Segja Ísland orðið of dýrt og fækka starfsfólki hótelsins Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júlí 2018 20:15 Eigendur Hótels Svartaskógar, Benedikt Hrafnkelsson og Helga Jónsdóttir. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hjón sem reka sveitahótel á Austurlandi hafa fækkað starfsfólki um þrjátíu prósent vegna samdráttar í sumar og samkeppni frá Airbnb. Þau segja Ísland orðið of dýrt en einnig hafi heimsmeistarakeppnin í fótbolta dregið úr ferðalögum. Rætt var við eigendur Hótels Svartaskógar í fréttum Stöðvar 2. Hótelið finnum við í skógarrjóðri í Jökulsárhlíð, ekki fjarri hringveginum, um 30 kílómetra norðan við Egilsstaði. Bændurnir á Hallgeirsstöðum, þau Benedikt Hrafnkelsson og Helga Jónsdóttir, reka þar lítið 20 herbergja sveitahótel en þau hófu ferðaþjónustu fyrir um aldarfjórðungi. „Þetta er öðruvísi sumar. Það virðist vera að dragast saman,“ segir Helga og segir þau greinilega finna fyrir samdrætti. „Það eru komnir gríðarlega margir í þetta. Airbnb er orðinn stór hluti og eðlilega kemur það einhversstaðar niður,“ segir Benedikt. Þau hafa brugðist við með því að fækka starfsmönnum frá því í fyrrasumar úr tíu niður í sjö, eða um 30 prósent. Helga segir það hlutfall einnig samsvara fækkun bókana. Þau áttu þó von á áttunda starfsmanninum, nú þegar drægi að háannatíma.Hótel Svartiskógur eru í rjóðri í Jökulsárhlíð, um 30 kílómetrum norðan við Egilsstaði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Mestu segja þau muna um afbókanir rútuhópa. Þannig hafi 17 af 77 rútuhópum hætt við auk þess sem færri ferðamenn séu í hverjum hópi. „Og svo er náttúrlega HM líka og þá eru menn fyrir framan sjónvarpið að horfa, - og heimur allur. Og það bara hefur áhrif,“ segir Benedikt. Þau segja að gestir hótelsins séu nær eingöngu útlendingar. „Það er greinilegt að Ísland er orðið of dýrt. Gengið er orðið of hátt og við erum komin yfir verðið í samkeppnislöndum, við eru ekki samkeppnisfær við önnur lönd sennilega. Það er bara stór hluti af þessu, held ég,“ segir Benedikt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Segir óþarfa að fyllast skelfingu Hrönn Greipsdóttir er framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Eldeyjar sem fjárfestir í ferðaþjónustu. Árið 2015 þegar fjárfestingafélaginu Eldey var hleypt af stokkunum lá fyrir að í nánustu framtíð yrði þörf á að þjappa afþreyingargeira ferðaþjónustunnar betur saman. 16. maí 2018 08:00 Ferðamönnum fjölgar áfram eftir ævintýralegan uppgang Ferðamannastraumurinn sló enn eitt metið í maímánuði með 13% fjölgun erlendra farþega milli ára og nemur fjölgun ferðamanna frá áramótum nærri 6%. 6. júní 2018 20:30 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Hjón sem reka sveitahótel á Austurlandi hafa fækkað starfsfólki um þrjátíu prósent vegna samdráttar í sumar og samkeppni frá Airbnb. Þau segja Ísland orðið of dýrt en einnig hafi heimsmeistarakeppnin í fótbolta dregið úr ferðalögum. Rætt var við eigendur Hótels Svartaskógar í fréttum Stöðvar 2. Hótelið finnum við í skógarrjóðri í Jökulsárhlíð, ekki fjarri hringveginum, um 30 kílómetra norðan við Egilsstaði. Bændurnir á Hallgeirsstöðum, þau Benedikt Hrafnkelsson og Helga Jónsdóttir, reka þar lítið 20 herbergja sveitahótel en þau hófu ferðaþjónustu fyrir um aldarfjórðungi. „Þetta er öðruvísi sumar. Það virðist vera að dragast saman,“ segir Helga og segir þau greinilega finna fyrir samdrætti. „Það eru komnir gríðarlega margir í þetta. Airbnb er orðinn stór hluti og eðlilega kemur það einhversstaðar niður,“ segir Benedikt. Þau hafa brugðist við með því að fækka starfsmönnum frá því í fyrrasumar úr tíu niður í sjö, eða um 30 prósent. Helga segir það hlutfall einnig samsvara fækkun bókana. Þau áttu þó von á áttunda starfsmanninum, nú þegar drægi að háannatíma.Hótel Svartiskógur eru í rjóðri í Jökulsárhlíð, um 30 kílómetrum norðan við Egilsstaði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Mestu segja þau muna um afbókanir rútuhópa. Þannig hafi 17 af 77 rútuhópum hætt við auk þess sem færri ferðamenn séu í hverjum hópi. „Og svo er náttúrlega HM líka og þá eru menn fyrir framan sjónvarpið að horfa, - og heimur allur. Og það bara hefur áhrif,“ segir Benedikt. Þau segja að gestir hótelsins séu nær eingöngu útlendingar. „Það er greinilegt að Ísland er orðið of dýrt. Gengið er orðið of hátt og við erum komin yfir verðið í samkeppnislöndum, við eru ekki samkeppnisfær við önnur lönd sennilega. Það er bara stór hluti af þessu, held ég,“ segir Benedikt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Segir óþarfa að fyllast skelfingu Hrönn Greipsdóttir er framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Eldeyjar sem fjárfestir í ferðaþjónustu. Árið 2015 þegar fjárfestingafélaginu Eldey var hleypt af stokkunum lá fyrir að í nánustu framtíð yrði þörf á að þjappa afþreyingargeira ferðaþjónustunnar betur saman. 16. maí 2018 08:00 Ferðamönnum fjölgar áfram eftir ævintýralegan uppgang Ferðamannastraumurinn sló enn eitt metið í maímánuði með 13% fjölgun erlendra farþega milli ára og nemur fjölgun ferðamanna frá áramótum nærri 6%. 6. júní 2018 20:30 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Segir óþarfa að fyllast skelfingu Hrönn Greipsdóttir er framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Eldeyjar sem fjárfestir í ferðaþjónustu. Árið 2015 þegar fjárfestingafélaginu Eldey var hleypt af stokkunum lá fyrir að í nánustu framtíð yrði þörf á að þjappa afþreyingargeira ferðaþjónustunnar betur saman. 16. maí 2018 08:00
Ferðamönnum fjölgar áfram eftir ævintýralegan uppgang Ferðamannastraumurinn sló enn eitt metið í maímánuði með 13% fjölgun erlendra farþega milli ára og nemur fjölgun ferðamanna frá áramótum nærri 6%. 6. júní 2018 20:30