Brjóta niður skaðlegar staðalímyndir um geðsjúkdóma Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. mars 2018 20:15 Sjö einstaklingar taka þátt í herferðinni #HUGUÐ. Myndir/Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir Í dag opnaði geðfræðslufélagið Hugrún nýja heimasíðu og fór samtímis af stað herferðin Huguð, til að vekja athygli á geðheilbrigði, geðsjúkdómum og setja þetta í mannlegt samhengi. Sjö einstaklingar taka þátt í þessari herferð, þar á meðal leikkonan Vala Kristín Eiríksdóttir, leikarinn og Snapchat áhrifavaldurinn Aron Mola og Hrefna Huld Jóhannsdóttir fyrrverandi landsliðskona í fótbolta. Hugrún er félag sem er rekið af sjálfboðaliðum sem eru allir háskólanemendur og hefur félagið það markmið að fræða ungt fólk um geðheilbrigði og geðsjúkdóma. Á nýrri heimasíðu félagsins sem opnaði í dag má finna ýmsan gagnlegan fróðleik. „Allt fræðsluefni á að vera á mannamáli, þetta átti ekki að vera einhver hátíðleg fræðsla um geðsjúkdóma heldur átti þetta að vera aðgengilegt. Sérstaklega fyrir þann hóp sem við erum svolítið að taka fræðslu fyrir, sem eru ungmenni,“ segir Elísabet Brynjarsdóttir formaður Hugrúnar í samtali við Vísi.Gefa geðsjúkdómum andlit Á nýju síðunni er einnig veftímarit sem inniheldur viðtöl við sjö einstaklinga sem eru með geðsjúkdóma. „Við vildum gefa eins mörgum geðsjúkdómum og við gátum andlit þannig að það væru myndbönd og viðtöl við einstaklinga sem eru með geðsjúkdóma á heimasíðunni til að setja þetta í mannlegra samhengi.“ Sjö áhugaverðir einstaklingar taka þátt í þessari herferð sem hefur fengið merkinguna #HUGUÐ. Aron Már Ólafsson opnar sig um þunglyndi og kvíða, Vala Kristín Eiríksdóttir talar um átröskun, þunglyndi og kvíða og Iðunn Garðarsdóttir segir frá sinni reynslu af áráttu- og þráhyggjuröskun. Tryggvi Ófeigsson er í viðtali um fíkn, Hrefna Huld talar um geðklofa og Ragnar Jón Ragnarsson Humi opnar sig um geðhvarfasýki. Sonja Björg Jóhannsdóttir segir frá sinni upplifun af því að vera aðstandandi einstaklings með geðsjúkdóm.Elísabet Brynjarsdóttir formaður Hugrúnar.Úr einkasafniFara í alla framhaldsskóla landsins Tíu manna hópur stofnaði félagið Hugrún en enn fleiri komu að því að þróa kennsluefnið og undirbúa verkefnið, allt háskólanemendur. „120 taka þátt í að sjá um fræðsluna í ár en við endurnýjum á hverju ári. Þetta er verkefni sem allir háskólanemendur geta tekið þátt í,“ segir Elísabet. Með því að leyfa fólki að kynnast einstaklingum með geðsjúkdóma og heyra þeirra sögur vonar hún að það opni kannski augu fólks. „Við erum svolítið að reyna að brjóta niður skaðlegar staðalímyndir.“Hugrún stendur í markvissri fræðslu í öllum framhaldsskólum landsins um geðsjúkdóma og geðheilbrigði. Núna í apríl lýkur félagið sínu markmiði að fara í alla framhaldsskóla landsins á árinu. Stefnir félagið næst á fræðslu fyrir grunnskólanemendur. Elísabet segir þetta gríðarlega mikilvægt málefni, þar sem börn þjáist líka vegna kvíða. „Það er lítið í boði fyrir framhaldsskóla og grunnskóla og þá ákváðum við að einblína fyrst á fyrstu árin í framhaldsskóla. Við fórum af stað með það og það gekk mjög vel, svo byrjuðu verkefnin bara að streyma inn og við fórum að halda fræðslu fyrir foreldrafélög og kennara og fleira.“Treysta á fjáröflun og styrki Þegar verkefnið var farið af stað kom í ljós að það væri mjög brýn þörf á fræðslu fyrir grunnskólanemendur og er félagið Hugrún nú að þróa kennsluefni fyrir grunnskóla í samstarfi við félagsmiðstöðvar. Elísabet segir að það verkefni gæti farið í stað í haust eða á næsta ári. „Það var líka þess vegna sem við fórum af stað í þessa herferð, til að vekja athygli á félaginu. Til þess að geta tæklað framhaldsskóla og grunnskóla þá þarf félagið að vera svolítið stórt. Þetta eru margir skólar á landinu og við viljum ekki mismuna eftir búsetu og viljum geta verið með fræðslu hvar sem er. Við leggjum okkur fram að bjóða upp á gjaldfrjálsa fræðslu. Til þess að geta gert þetta þurfum við á öllum styrkjum að halda.“ Félagið hefur hlotið styrki, meðal annars frá velferðarráðuneytinu og lýðheilsusjóði en treystir einnig á framlög og fjáraflanir eins og styrktartónleika sem þau ætla að halda í apríl. „Við treystum á svona viðburði og fjáraflanir og til dæmis Reykjavíkurmaraþonið og svona til að geta fjármagnað starfsemina okkar. Við erum níu manns sem sitjum í stjórninni og við erum öll í sjálfboðaliðastarfi, það er enginn í launuðu starfi og allur peningurinn rennur í málefnið og fræðsluna.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir forvarnir bjarga mannslífum Elísabet Brynjarsdóttir, formaður Hugrúnar geðfræðslufélags, segir forvarnir bjarga mannslífum. Hún segir mikilvægt að tryggja aðgengi að sálfræðingum því fræðsla og aðstoð geti skipt sköpum. 26. júní 2017 22:45 Það er hollt að gráta Aron Már Ólafsson, Orri Gunnlaugsson og Hildur Skúladóttir eru fólkið á bak við samtökin Allir gráta. Nýlega var opnað fyrir umsóknir í styrktarsjóð samtakanna sem þau hafa komið á laggirnar. 25. apríl 2017 13:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Í dag opnaði geðfræðslufélagið Hugrún nýja heimasíðu og fór samtímis af stað herferðin Huguð, til að vekja athygli á geðheilbrigði, geðsjúkdómum og setja þetta í mannlegt samhengi. Sjö einstaklingar taka þátt í þessari herferð, þar á meðal leikkonan Vala Kristín Eiríksdóttir, leikarinn og Snapchat áhrifavaldurinn Aron Mola og Hrefna Huld Jóhannsdóttir fyrrverandi landsliðskona í fótbolta. Hugrún er félag sem er rekið af sjálfboðaliðum sem eru allir háskólanemendur og hefur félagið það markmið að fræða ungt fólk um geðheilbrigði og geðsjúkdóma. Á nýrri heimasíðu félagsins sem opnaði í dag má finna ýmsan gagnlegan fróðleik. „Allt fræðsluefni á að vera á mannamáli, þetta átti ekki að vera einhver hátíðleg fræðsla um geðsjúkdóma heldur átti þetta að vera aðgengilegt. Sérstaklega fyrir þann hóp sem við erum svolítið að taka fræðslu fyrir, sem eru ungmenni,“ segir Elísabet Brynjarsdóttir formaður Hugrúnar í samtali við Vísi.Gefa geðsjúkdómum andlit Á nýju síðunni er einnig veftímarit sem inniheldur viðtöl við sjö einstaklinga sem eru með geðsjúkdóma. „Við vildum gefa eins mörgum geðsjúkdómum og við gátum andlit þannig að það væru myndbönd og viðtöl við einstaklinga sem eru með geðsjúkdóma á heimasíðunni til að setja þetta í mannlegra samhengi.“ Sjö áhugaverðir einstaklingar taka þátt í þessari herferð sem hefur fengið merkinguna #HUGUÐ. Aron Már Ólafsson opnar sig um þunglyndi og kvíða, Vala Kristín Eiríksdóttir talar um átröskun, þunglyndi og kvíða og Iðunn Garðarsdóttir segir frá sinni reynslu af áráttu- og þráhyggjuröskun. Tryggvi Ófeigsson er í viðtali um fíkn, Hrefna Huld talar um geðklofa og Ragnar Jón Ragnarsson Humi opnar sig um geðhvarfasýki. Sonja Björg Jóhannsdóttir segir frá sinni upplifun af því að vera aðstandandi einstaklings með geðsjúkdóm.Elísabet Brynjarsdóttir formaður Hugrúnar.Úr einkasafniFara í alla framhaldsskóla landsins Tíu manna hópur stofnaði félagið Hugrún en enn fleiri komu að því að þróa kennsluefnið og undirbúa verkefnið, allt háskólanemendur. „120 taka þátt í að sjá um fræðsluna í ár en við endurnýjum á hverju ári. Þetta er verkefni sem allir háskólanemendur geta tekið þátt í,“ segir Elísabet. Með því að leyfa fólki að kynnast einstaklingum með geðsjúkdóma og heyra þeirra sögur vonar hún að það opni kannski augu fólks. „Við erum svolítið að reyna að brjóta niður skaðlegar staðalímyndir.“Hugrún stendur í markvissri fræðslu í öllum framhaldsskólum landsins um geðsjúkdóma og geðheilbrigði. Núna í apríl lýkur félagið sínu markmiði að fara í alla framhaldsskóla landsins á árinu. Stefnir félagið næst á fræðslu fyrir grunnskólanemendur. Elísabet segir þetta gríðarlega mikilvægt málefni, þar sem börn þjáist líka vegna kvíða. „Það er lítið í boði fyrir framhaldsskóla og grunnskóla og þá ákváðum við að einblína fyrst á fyrstu árin í framhaldsskóla. Við fórum af stað með það og það gekk mjög vel, svo byrjuðu verkefnin bara að streyma inn og við fórum að halda fræðslu fyrir foreldrafélög og kennara og fleira.“Treysta á fjáröflun og styrki Þegar verkefnið var farið af stað kom í ljós að það væri mjög brýn þörf á fræðslu fyrir grunnskólanemendur og er félagið Hugrún nú að þróa kennsluefni fyrir grunnskóla í samstarfi við félagsmiðstöðvar. Elísabet segir að það verkefni gæti farið í stað í haust eða á næsta ári. „Það var líka þess vegna sem við fórum af stað í þessa herferð, til að vekja athygli á félaginu. Til þess að geta tæklað framhaldsskóla og grunnskóla þá þarf félagið að vera svolítið stórt. Þetta eru margir skólar á landinu og við viljum ekki mismuna eftir búsetu og viljum geta verið með fræðslu hvar sem er. Við leggjum okkur fram að bjóða upp á gjaldfrjálsa fræðslu. Til þess að geta gert þetta þurfum við á öllum styrkjum að halda.“ Félagið hefur hlotið styrki, meðal annars frá velferðarráðuneytinu og lýðheilsusjóði en treystir einnig á framlög og fjáraflanir eins og styrktartónleika sem þau ætla að halda í apríl. „Við treystum á svona viðburði og fjáraflanir og til dæmis Reykjavíkurmaraþonið og svona til að geta fjármagnað starfsemina okkar. Við erum níu manns sem sitjum í stjórninni og við erum öll í sjálfboðaliðastarfi, það er enginn í launuðu starfi og allur peningurinn rennur í málefnið og fræðsluna.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir forvarnir bjarga mannslífum Elísabet Brynjarsdóttir, formaður Hugrúnar geðfræðslufélags, segir forvarnir bjarga mannslífum. Hún segir mikilvægt að tryggja aðgengi að sálfræðingum því fræðsla og aðstoð geti skipt sköpum. 26. júní 2017 22:45 Það er hollt að gráta Aron Már Ólafsson, Orri Gunnlaugsson og Hildur Skúladóttir eru fólkið á bak við samtökin Allir gráta. Nýlega var opnað fyrir umsóknir í styrktarsjóð samtakanna sem þau hafa komið á laggirnar. 25. apríl 2017 13:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Segir forvarnir bjarga mannslífum Elísabet Brynjarsdóttir, formaður Hugrúnar geðfræðslufélags, segir forvarnir bjarga mannslífum. Hún segir mikilvægt að tryggja aðgengi að sálfræðingum því fræðsla og aðstoð geti skipt sköpum. 26. júní 2017 22:45
Það er hollt að gráta Aron Már Ólafsson, Orri Gunnlaugsson og Hildur Skúladóttir eru fólkið á bak við samtökin Allir gráta. Nýlega var opnað fyrir umsóknir í styrktarsjóð samtakanna sem þau hafa komið á laggirnar. 25. apríl 2017 13:00