmenn VR og Eflingar og munu því væntanlega eiga meirihluta fulltrúa á sambandsþingi ASÍ sem fer fram í haust. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur sagt í samtali við Fréttablaðið að hann geti hugsað sér að beita sér fyrir hallarbyltingu í ASÍ, eða að VR segi sig úr samtökunum. Sólveig segist ekki vera farin að leiða hugann að því hvort hún sjái fyrir sér breytingar á forystu ASÍ í kjölfar breytinga á stjórn Eflingar. „Núna erum við bara að njóta þessarar sigurstundar. Við erum bara enn þá þar. Ekki aðeins vinnum við þessa kosningu heldur vinnum við yfirburðasigur. Sem segir okkur það að ekki einungis langaði fólk í breytingar heldur höfðar orðræða okkar, þessi róttæka orðræða, rosalega sterkt til fólks þegar henni er beitt. Við lítum því þannig á að við séum með sterkt umboð frá meðlimum. Það gefur náttúrlega augaleið að það verður ekki fetuð sama braut og það eru miklar breytingar í vændum,“ segir Sólveig. B-listinn, framboð Sólveigar og félaga hennar, hlaut 80 prósent greiddra atkvæða í Eflingarkosningunum. Sólveig segir að yfirburðirnir hafi komið sér og öðrum frambjóðendum B-listans á óvart. „Ég átti nú ekki von á þessu. Ég verð að viðurkenna það, en við vorum farin að leyfa okkur að vera bjartsýn,“ segir Sólveig.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Í skýjunum en verður mætt á leikskólann í fyrramálið til að gefa börnunum lýsi Þetta er rosalegt, segir Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörinn formaður stéttarfélagsins Eflingar. 7. mars 2018 00:42 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Í skýjunum en verður mætt á leikskólann í fyrramálið til að gefa börnunum lýsi Þetta er rosalegt, segir Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörinn formaður stéttarfélagsins Eflingar. 7. mars 2018 00:42