Merkel varar Bandaríkin við verndartollum á bíla Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2018 13:14 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, vildi ekki ganga svo langt að kalla deiluna við bandarísk stjórnvöld viðskiptastríð. Vísir/epa Leggi ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta verndartolla á innflutta bíla gæti það leitt til viðskiptastríðs, að sögn Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Trump hefur hótað því að leggja allt að 25% toll á innflutta bíla, þar á meðal frá Evrópusambandslöndum. „Þetta er að taka á sig mynd viðskiptaátaka, ég vil ekki nota orð sem ganga lengra en það. Það allra tilrauna virði að reyna að draga úr spennunni þannig að þessi átök verði ekki að stríði,“ sagði Merkel við þýska þingmenn í dag, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. Vísaði hún til þess að Bandaríkin hefðu þegar lagt verndartolla á innflutt ál og stál. Evrópusambandið svaraði þeim tollum með sínum eigin á valdar bandarískar vörur eins og mótorhjól og viskí. Sambandið hefur hótað því að leggja tolla á vörur að verðmæti allt að 300 milljarða dollara ef Trump stendur við hótanir sínar um tolla á bíla. Merkel sagði að bandarísk stjórnvöld ættu frekar að vinna með bandamönnum sínum að því að finna fjölhliða lausnir á umkvörtunum sínu varðandi viðskipti frekar en að leggja á tolla. „Þýskaland mun gera allt sem í valdi þess stendur til að koma í veg fyrir að ástandið stigmagnist,“ sagði kanslarinn. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stærstu viðskiptasamtök Bandaríkjanna gagnrýna tollastefnu Trump Viðskiptaráð Bandaríkjanna fylgir Repúblikanaflokknum yfirleitt að málum en hefur nú hafið herferð gegn verndartollum forsetans. 2. júlí 2018 10:20 Bílaframleiðendur segja hundruð þúsunda starfa munu tapast með tollum Bandaríkjaforseti hefur hótað allt að 25% verndartollum á innflutta bíla. 27. júní 2018 20:17 Tollahækkun ESB tekur gildi Tollar Evrópusambandsins á fjölda bandarískra vara voru formlega innleiddir í dag. 22. júní 2018 06:29 Harley-Davidson flytur framleiðslu frá Bandaríkjunum vegna tolla Framleiðsla fyrir Evrópumarkað verður færð frá Bandaríkjunum vegna tolla sem ESB setti á mótorhjólin til að svara verndartollum Trump forseta. 25. júní 2018 19:01 Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Leggi ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta verndartolla á innflutta bíla gæti það leitt til viðskiptastríðs, að sögn Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Trump hefur hótað því að leggja allt að 25% toll á innflutta bíla, þar á meðal frá Evrópusambandslöndum. „Þetta er að taka á sig mynd viðskiptaátaka, ég vil ekki nota orð sem ganga lengra en það. Það allra tilrauna virði að reyna að draga úr spennunni þannig að þessi átök verði ekki að stríði,“ sagði Merkel við þýska þingmenn í dag, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. Vísaði hún til þess að Bandaríkin hefðu þegar lagt verndartolla á innflutt ál og stál. Evrópusambandið svaraði þeim tollum með sínum eigin á valdar bandarískar vörur eins og mótorhjól og viskí. Sambandið hefur hótað því að leggja tolla á vörur að verðmæti allt að 300 milljarða dollara ef Trump stendur við hótanir sínar um tolla á bíla. Merkel sagði að bandarísk stjórnvöld ættu frekar að vinna með bandamönnum sínum að því að finna fjölhliða lausnir á umkvörtunum sínu varðandi viðskipti frekar en að leggja á tolla. „Þýskaland mun gera allt sem í valdi þess stendur til að koma í veg fyrir að ástandið stigmagnist,“ sagði kanslarinn.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stærstu viðskiptasamtök Bandaríkjanna gagnrýna tollastefnu Trump Viðskiptaráð Bandaríkjanna fylgir Repúblikanaflokknum yfirleitt að málum en hefur nú hafið herferð gegn verndartollum forsetans. 2. júlí 2018 10:20 Bílaframleiðendur segja hundruð þúsunda starfa munu tapast með tollum Bandaríkjaforseti hefur hótað allt að 25% verndartollum á innflutta bíla. 27. júní 2018 20:17 Tollahækkun ESB tekur gildi Tollar Evrópusambandsins á fjölda bandarískra vara voru formlega innleiddir í dag. 22. júní 2018 06:29 Harley-Davidson flytur framleiðslu frá Bandaríkjunum vegna tolla Framleiðsla fyrir Evrópumarkað verður færð frá Bandaríkjunum vegna tolla sem ESB setti á mótorhjólin til að svara verndartollum Trump forseta. 25. júní 2018 19:01 Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Stærstu viðskiptasamtök Bandaríkjanna gagnrýna tollastefnu Trump Viðskiptaráð Bandaríkjanna fylgir Repúblikanaflokknum yfirleitt að málum en hefur nú hafið herferð gegn verndartollum forsetans. 2. júlí 2018 10:20
Bílaframleiðendur segja hundruð þúsunda starfa munu tapast með tollum Bandaríkjaforseti hefur hótað allt að 25% verndartollum á innflutta bíla. 27. júní 2018 20:17
Tollahækkun ESB tekur gildi Tollar Evrópusambandsins á fjölda bandarískra vara voru formlega innleiddir í dag. 22. júní 2018 06:29
Harley-Davidson flytur framleiðslu frá Bandaríkjunum vegna tolla Framleiðsla fyrir Evrópumarkað verður færð frá Bandaríkjunum vegna tolla sem ESB setti á mótorhjólin til að svara verndartollum Trump forseta. 25. júní 2018 19:01