Það er hægt að byggja á þessu Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. september 2018 08:30 Sænsku varnarmennirnir beittu ýmsum brögðum til að stöðva Lovísu Thompson sem lék afar vel. Fréttablaðið/Ernir Íslenska kvennalandsliðið í handbolta þurfti að sætta sig við svekkjandi 25-26 tap gegn sterku liði Svíþjóðar í æfingarleik í gærkvöld. Stelpurnar okkar fengu nokkur tækifæri til að jafna leikinn á lokamínútu hans en fóru illa með góð færi þegar þau gáfust. Þetta var fyrri vináttulandsleikur þjóðanna en þær mætast aftur á morgun. Leikirnir eru hluti af undirbúningi Íslands fyrir undankeppni HM 2019 sem hefst í Makedóníu í nóvember. Ísland hefur ekki komist á stórmót í sex ár og spreytti sig gegn einu af sterkustu liðum heims í gær. Svíar virtust ekki vera tilbúnir að mæta hörkunni í íslenska varnarleiknum í fyrri hálfleik og átti Ísland góðan kafla undir lok hálfleiksins sem skilaði 15-13 forskoti þegar liðin gengu til búningsklefa. Góður kafli Svía í upphafi seinni hálfleiks gat gert út um leikinn en íslenska liðið neitaði að gefast upp. Þær áttu aðra eins rispu undir lok leiksins þegar þær skelltu í lás í varnarleiknum og hleyptu aðeins einu marki inn á síðustu níu mínútunum. Fengu þær þrjú færi til að jafna leikinn en fóru illa að ráði sínu. Axel Stefánsson, þjálfari liðsins, var ánægður með margt í gær. „Ég er mjög sáttur við frammistöðuna, hvernig við spilum út úr þessu þótt að ég sé svekktur með úrslitin. Maður þarf að geta greint á milli frammistöðu og úrslita, við áttum góðan möguleika á að vinna hér í kvöld en okkur tókst það ekki,“ sagði Axel og hélt áfram: „Við höfum verið að yngja upp hópinn og þetta var framhald af góðu starfi sem hefur verið unnið síðasta árið. Varnarleikurinn var öflugur eins og í síðustu leikjum þrátt fyrir að það séu þrír mánuðir síðan við vorum saman síðast, við þurfum alltaf að halda sama aga í varnarleiknum og við sýndum í kvöld. Það er hægt að byggja heilmargt á þessu.“ Sóknarleikurinn hefur átt það til að vera hausverkur íslenska liðsins en hann var sérstaklega öflugur í fyrri hálfleik. „Við erum að fá inn líkamlega sterkari leikmenn, það hefur verið talað um að það vanti í íslenska leikmenn að vera öflugir í einvígjum en í dag erum við með leikmenn sem þora að keyra á andstæðinga og bera enga virðingu fyrir þeim.“ Arna Sif Pálsdóttir, línumaðurinn öflugi, hrósaði spilamennsku liðsins þrátt fyrir tapið. „Ég vissi ekki við hverju ég ætti að búast af nýliðunum fyrir landsleikjahléið en það voru miklar framfarir í dag þrátt fyrir tapið og ég er ótrúlega ánægð með liðið. Við spiluðum fasta og góða vörn og vorum agaðar í sóknarleiknum sem hefur oft vantað hjá okkur.“ Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta þurfti að sætta sig við svekkjandi 25-26 tap gegn sterku liði Svíþjóðar í æfingarleik í gærkvöld. Stelpurnar okkar fengu nokkur tækifæri til að jafna leikinn á lokamínútu hans en fóru illa með góð færi þegar þau gáfust. Þetta var fyrri vináttulandsleikur þjóðanna en þær mætast aftur á morgun. Leikirnir eru hluti af undirbúningi Íslands fyrir undankeppni HM 2019 sem hefst í Makedóníu í nóvember. Ísland hefur ekki komist á stórmót í sex ár og spreytti sig gegn einu af sterkustu liðum heims í gær. Svíar virtust ekki vera tilbúnir að mæta hörkunni í íslenska varnarleiknum í fyrri hálfleik og átti Ísland góðan kafla undir lok hálfleiksins sem skilaði 15-13 forskoti þegar liðin gengu til búningsklefa. Góður kafli Svía í upphafi seinni hálfleiks gat gert út um leikinn en íslenska liðið neitaði að gefast upp. Þær áttu aðra eins rispu undir lok leiksins þegar þær skelltu í lás í varnarleiknum og hleyptu aðeins einu marki inn á síðustu níu mínútunum. Fengu þær þrjú færi til að jafna leikinn en fóru illa að ráði sínu. Axel Stefánsson, þjálfari liðsins, var ánægður með margt í gær. „Ég er mjög sáttur við frammistöðuna, hvernig við spilum út úr þessu þótt að ég sé svekktur með úrslitin. Maður þarf að geta greint á milli frammistöðu og úrslita, við áttum góðan möguleika á að vinna hér í kvöld en okkur tókst það ekki,“ sagði Axel og hélt áfram: „Við höfum verið að yngja upp hópinn og þetta var framhald af góðu starfi sem hefur verið unnið síðasta árið. Varnarleikurinn var öflugur eins og í síðustu leikjum þrátt fyrir að það séu þrír mánuðir síðan við vorum saman síðast, við þurfum alltaf að halda sama aga í varnarleiknum og við sýndum í kvöld. Það er hægt að byggja heilmargt á þessu.“ Sóknarleikurinn hefur átt það til að vera hausverkur íslenska liðsins en hann var sérstaklega öflugur í fyrri hálfleik. „Við erum að fá inn líkamlega sterkari leikmenn, það hefur verið talað um að það vanti í íslenska leikmenn að vera öflugir í einvígjum en í dag erum við með leikmenn sem þora að keyra á andstæðinga og bera enga virðingu fyrir þeim.“ Arna Sif Pálsdóttir, línumaðurinn öflugi, hrósaði spilamennsku liðsins þrátt fyrir tapið. „Ég vissi ekki við hverju ég ætti að búast af nýliðunum fyrir landsleikjahléið en það voru miklar framfarir í dag þrátt fyrir tapið og ég er ótrúlega ánægð með liðið. Við spiluðum fasta og góða vörn og vorum agaðar í sóknarleiknum sem hefur oft vantað hjá okkur.“
Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira