Flugfreyjuhatturinn á hilluna eftir 36 ár: Kynntist Rod Stewart og Freddie Mercury Stefán Árni Pálsson skrifar 8. nóvember 2018 10:30 Brynja Nordquist vann hjá Flugleiðum og Icelandair. „Ég byrjaði fyrst árið 1979 um sumar. Þá sá ég auglýsingu í blaðinu og við tókum okkur saman nokkrar vinkonur úr Módel 79, sem voru svona sýningarsamtök, að sækja um. Við sóttum um og ég flaug inn. Ég fór í erfitt inntökupróf að mér fannst og rúllaði því upp,“ segir flugfreyjan Brynja Nordquist sem hefur lagt hattinn á hilluna eftir 36 ár í starfi hjá Flugleiðum og Icelandair. „Þetta var þegar DC-10 vélin var í notkun en svo komu upp gallar í vélinni og því var öllum nýliðum sagt upp. Svo byrjaði ég aftur áramótin 84-85 svo þetta eru komin 36 ár.“Heldur þú að þú munir sakna þess að fljúga?„Nei ég held ekki. Ég er bara búin með þennan part í mínu lífi en ég veit að barnabarnið er leiður yfir því að geta ekki farið með ömmu í stopp.“ Brynja var þekkt módel þegar hún byrjaði að fljúga og segir hún að sumir hafi litið á starfið sem framlengingu á módelstarfinu enda huggulegar ungar stúlkur oft ráðnar.Eftir 36 ár í starfi er Brynja hætt.„Það var alveg þannig. Þú varst að sýna þig fyrir framan stóran hóp af fólki. Ég meina þetta voru 230-240 manns. Þú varst að horfa í augun á fólki og ég var þannig að ég gaf fólki athygli og ég tók alveg eftir því að ég fékk bros á móti. Þetta þótti á þeim tíma, að mér finnst, flott og stelpur voru að líta upp til þess að vera flugfreyjur. Auðvitað var ég alveg stolt af minni vinnu og hef alltaf verið.“ Brynja segir að flugfreyjustéttin sé mjög vel menntuð stétt. „Við erum með allskonar fólk. Við erum með lækna, við erum með hjúkrunarkonur, við erum með lögfræðinga, sálfræðinga og ég get endalaust talið upp,“ segir Brynja sem hefði mátt vera tveimur árum lengur í starfi eða til 67 ára. „Ég bara nenni ekki og get ekki verið í þessum stoppum og ég er búin að fá nóg af New York. Þegar ég var yngri var ég endalaust að fara úr midtown og niður í downtown en ég dag kem ég bara út í mannþröngina og ég hugsa bara, ég get þetta ekki. Þetta er allt of mikið af fólki fyrir mig. Ég er orðin þannig að ég get ekki of mikið af fólki.“Brynja elskaði að skemmta sér í New York en núna finnst henni of mikið af fólki í borginni.Hún segist hafa farið út á lífið í borginni á sínum tíma og skemmt sér með helstu stjörnum heims á skemmtistaðnum Studio 54. „Við hittum fullt af frægu fólki og bara eins og litlar vitlausar íslenskar stelpur þá fórum við í allskonar partý. Ég hitti til dæmir Norman Miller rithöfund og við fórum heim til hans. Ég hef aldrei séð annað eins bókasafn. Ég hitti Rod Stewart og Freddie Mercury. Ég hitti Mercury í London þegar við vorum í raun að vinna saman í Kengsington Market og þetta var áður en hann varð frægur og var bara að byrja að syngja,“ segir Brynja en stjörnurnar voru fleiri sem hún hékk með á ferðalögum sínum eins og Frank Sinatra. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi fer Brynja yfir ferilinn, segir frá öllum glamúrnum, djamminu með Rod Stewart, Freddie Mercury og öllum hinum stjörnunum og hvernig flugið hefur breyst síðustu áratugina. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Sjá meira
„Ég byrjaði fyrst árið 1979 um sumar. Þá sá ég auglýsingu í blaðinu og við tókum okkur saman nokkrar vinkonur úr Módel 79, sem voru svona sýningarsamtök, að sækja um. Við sóttum um og ég flaug inn. Ég fór í erfitt inntökupróf að mér fannst og rúllaði því upp,“ segir flugfreyjan Brynja Nordquist sem hefur lagt hattinn á hilluna eftir 36 ár í starfi hjá Flugleiðum og Icelandair. „Þetta var þegar DC-10 vélin var í notkun en svo komu upp gallar í vélinni og því var öllum nýliðum sagt upp. Svo byrjaði ég aftur áramótin 84-85 svo þetta eru komin 36 ár.“Heldur þú að þú munir sakna þess að fljúga?„Nei ég held ekki. Ég er bara búin með þennan part í mínu lífi en ég veit að barnabarnið er leiður yfir því að geta ekki farið með ömmu í stopp.“ Brynja var þekkt módel þegar hún byrjaði að fljúga og segir hún að sumir hafi litið á starfið sem framlengingu á módelstarfinu enda huggulegar ungar stúlkur oft ráðnar.Eftir 36 ár í starfi er Brynja hætt.„Það var alveg þannig. Þú varst að sýna þig fyrir framan stóran hóp af fólki. Ég meina þetta voru 230-240 manns. Þú varst að horfa í augun á fólki og ég var þannig að ég gaf fólki athygli og ég tók alveg eftir því að ég fékk bros á móti. Þetta þótti á þeim tíma, að mér finnst, flott og stelpur voru að líta upp til þess að vera flugfreyjur. Auðvitað var ég alveg stolt af minni vinnu og hef alltaf verið.“ Brynja segir að flugfreyjustéttin sé mjög vel menntuð stétt. „Við erum með allskonar fólk. Við erum með lækna, við erum með hjúkrunarkonur, við erum með lögfræðinga, sálfræðinga og ég get endalaust talið upp,“ segir Brynja sem hefði mátt vera tveimur árum lengur í starfi eða til 67 ára. „Ég bara nenni ekki og get ekki verið í þessum stoppum og ég er búin að fá nóg af New York. Þegar ég var yngri var ég endalaust að fara úr midtown og niður í downtown en ég dag kem ég bara út í mannþröngina og ég hugsa bara, ég get þetta ekki. Þetta er allt of mikið af fólki fyrir mig. Ég er orðin þannig að ég get ekki of mikið af fólki.“Brynja elskaði að skemmta sér í New York en núna finnst henni of mikið af fólki í borginni.Hún segist hafa farið út á lífið í borginni á sínum tíma og skemmt sér með helstu stjörnum heims á skemmtistaðnum Studio 54. „Við hittum fullt af frægu fólki og bara eins og litlar vitlausar íslenskar stelpur þá fórum við í allskonar partý. Ég hitti til dæmir Norman Miller rithöfund og við fórum heim til hans. Ég hef aldrei séð annað eins bókasafn. Ég hitti Rod Stewart og Freddie Mercury. Ég hitti Mercury í London þegar við vorum í raun að vinna saman í Kengsington Market og þetta var áður en hann varð frægur og var bara að byrja að syngja,“ segir Brynja en stjörnurnar voru fleiri sem hún hékk með á ferðalögum sínum eins og Frank Sinatra. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi fer Brynja yfir ferilinn, segir frá öllum glamúrnum, djamminu með Rod Stewart, Freddie Mercury og öllum hinum stjörnunum og hvernig flugið hefur breyst síðustu áratugina. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Sjá meira