Ríkisstjórnin boðar skattalagabreytingar Heimir Már Pétursson skrifar 7. september 2018 20:50 Ríkisstjórnin boðar skattalagabreytingar sem koma eigi lág og millitekjuhópum til góða. Þá mun samgönguáætlun til næstu ára loksins líta dagsins ljós á fyrstu dögum haustþings sem kemur saman á þriðjudag. Forsætisráðherra reiknar með að tekist verði á um nýtt frumvarp um veiðileyfagjöld. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar komu saman til ríkisráðsfundar með forseta Íslands á Bessastöðum klukkan fjögur í dag. Þetta var síðasti ríkisráðsfundurinn áður en Alþingi kemur saman á þriðjudag. Forsætisráðherra boðar skattalagabreytingar í fjárlagafrumvarpinu. „Fjárlögin verða auðvitað bara í takti við tiltölulega nýsamþykkta fjármálaáætlun og síðan verður auðvitað svokallaður tekjubandormur þar sem við munum sjá tilteknar ráðstafanir í skattamálum. Eins og boðað hafði verið í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í vor þá munu þær ekki síst snúast um lágtekjuhópa og lægri millitekjuhópa.“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Bessastöðum í dag. Mörg önnur stór mál munu setja svip sinn á haustþingið og ber fyrst að nefna samgönguáætlun sem beðið er með mikilli eftirvæntingu, þar sem mikil og stór verkefni bíða, bæði í nýframkvæmdum og viðhaldi víðs vegar um landið. Einnig má reikna með stórum og umdeildum málum frá öðrum ráðherrum. „Kannski þau stærstu hjá mér verða ekki á dagskrá fyrr en að loknum áramótum og þau verða endurskoðun á lögum um Seðlabanka Íslands en sjálf verð ég með mitt fyrsta mál, breytingu á lögum um umboðsmann barna þar sem tekið verður upp það nýmæli að halda barnaþing reglubundið.“ segir forsætisráðherra. Það má reikna með átökum um frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðigjöld en frumvarp atvinnuveganefndar um lækkun þeirra komst ekki í gegnum Alþingi á vorþinginu.„Enda fannst mer það sanngjarnt að Alþingi fengi meiri tíma til að ræða framtíðarfyrirkomulag veiðigjalda. Ráðherrann hefur núna verið að vinna að frumvarpi um það efni í sumar þannig ég á von á því að það auðvitað fari fyrir þingið en ég veit líka að það verður auðvitað tekist á um það eins og ávallt þegar veiðigjöld eru til umræðu á Alþingi.“Aðspurð hvort hún spái átakamiklu þingi segist Katrín vonast til þess að þingmenn nái saman um flest mál, þó að sjálfsögðu verði þau ekki sammála um allt. Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Ríkisstjórnin boðar skattalagabreytingar sem koma eigi lág og millitekjuhópum til góða. Þá mun samgönguáætlun til næstu ára loksins líta dagsins ljós á fyrstu dögum haustþings sem kemur saman á þriðjudag. Forsætisráðherra reiknar með að tekist verði á um nýtt frumvarp um veiðileyfagjöld. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar komu saman til ríkisráðsfundar með forseta Íslands á Bessastöðum klukkan fjögur í dag. Þetta var síðasti ríkisráðsfundurinn áður en Alþingi kemur saman á þriðjudag. Forsætisráðherra boðar skattalagabreytingar í fjárlagafrumvarpinu. „Fjárlögin verða auðvitað bara í takti við tiltölulega nýsamþykkta fjármálaáætlun og síðan verður auðvitað svokallaður tekjubandormur þar sem við munum sjá tilteknar ráðstafanir í skattamálum. Eins og boðað hafði verið í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í vor þá munu þær ekki síst snúast um lágtekjuhópa og lægri millitekjuhópa.“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Bessastöðum í dag. Mörg önnur stór mál munu setja svip sinn á haustþingið og ber fyrst að nefna samgönguáætlun sem beðið er með mikilli eftirvæntingu, þar sem mikil og stór verkefni bíða, bæði í nýframkvæmdum og viðhaldi víðs vegar um landið. Einnig má reikna með stórum og umdeildum málum frá öðrum ráðherrum. „Kannski þau stærstu hjá mér verða ekki á dagskrá fyrr en að loknum áramótum og þau verða endurskoðun á lögum um Seðlabanka Íslands en sjálf verð ég með mitt fyrsta mál, breytingu á lögum um umboðsmann barna þar sem tekið verður upp það nýmæli að halda barnaþing reglubundið.“ segir forsætisráðherra. Það má reikna með átökum um frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðigjöld en frumvarp atvinnuveganefndar um lækkun þeirra komst ekki í gegnum Alþingi á vorþinginu.„Enda fannst mer það sanngjarnt að Alþingi fengi meiri tíma til að ræða framtíðarfyrirkomulag veiðigjalda. Ráðherrann hefur núna verið að vinna að frumvarpi um það efni í sumar þannig ég á von á því að það auðvitað fari fyrir þingið en ég veit líka að það verður auðvitað tekist á um það eins og ávallt þegar veiðigjöld eru til umræðu á Alþingi.“Aðspurð hvort hún spái átakamiklu þingi segist Katrín vonast til þess að þingmenn nái saman um flest mál, þó að sjálfsögðu verði þau ekki sammála um allt.
Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira