Sannfærandi sigur Shogun gæti mögulega tryggt titilbardaga Pétur Marinó Jónsson skrifar 22. júlí 2018 08:00 Vísir/Getty UFC er með bardagakvöld í Hamburg í dag þar sem aðalbardagi kvöldsins gæti óvænt skipað veigamikið hlutverk í léttþungavigtinni. Goðsögnin Mauricio ‘Shogun’ Rua mætir Anthony Smith í aðalbardaga kvöldsins í Hamburg. Hinn 36 ára gamli Shogun hefur óvænt unnið þrjá bardaga í röð. Sigrarnir hafa þó ekki komið gegn neinum heimsmeisturum og ekki er Anthony Smith hátt skrifaður. Þá er Shogun ekki einu sinni á topp 5 á styrkleikalista UFC í léttþungavigtinni en hvers vegna er Shogun þá nefndur til sögunnar sem mögulegur áskorandi í léttþungavigtinni? Ríkjandi meistari í þyngdarflokknum er Daniel Cormier. Cormier varð á dögunum þungavigtarmeistari UFC og er þar með meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Cormier verður fertugur í mars á næsta ári og ætlar hann að leggja hanskana á hilluna þegar fertugsaldrinum verður náð. Áður en hann gerir það mun hann hins vegar verja þungavigtarbeltið sitt og sennilega léttþungavigtarbeltið líka. Cormier á sennilega bara tvo bardaga eftir á ferlinum og vill því bara stóra bardaga sem trekkja áhorfendur að. Annar bardagi gegn Alexander Gustafsson heillar Cormier ekki nema Svíinn geri eitthvað stórfenglegt næst þegar hann berst. Möguleg fjögurra bardaga sigurganga Shogun er nokkuð sem heillar Cormier og þá er Brasilíumaðurinn ennþá nokkuð stórt nafn. „Hann er lifandi goðsögn, fyrrum meistari og einn besti bardagamaður allra tíma. Hann er einn af þeim í léttþungavigt sem ég hef áhuga á að berjast við,“ sagði Cormier um Shogun á dögunum. Sjálfur hefur Shogun ekki verið nálægt titlinum í mörg ár. Shogun varð léttþungavigtarmeistari UFC árið 2010 en tapaði titlinum til Jon Jones. Síðan þá hefur hann átt misjöfnu gengi að fagna þar til nú en sigurganga hans þessa dagana kemur mörgum á óvart. Shogun hefur átt glæsilegan feril en auk þess að vinna beltið í UFC tók hann líka beltið í japönsku bardagasamtökunum Pride árið 2005 sem er eitt af hans stærstu afrekum á ferlinum. Hann á marga frækna sigra að baki og er enn gríðarlega vinsæll bardagamaður. Þrátt fyrir ferilskrána er Shogun ekki talinn líklegri til sigurs í kvöld. Andstæðingur hans, Anthony Smith, er sigurstranglegri hjá veðbönkum og sjö árum yngri en goðsögnin. Smith kemur auk þess fremur seint í bardagann eftir að upprunalegi andstæðingur Shogun féll út. Smith er með 15 rothögg á ferilskránni og spurning hvort það 16. komi í kvöld. Shogun veit þó að sannfærandi sigur gegn Smith gæti skilað honum titilbardaga og mun hann því gefa ekkert eftir í kvöld. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport 3 og hefst bein útsending kl. 18. MMA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Sjá meira
UFC er með bardagakvöld í Hamburg í dag þar sem aðalbardagi kvöldsins gæti óvænt skipað veigamikið hlutverk í léttþungavigtinni. Goðsögnin Mauricio ‘Shogun’ Rua mætir Anthony Smith í aðalbardaga kvöldsins í Hamburg. Hinn 36 ára gamli Shogun hefur óvænt unnið þrjá bardaga í röð. Sigrarnir hafa þó ekki komið gegn neinum heimsmeisturum og ekki er Anthony Smith hátt skrifaður. Þá er Shogun ekki einu sinni á topp 5 á styrkleikalista UFC í léttþungavigtinni en hvers vegna er Shogun þá nefndur til sögunnar sem mögulegur áskorandi í léttþungavigtinni? Ríkjandi meistari í þyngdarflokknum er Daniel Cormier. Cormier varð á dögunum þungavigtarmeistari UFC og er þar með meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Cormier verður fertugur í mars á næsta ári og ætlar hann að leggja hanskana á hilluna þegar fertugsaldrinum verður náð. Áður en hann gerir það mun hann hins vegar verja þungavigtarbeltið sitt og sennilega léttþungavigtarbeltið líka. Cormier á sennilega bara tvo bardaga eftir á ferlinum og vill því bara stóra bardaga sem trekkja áhorfendur að. Annar bardagi gegn Alexander Gustafsson heillar Cormier ekki nema Svíinn geri eitthvað stórfenglegt næst þegar hann berst. Möguleg fjögurra bardaga sigurganga Shogun er nokkuð sem heillar Cormier og þá er Brasilíumaðurinn ennþá nokkuð stórt nafn. „Hann er lifandi goðsögn, fyrrum meistari og einn besti bardagamaður allra tíma. Hann er einn af þeim í léttþungavigt sem ég hef áhuga á að berjast við,“ sagði Cormier um Shogun á dögunum. Sjálfur hefur Shogun ekki verið nálægt titlinum í mörg ár. Shogun varð léttþungavigtarmeistari UFC árið 2010 en tapaði titlinum til Jon Jones. Síðan þá hefur hann átt misjöfnu gengi að fagna þar til nú en sigurganga hans þessa dagana kemur mörgum á óvart. Shogun hefur átt glæsilegan feril en auk þess að vinna beltið í UFC tók hann líka beltið í japönsku bardagasamtökunum Pride árið 2005 sem er eitt af hans stærstu afrekum á ferlinum. Hann á marga frækna sigra að baki og er enn gríðarlega vinsæll bardagamaður. Þrátt fyrir ferilskrána er Shogun ekki talinn líklegri til sigurs í kvöld. Andstæðingur hans, Anthony Smith, er sigurstranglegri hjá veðbönkum og sjö árum yngri en goðsögnin. Smith kemur auk þess fremur seint í bardagann eftir að upprunalegi andstæðingur Shogun féll út. Smith er með 15 rothögg á ferilskránni og spurning hvort það 16. komi í kvöld. Shogun veit þó að sannfærandi sigur gegn Smith gæti skilað honum titilbardaga og mun hann því gefa ekkert eftir í kvöld. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport 3 og hefst bein útsending kl. 18.
MMA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti