Helgi Sig: Þótt Óli sé góður er hann enginn Messías Jón Ágúst Eyþórsson skrifar 22. júlí 2018 20:48 Helgi Sig var pirraður í leikslok. vísir/andri marinó Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var, eins og gefur að skilja hundfúll eftir stórt tap gegn KA í Pepsi-deildinni. „Það er hundfúlt að koma hingað og gefa KA mönnum allt of léttan leik,” sagði Helgi í samtali við Vísi í leikslok. „Þetta var svo sem í allt í lagi jafnvægi til að byrja með en eftir að við fengum þetta mark á okkur seig aðins á ógæfuhliðina.“ Helgi segir sína menn þó hafa komið sér aftur inn í leikinn og hefðu hans menn getað snúið leiknum aftur við þegar þeir fengu vítaspyrnu eftir hálftíma leik. „Því miður klúðruðum við því og þeir finna blóðbragðið og keyra á það og ná að skora 2 – 0 fyrir lok fyrri hálfleiks og það er erfið staða að kyngja í.“ Hann segir sína menn þó hafa komið nokkuð sterka inn í seinni hálfleikinn og fá nokkur ákjósanleg færi en eftir að KA menn skora þriðja markið og þeir missa mann af velli með rautt spjald hafi þetta einfaldlega orðið ansi erfitt. Fylkismenn hafa fengið á sig þrettán mörk í síðustu þremur leikjum og segir Helgi ekkert annað vera í stöðunni en að halda áfram að vinna vel á æfingasvæðinu með þá hluti sem þarf að vinna með. „Við vissum það fyrir mót að við værum með unga og óreynda stráka þarna í vörninni og við þurfum bara að halda utan um þá og reyna að bæta þeirra leik.“ Helgi vill þó ekki meina að varnarmennirnir beri einir sök í máli. ,,Við erum 11 inná, auk þeirra sem eru á bekknum og erum allir í sama bát og verðum að róa í sömu átt og finna lausnir við þessu.“ Ólafur Ingi Skúlason var ekki í leikmannahóp Fylkis þrátt fyrir að hafa fengið leikheimild 19. júlí. „Við eigum náttúrulega mann inni eins og Óla Inga en þótt hann sé að koma þá er engin Messías að koma þar. Hann er frábær fótboltamaður en hinir verða líka að stíga upp til þess að Óli nýtist okkur á sem bestan hátt og við verðum að huga að því að sjálfstraust manna fari að verða betra.“ Ástæðan fyrir fjarveru Ólafs Inga er einföld. Hann er einfaldlega erlendis með fjölskyldunni í fríi en hann er væntanlegur í næsta leik Fylkismanna. Helgi ítrekar að hans menn geti ekki bara beðið eftir Óla heldur þurfa þeir leikmenn sem spila fyrir félagið vera tilbúnir að slást og berjast fyrir liðið. „Óli er frábær leikmaður og mun auðvitað hjálpa okkur en það þurfa aðrir að stíga upp líka.“ Að lokum ítrekaði Helgi það að ekki fleiri leikmanna sé að vænta í Árbæinn í þessum glugga. Hann bætir því við að hann telji sinn leikmannahóp nægilega góðan fyrir verkefnið en það sé ekki nóg. „Þeir verða að hafa trú á sinni eigin getu. Við erum að gefa þessum ungu strákum séns og þeir verða að stíga upp ásamt öðrum, ekki bara leikmenn heldur við sem komum að þjálfuninni sömuleiðis.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira
Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var, eins og gefur að skilja hundfúll eftir stórt tap gegn KA í Pepsi-deildinni. „Það er hundfúlt að koma hingað og gefa KA mönnum allt of léttan leik,” sagði Helgi í samtali við Vísi í leikslok. „Þetta var svo sem í allt í lagi jafnvægi til að byrja með en eftir að við fengum þetta mark á okkur seig aðins á ógæfuhliðina.“ Helgi segir sína menn þó hafa komið sér aftur inn í leikinn og hefðu hans menn getað snúið leiknum aftur við þegar þeir fengu vítaspyrnu eftir hálftíma leik. „Því miður klúðruðum við því og þeir finna blóðbragðið og keyra á það og ná að skora 2 – 0 fyrir lok fyrri hálfleiks og það er erfið staða að kyngja í.“ Hann segir sína menn þó hafa komið nokkuð sterka inn í seinni hálfleikinn og fá nokkur ákjósanleg færi en eftir að KA menn skora þriðja markið og þeir missa mann af velli með rautt spjald hafi þetta einfaldlega orðið ansi erfitt. Fylkismenn hafa fengið á sig þrettán mörk í síðustu þremur leikjum og segir Helgi ekkert annað vera í stöðunni en að halda áfram að vinna vel á æfingasvæðinu með þá hluti sem þarf að vinna með. „Við vissum það fyrir mót að við værum með unga og óreynda stráka þarna í vörninni og við þurfum bara að halda utan um þá og reyna að bæta þeirra leik.“ Helgi vill þó ekki meina að varnarmennirnir beri einir sök í máli. ,,Við erum 11 inná, auk þeirra sem eru á bekknum og erum allir í sama bát og verðum að róa í sömu átt og finna lausnir við þessu.“ Ólafur Ingi Skúlason var ekki í leikmannahóp Fylkis þrátt fyrir að hafa fengið leikheimild 19. júlí. „Við eigum náttúrulega mann inni eins og Óla Inga en þótt hann sé að koma þá er engin Messías að koma þar. Hann er frábær fótboltamaður en hinir verða líka að stíga upp til þess að Óli nýtist okkur á sem bestan hátt og við verðum að huga að því að sjálfstraust manna fari að verða betra.“ Ástæðan fyrir fjarveru Ólafs Inga er einföld. Hann er einfaldlega erlendis með fjölskyldunni í fríi en hann er væntanlegur í næsta leik Fylkismanna. Helgi ítrekar að hans menn geti ekki bara beðið eftir Óla heldur þurfa þeir leikmenn sem spila fyrir félagið vera tilbúnir að slást og berjast fyrir liðið. „Óli er frábær leikmaður og mun auðvitað hjálpa okkur en það þurfa aðrir að stíga upp líka.“ Að lokum ítrekaði Helgi það að ekki fleiri leikmanna sé að vænta í Árbæinn í þessum glugga. Hann bætir því við að hann telji sinn leikmannahóp nægilega góðan fyrir verkefnið en það sé ekki nóg. „Þeir verða að hafa trú á sinni eigin getu. Við erum að gefa þessum ungu strákum séns og þeir verða að stíga upp ásamt öðrum, ekki bara leikmenn heldur við sem komum að þjálfuninni sömuleiðis.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira