Ríkislögmaður víkur sæti vegna föður síns Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 19. nóvember 2018 07:00 Einar Karl Hallvarðsson, ríkislögmaður. Andri Árnason lögmaður hefur verið settur ríkislögmaður í bótamálum þeirra sem sýknaðir voru á dögunum um aðild að hvarfi Guðmundar og Geirfinns Einarssona, vegna vanhæfis Einars Karls Hallvarðssonar. Hallvarður Einvarðsson, faðir Einars Karls var vararíkissaksóknari þegar rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálum hófst í Reykjavík í kringum áramótin 1975-76. Hann kom mjög svo að rannsókn málana, var viðstaddur bæði formlegar og óformlegar yfirheyrslur yfir sakborningum og sótti dómþing vegna málsins fyrir hönd ákæruvaldsins í sakadómi Reykjavíkur. Hann var skipaður rannsóknarlögreglustjóri ríkisins árið 1977 og lét af því starfi þegar hann var skipaður ríkissaksóknari árið 1986. Sævar Marínó kvartaði ítrekað undir framgöngu Hallvarðs meðan málin voru til rannsóknar. Sagði hann Hallvarð meðal annars hafa hótað sér því að láta hann týnast í amerísku fangelsi játaði hann ekki sakir í málinu. Einnig hafi Hallvarður hótað því að henda Sævari í sjóinn til að reyna vatnshræðslu hans. Við rannsókn á ætluðu harðræði við rannsókn málsins sem fram fór á árinu 1979, hafði Hallvarður bæði stöðu vitnis og sakbornings. Hallvarður Einvarðsson lést í desember 2016. Í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í síðasta mánuði skipaði forsætisráðherra Kristrúnu Heimisdóttur til að leiða sáttanefnd og leita sátta milli ríkisins og hina sýknuðu. Mun það hafa valdið nokkrum ruglingi að Katrín skyldi einnig setja Andra Árnason sem ad hoc ríkislögmann vegna málsins og ríkið þannig komið með tvo forystumenn fyrir sig í bótaviðræðurnar. „Ríkislögmaður vinnur að málinu með sáttanefndinni þar sem hún hefur ekki umboð lögum samkvæmt til að semja um greiðslu bóta úr ríkissjóði. Það umboð er formlega hjá ríkislögmanni,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og bætir við: „vegna vanhæfis Einars Karls, setti ég Andra Árnason lögmann fyrir hann sem fulltrúa í nefndinni.“ Katrín segir Andra hafa verið valinn vegna mikillar reynslu á þessu sviði. Vanhæfi Einars Karls hafi legið fyrir frá öndverðu og ekki verið umdeilt af hálfu neins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur formaður sáttanefndar átt óformleg samtöl við flesta hlutaðeigandi en formlega eru viðræður um bætur skammt á veg komnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Andri Árnason lögmaður hefur verið settur ríkislögmaður í bótamálum þeirra sem sýknaðir voru á dögunum um aðild að hvarfi Guðmundar og Geirfinns Einarssona, vegna vanhæfis Einars Karls Hallvarðssonar. Hallvarður Einvarðsson, faðir Einars Karls var vararíkissaksóknari þegar rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálum hófst í Reykjavík í kringum áramótin 1975-76. Hann kom mjög svo að rannsókn málana, var viðstaddur bæði formlegar og óformlegar yfirheyrslur yfir sakborningum og sótti dómþing vegna málsins fyrir hönd ákæruvaldsins í sakadómi Reykjavíkur. Hann var skipaður rannsóknarlögreglustjóri ríkisins árið 1977 og lét af því starfi þegar hann var skipaður ríkissaksóknari árið 1986. Sævar Marínó kvartaði ítrekað undir framgöngu Hallvarðs meðan málin voru til rannsóknar. Sagði hann Hallvarð meðal annars hafa hótað sér því að láta hann týnast í amerísku fangelsi játaði hann ekki sakir í málinu. Einnig hafi Hallvarður hótað því að henda Sævari í sjóinn til að reyna vatnshræðslu hans. Við rannsókn á ætluðu harðræði við rannsókn málsins sem fram fór á árinu 1979, hafði Hallvarður bæði stöðu vitnis og sakbornings. Hallvarður Einvarðsson lést í desember 2016. Í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í síðasta mánuði skipaði forsætisráðherra Kristrúnu Heimisdóttur til að leiða sáttanefnd og leita sátta milli ríkisins og hina sýknuðu. Mun það hafa valdið nokkrum ruglingi að Katrín skyldi einnig setja Andra Árnason sem ad hoc ríkislögmann vegna málsins og ríkið þannig komið með tvo forystumenn fyrir sig í bótaviðræðurnar. „Ríkislögmaður vinnur að málinu með sáttanefndinni þar sem hún hefur ekki umboð lögum samkvæmt til að semja um greiðslu bóta úr ríkissjóði. Það umboð er formlega hjá ríkislögmanni,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og bætir við: „vegna vanhæfis Einars Karls, setti ég Andra Árnason lögmann fyrir hann sem fulltrúa í nefndinni.“ Katrín segir Andra hafa verið valinn vegna mikillar reynslu á þessu sviði. Vanhæfi Einars Karls hafi legið fyrir frá öndverðu og ekki verið umdeilt af hálfu neins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur formaður sáttanefndar átt óformleg samtöl við flesta hlutaðeigandi en formlega eru viðræður um bætur skammt á veg komnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira