Hið opinbera komi til móts við kostnað vegna GDPR Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. nóvember 2018 14:48 Ný reglugerð Evrópusambandsins um persónuvernd, General Data Protection Regulation, tók gildi á þessu ári. Getty/nicoelnino Viðskiptaráð Íslands skorar á stjórnvöld að draga úr opinberum álögum á fyrirtæki svo þau séu betur í stakk búinn til að standa straum af þeim kostnaði sem kominn er til vegna innleiðingar fyrirtækjanna á GDPR, nýju persónuverndarlögunum. Ráðið áætlar að kostnaður fyrirtækjanna muni nema um 1,3 milljörðum á ári auk þeirra „hundruð milljóna“ sem fyrirtækin vörðu í sjálfa innleiðinguna. Kostnaðurinn er áætlaður út frá könnun sem Viðskiptaráð lagði fyrir aðildarfélög sín, en rétt er þó að taka fram að úrtakið er ekki nema 80 fyrirtæki - „og langt frá því að telja öll fyrirtæki á Íslandi,“ eins og Viðskiptaráð gengst við í frétt á vef sínum. Persónuverndarreglugerðin leggur auknar skyldur á íslensk fyrirtæki sem vinna með persónuupplýsingar, en ein þerra er skipun á persónuverndarfulltrúa. Kostnaður fyrirtækjanna sem svöruðu könnuninni um kostnað við ráðningu persónuverndarfulltrúanna er áætlaður um 230 milljónir árlega og annar kostnaður vegna reglnanna ríflega 100 milljónir.Hér ber að líta áætlun Viðskiptaráðs á kostnaðinum sem atvinnulífið mun bera vegna GDPR.Viðskiptaráð„Árlegur kostnaður íslenskra fyrirtækja af GDPR til frambúðar er því 1,3 milljarðar króna þegar kostnaður fyrirtækjanna sem svöruðu könnuninni er uppreiknaður yfir á íslenskt atvinnulíf.“ Með sömu aðferðafræði áætlar Viðskiptaráð að íslenskt atvinnulíf hafi alls varið um 160 þúsund vinnustundum við innleiðingu GDPR, samanlagt á áttunda tug starfsára. Þannig sé áætlað að stóru bankarnir þrír muni á næstu sex árum verja um milljarði króna í innleiðingu og ráðningu persónuverndarfulltrúa. Viðskiptaráð segir að þessum tíma og peningum hefði mátt verja með öðrum hætti, til að mynda í að þjónusta viðskiptavini, vöruþróun eða aðra verðmætasköpun. Þetta sé þannig ekki til þess fallið að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að lækka verð til neytenda eða standa í samkeppni á alþjóðlegum vettvangi. Þó svo að Viðskiptaráð segist vera fyllilega fylgjandi persónuvernd þykir því ekki rétt að viðskiptalífið beri eitt straum af þessum kostnaði. „Álögur hins opinbera á íslensk fyrirtæki sníða þeim nú þegar þröngan kost í innlendri og sérstaklega í alþjóðlegri samkeppni, samkeppni sem mun ráða úrslitum um lífskjör á Íslandi til frambúðar. Í ljósi þessa skorar Viðskiptaráð á stjórnvöld að taka höndum saman við viðskiptalífið í þessum mikilvægu verkefnum, það er að tryggja persónuvernd án þess að rýra samkeppnishæfni, og draga úr opinberum álögum sem nemur þessum kostnaði. Því mætti til dæmis ná fram með meiri lækkun tryggingagjaldsins en þegar hefur verið boðuð eða með lækkun tekjuskatts.“ Tækni Tengdar fréttir Segir ekki kjöraðstæður að fást við nýja persónuverndarlöggjöf vegna mikils álags Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að ekki séu kjöraðstæður hjá stofnuninni til að takast á við þann mikla málafjölda sem gera má ráð fyrir að fylgi nýrri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi á sunnudag. 11. júlí 2018 09:00 Persónuvernd of fáliðuð til að takast á við breytingarnar "Það má búast við að einhverjir hnökrar verði í byrjun, þannig hefur það verið annars staðar í Evrópu,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. 16. júlí 2018 06:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands skorar á stjórnvöld að draga úr opinberum álögum á fyrirtæki svo þau séu betur í stakk búinn til að standa straum af þeim kostnaði sem kominn er til vegna innleiðingar fyrirtækjanna á GDPR, nýju persónuverndarlögunum. Ráðið áætlar að kostnaður fyrirtækjanna muni nema um 1,3 milljörðum á ári auk þeirra „hundruð milljóna“ sem fyrirtækin vörðu í sjálfa innleiðinguna. Kostnaðurinn er áætlaður út frá könnun sem Viðskiptaráð lagði fyrir aðildarfélög sín, en rétt er þó að taka fram að úrtakið er ekki nema 80 fyrirtæki - „og langt frá því að telja öll fyrirtæki á Íslandi,“ eins og Viðskiptaráð gengst við í frétt á vef sínum. Persónuverndarreglugerðin leggur auknar skyldur á íslensk fyrirtæki sem vinna með persónuupplýsingar, en ein þerra er skipun á persónuverndarfulltrúa. Kostnaður fyrirtækjanna sem svöruðu könnuninni um kostnað við ráðningu persónuverndarfulltrúanna er áætlaður um 230 milljónir árlega og annar kostnaður vegna reglnanna ríflega 100 milljónir.Hér ber að líta áætlun Viðskiptaráðs á kostnaðinum sem atvinnulífið mun bera vegna GDPR.Viðskiptaráð„Árlegur kostnaður íslenskra fyrirtækja af GDPR til frambúðar er því 1,3 milljarðar króna þegar kostnaður fyrirtækjanna sem svöruðu könnuninni er uppreiknaður yfir á íslenskt atvinnulíf.“ Með sömu aðferðafræði áætlar Viðskiptaráð að íslenskt atvinnulíf hafi alls varið um 160 þúsund vinnustundum við innleiðingu GDPR, samanlagt á áttunda tug starfsára. Þannig sé áætlað að stóru bankarnir þrír muni á næstu sex árum verja um milljarði króna í innleiðingu og ráðningu persónuverndarfulltrúa. Viðskiptaráð segir að þessum tíma og peningum hefði mátt verja með öðrum hætti, til að mynda í að þjónusta viðskiptavini, vöruþróun eða aðra verðmætasköpun. Þetta sé þannig ekki til þess fallið að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að lækka verð til neytenda eða standa í samkeppni á alþjóðlegum vettvangi. Þó svo að Viðskiptaráð segist vera fyllilega fylgjandi persónuvernd þykir því ekki rétt að viðskiptalífið beri eitt straum af þessum kostnaði. „Álögur hins opinbera á íslensk fyrirtæki sníða þeim nú þegar þröngan kost í innlendri og sérstaklega í alþjóðlegri samkeppni, samkeppni sem mun ráða úrslitum um lífskjör á Íslandi til frambúðar. Í ljósi þessa skorar Viðskiptaráð á stjórnvöld að taka höndum saman við viðskiptalífið í þessum mikilvægu verkefnum, það er að tryggja persónuvernd án þess að rýra samkeppnishæfni, og draga úr opinberum álögum sem nemur þessum kostnaði. Því mætti til dæmis ná fram með meiri lækkun tryggingagjaldsins en þegar hefur verið boðuð eða með lækkun tekjuskatts.“
Tækni Tengdar fréttir Segir ekki kjöraðstæður að fást við nýja persónuverndarlöggjöf vegna mikils álags Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að ekki séu kjöraðstæður hjá stofnuninni til að takast á við þann mikla málafjölda sem gera má ráð fyrir að fylgi nýrri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi á sunnudag. 11. júlí 2018 09:00 Persónuvernd of fáliðuð til að takast á við breytingarnar "Það má búast við að einhverjir hnökrar verði í byrjun, þannig hefur það verið annars staðar í Evrópu,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. 16. júlí 2018 06:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Segir ekki kjöraðstæður að fást við nýja persónuverndarlöggjöf vegna mikils álags Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að ekki séu kjöraðstæður hjá stofnuninni til að takast á við þann mikla málafjölda sem gera má ráð fyrir að fylgi nýrri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi á sunnudag. 11. júlí 2018 09:00
Persónuvernd of fáliðuð til að takast á við breytingarnar "Það má búast við að einhverjir hnökrar verði í byrjun, þannig hefur það verið annars staðar í Evrópu,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. 16. júlí 2018 06:00