Gefur út nýja plötu eftir 12 ára hlé Guðný Hrönn skrifar 8. mars 2018 06:00 Hildur Vala er að senda frá sér nýja plötu sem ber heitið Geimvísindi. Vísirr/vilhelm Söngkonan Hildur Vala Einarsdóttir, sem margir muna eflaust eftir sem sigurvegara Idol-keppninnar árið 2005, hefur látið lítið fyrir sér fara síðastliðin 12 ár. En nú er hún komin aftur fram á sjónarsviðið með nýja plötu. Platan, sem heitir Geimvísindi, er hennar þriðja sólóplata. Spurð út í hvort nýja tónlistin sé frábrugðin þeirri sem hún hefur áður sent frá sér svarar Hildur hiklaust játandi. „Já. Söngröddin er auðvitað sú sama og það er eiginlega það eina sem nýja platan á sameiginlegt með þeim eldri,“ segir Hildur glöð í bragði. Beðin um að segja nánar frá nýju plötunni segir Hildur: „Þetta er fyrsta platan mín þar sem ég sem lögin og þess vegna er þetta sérstaklega ánægjulegt. Ég var miklu meira inni í öllu ferlinu í kringum gerð þessarar plötu en hinna tveggja. Manni er náttúrulega svo annt um manns eigin lög. En svo fékk ég að mestu leyti aðra til að semja textana. Ég á sem sagt tvo texta á plötunni en svo fékk ég til liðs við mig Dag Hjartarson, Hjalta Þorkelsson og Skúla Jónsson til að semja texta.“ Eins og áður sagði hefur Hildur verið lítið í sviðsljósinu undanfarin tólf ár. „Ég er búin að vera að mennta mig og eignast börn,“ segir Hildur spurð út í hvað hún hafi verið að bralla síðan hún gaf síðast út tónlist. „En ég hef samt alltaf verið að vinna í tónlist og kenna börnum tónlist, þó ég hafi ekki verið að gefa neitt út.“ Þegar blaðamaður náði tali af Hildi var hún nýkomin með nýju plötuna í hendurnar og var á leið á hljómsveitaræfingu. „Það verður gott að ljúka þessu ferli með útgáfutónleikunum sem verða haldnir á morgun. Þeir verða í Salnum í Kópavogi,“ segir Hildur spennt. „Ég hlakka til að flytja þetta nýja efni með hljómsveit, mér finnst það vera algjör lúxus. Að geta flutt sitt eigið efni á tónleikum með hljóðfæraleikurum. Bara algjör lúxus.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fleiri fréttir Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Sjá meira
Söngkonan Hildur Vala Einarsdóttir, sem margir muna eflaust eftir sem sigurvegara Idol-keppninnar árið 2005, hefur látið lítið fyrir sér fara síðastliðin 12 ár. En nú er hún komin aftur fram á sjónarsviðið með nýja plötu. Platan, sem heitir Geimvísindi, er hennar þriðja sólóplata. Spurð út í hvort nýja tónlistin sé frábrugðin þeirri sem hún hefur áður sent frá sér svarar Hildur hiklaust játandi. „Já. Söngröddin er auðvitað sú sama og það er eiginlega það eina sem nýja platan á sameiginlegt með þeim eldri,“ segir Hildur glöð í bragði. Beðin um að segja nánar frá nýju plötunni segir Hildur: „Þetta er fyrsta platan mín þar sem ég sem lögin og þess vegna er þetta sérstaklega ánægjulegt. Ég var miklu meira inni í öllu ferlinu í kringum gerð þessarar plötu en hinna tveggja. Manni er náttúrulega svo annt um manns eigin lög. En svo fékk ég að mestu leyti aðra til að semja textana. Ég á sem sagt tvo texta á plötunni en svo fékk ég til liðs við mig Dag Hjartarson, Hjalta Þorkelsson og Skúla Jónsson til að semja texta.“ Eins og áður sagði hefur Hildur verið lítið í sviðsljósinu undanfarin tólf ár. „Ég er búin að vera að mennta mig og eignast börn,“ segir Hildur spurð út í hvað hún hafi verið að bralla síðan hún gaf síðast út tónlist. „En ég hef samt alltaf verið að vinna í tónlist og kenna börnum tónlist, þó ég hafi ekki verið að gefa neitt út.“ Þegar blaðamaður náði tali af Hildi var hún nýkomin með nýju plötuna í hendurnar og var á leið á hljómsveitaræfingu. „Það verður gott að ljúka þessu ferli með útgáfutónleikunum sem verða haldnir á morgun. Þeir verða í Salnum í Kópavogi,“ segir Hildur spennt. „Ég hlakka til að flytja þetta nýja efni með hljómsveit, mér finnst það vera algjör lúxus. Að geta flutt sitt eigið efni á tónleikum með hljóðfæraleikurum. Bara algjör lúxus.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fleiri fréttir Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Sjá meira