Rýir sex þúsund fjár á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. nóvember 2018 19:45 Jón Bjarnason sauðfjárbóndi á bænum Skipholti í Hrunamannahreppi situr ekki auðum höndum þessa dagana því hann hefur tekið að sér að rýja sex þúsund fjár á Suðurlandi. Jón var nýlega á rýja í sauðskinnskónum sínum á bænum Brúnastöðum í Flóahreppi. Á Brúnastöðum eru þau Ágúst Ingi Ketilsson og Elín Magnúsdóttir með kúa og sauðfjárbúskap. Jón Bjarnason er mættur í fjárhúsið þeirra til að rýja en á bænum eru um 150 fjár, allt mjög fallegt fé. Ágúst Ingi og Elín hjálpast að við að koma með féð í hendurnar á Jóni áður en hann byrjar að rýja það en Jón fer á milli bæja og rýir fyrir bændur og búalið. „Þetta gengur út á að klippa kindina, það er nú svo einfalt, reyna að gera það sem best“, segir Jón. Hann er ótrúlega fljótur að rýja enda er hann að rýja að meðaltali um þrjátíu ær á klukkustund. „Nú er bara vertíð, þessi mánuður er alveg bókaður eins og hann leggur sig. Þetta er alls ekki erfitt í dag en það var það þegar ég var að byrja að rýja, þá var ég að drepast þegar ég fór á sofa á kvöldin en þetta er býsna þægilegt í dag“, bætir Jón við og segir rúninginn ekki reyna á bakið ef hann beitir líkamanum rétt. Jón að rýgja einn af lambhrútunum á Brúnastöðum.Magnús HlynurEn er einhver munu á því að rýja hvítar kindur og hins vegar t.d. svartar, mórauðar eða flekkóttar? „Það er alltaf best að rýja þessar hvítu, svörtu eru alltaf leiðinlegastar, sérstaklega ef maður endar á þeim því þá er oftast orðið dimmara í húsunum“. Jón reiknar með að rýja um sex þúsund fjár á næstu vikum fyrir sauðfjárbændur á Suðurlandi. Hann er í sérstöku skóm við rúninginn, sauðskinnsskóm eins og vera ber innan um sauðféð. Hrunamannahreppur Landbúnaður Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Sjá meira
Jón Bjarnason sauðfjárbóndi á bænum Skipholti í Hrunamannahreppi situr ekki auðum höndum þessa dagana því hann hefur tekið að sér að rýja sex þúsund fjár á Suðurlandi. Jón var nýlega á rýja í sauðskinnskónum sínum á bænum Brúnastöðum í Flóahreppi. Á Brúnastöðum eru þau Ágúst Ingi Ketilsson og Elín Magnúsdóttir með kúa og sauðfjárbúskap. Jón Bjarnason er mættur í fjárhúsið þeirra til að rýja en á bænum eru um 150 fjár, allt mjög fallegt fé. Ágúst Ingi og Elín hjálpast að við að koma með féð í hendurnar á Jóni áður en hann byrjar að rýja það en Jón fer á milli bæja og rýir fyrir bændur og búalið. „Þetta gengur út á að klippa kindina, það er nú svo einfalt, reyna að gera það sem best“, segir Jón. Hann er ótrúlega fljótur að rýja enda er hann að rýja að meðaltali um þrjátíu ær á klukkustund. „Nú er bara vertíð, þessi mánuður er alveg bókaður eins og hann leggur sig. Þetta er alls ekki erfitt í dag en það var það þegar ég var að byrja að rýja, þá var ég að drepast þegar ég fór á sofa á kvöldin en þetta er býsna þægilegt í dag“, bætir Jón við og segir rúninginn ekki reyna á bakið ef hann beitir líkamanum rétt. Jón að rýgja einn af lambhrútunum á Brúnastöðum.Magnús HlynurEn er einhver munu á því að rýja hvítar kindur og hins vegar t.d. svartar, mórauðar eða flekkóttar? „Það er alltaf best að rýja þessar hvítu, svörtu eru alltaf leiðinlegastar, sérstaklega ef maður endar á þeim því þá er oftast orðið dimmara í húsunum“. Jón reiknar með að rýja um sex þúsund fjár á næstu vikum fyrir sauðfjárbændur á Suðurlandi. Hann er í sérstöku skóm við rúninginn, sauðskinnsskóm eins og vera ber innan um sauðféð.
Hrunamannahreppur Landbúnaður Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Sjá meira