Tíu vikna „stormur í vatnsglasi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2018 20:00 Vinnustaðamenningin hjá Orkuveitu Reykjavíkur er betri en gengur og gerist. Uppsagnir voru réttmætar. Vel hægt að segja að um storm í vatnsglasi hafi verið að ræða að mati starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Orkuveita Reykjavíkur Sjötíu dögum eftir að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar er niðurstaða óháðrar úttektar á málinu sú að uppsögnin hafi verið réttmæt. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem stjórn Orkuveitu Reykjavíkur boðaði til í dag. Þar var sömuleiðis staðfest, samkvæmt sömu úttekt, að uppsögn Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, hafi verið réttmæt. Áslaugu og Bjarna hefur verið send ástæða þess að þeim var sagt upp. Sá hluti niðurstöðunnar verður ekki birtur opinberlega af persónuverndarsjónarmiðum. Þeim Áslaugu og Bjarna er því í sjálfsvald sett að greina frá því. Margir komu að úttektinni: Hallur Símonarson, Jenný Stefanía Jensdóttir og Kristín Vilhjálmsdóttir hjá innri endurskoðun, Svala Guðmundsdóttir, dósent í mannauðsstjórnun við viðskiptafræðideild HÍ, Inga Björg Hjartardóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir lögmenn hjá Attentus og Félagsvísindastofnun HÍ undir stjórn Guðbjargar Andreu Jónsdóttur sem sá um könnun meðal starfsfólks. Stjórnarformaður OR er ánægð með niðurstöðuna enda hafi verið mikilvægt að skoða hvort brotið hafi verið á fólki eða ásakanir um óheilbrigða vinnustaðamenningu, mögulega falda menningu, ættu við rök að styðjast. Niðurstöðurnar staðfesta að svo er ekki. Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, tók undir fyrirspurn blaðamanns RÚV á blaðamannafundi í dag að eftir á að hyggja megi segja að um „storm í vatnsglasi“ hafi verið að ræða. Það hafi þó ekki legið fyrir áður en farið var í úttektina. Að neðan er atburðarás síðustu tíu vikna rakin. Mánudagur 10. september Áslaugu Thelmu Einarsdóttur, forstöðumanni markaðs- og kynningarmála hjá Orku náttúrunnar, er sagt upp störfum. Uppsögnin var að hennar sögn án nokkurra haldbærra skýringa og kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þriðjudagur 11. september Einar Bárðarson, umboðsmaður og eiginmaður Áslaugar, sendir Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, og Sólrúnu Kristjánsdóttur starfsmannastjóra harðorðan tölvupóst. Póstinum fylgir afrit af tölvupósti sem Bjarni Már sendi kvenundirmönnum sínum og hjólreiðafélögum í mars. Í póstinum var linkur á frétt Smartlandsins þess efnis að hjólreiðafólk stundaði betra kynlíf. Í framhaldinu boðar Bjarni Einar á fund sinn með lögfræðingi klukkan tíu á miðvikudagsmorgun. Áslaug Thelma Einarsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar. Miðvikudagur 12. september Áslaug Thelma Einarsdóttir og Einar Bárðarson funda með Bjarna Bjarnasyni, starfsmannastjóranum Sólrúnu Kristjánsdóttur auk Óskars Norðmann, lögfræðingi í starfsmannamálum hjá OR. Fundurinn fer fram klukkan tíu að morgni. Bjarni segist hafa tekið málið alvarlega og næsta skref væri að funda með stjórn Orku náttúrunnar. Bjarni boðar til fundar hjá stjórn ON sem hefst klukkan 14:30. Á fundinum er ákveðið að segja Bjarna Má upp störfum. Einar Bárðarson skrifar harðorða færslu á Facebook klukkan 18:18. Þar lýsir hann upplifun sinni af fundinum án þess að nefna persónur og leikendur. Segir hann forstjórann hafa sýnt honum fram á að það væri í lagi að framkvæmdastjóri á hans vakt sendi klámfengna tölvupósta á kvenundirmenn sína. Bjarni forstjóri fundar með Bjarna Má og starfsmannastjóranum um kvöldið þar sem Bjarna Má er tilkynnt uppsögnin. Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar.Aðsend Fimmtudagur 13. september Orka náttúrunnar sendir tilkynningu um klukkan 15 þar sem greint er frá uppsögn Bjarna Más og vísað til „óviðeigandi hegðunar“. Fram kemur að Þórður Ásmundsson taki við stöðunni til bráðabirgða. Þetta er í fyrsta skipti sem fjallað er um málið í fjölmiðlum. Bjarni Már segist í viðtali við Vísi ekki vera dónakall. Hann mætti þó vanda orðaval sitt betur og segist hafa beðist afsökunar á fyrrnefndum tölvupósti daginn eftir að hann sendi hann. „En ætli ég geti ekki sjálfum mér um kennt,“ segir Bjarni Már. Bjarni Bjarnason tjáði Vísi að hann hefði fengið frá Einari upplýsingar um hegðun Bjarna Más sem honum hefði ekki verið kunnugt áður. Vísaði hann þar til fyrrnefnds tölvupósts. Einar Bárðarson hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum afar ósáttur við uppsögn eiginkonu sinnar. Föstudagur 14. september Stjórnarfundur haldinn eftir hádegi hjá Orkuveitu Reykjavíkur þar sem fjölmargir stjórnarmenn funda símleiðis því þeir eru staddir erlendis. Brynhildur Davíðsdóttir stjórnarformaður segir stjórnina styðja ákvörðunina að segja Bjarna Má upp störfum. Þá bæri stjórnin fullt traust til Bjarna forstjóra. Hildur Björnsdóttir, stjórnarmaður í Orkuveitunni, segist á Facebook að sér hafi brugðið við þessi orð stjórnarformannsins. Stjórn hafi ekki gefið út neina yfirlýsingu vegna málsins. Hún hefur síðar sagt að ekki hafi verið tilefni til að lýsa yfir trausti frekar en vantrausti. Orkuveita Reykjavíkur fær seint á föstudeginum upplýsingar um að Þórður Ásmundsson sé grunaður um kynferðisbrot. Um leið ákveður stjórn OR að Þórður taki ekki við framkvæmdastjórastöðunni af Bjarna. Þórður er sendur í leyfi. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, steig til hliðar á meðan úttekt stóð.Fréttablaðið/Stefán Mánudagur 17. september Forstjóri boðar til starfsmannafundar hjá Orkuveitu Reykjavíkur þar sem starfsmenn eru hvattir til að spyrja út í málin, hafi þeir spurningar. Áslaug Thelma skrifar langa færslu á Facebook klukkan níu að morgni þar sem hún rekur sína hlið málsins. Segir hún uppsögn sína með öllu tilhæfulausa og hafa komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Eina mögulega ástæða þess að hún hafi verið rekin séu athugasemdir hennar við framkomu Bjarna Más. Bjarni Bjarnason forstjóri segist í tilkynningu til fjölmiðla klukkan 12 ekki ætla að tjá sig frekar opinberlega um starfsflok OR. Vilji starfsmenn, sem sagt hafi verið upp, ræða uppsögn sína frekar við sig sé það í boði. Tuttugu mínútum síðar er send út önnur tilkynning þar sem fram kemur að Berglind Rán Ólafsdóttir taki við starfinu af Bjarna Má Júlíussyni. Ekki kemur fram hvers vegna. Á sjötta tímanum sendir Félag kvenna í atvinnulífinu frá sér tilkynningu og segir algjörlega óviðunandi eftir alla þá umræðu sem orðið hafi í kjölfar #MeToo byltingarinnar að ekki sé staðið faglega að málum vegna kynbundins ofbeldis og áreitni. Kallað er eftir rannsókn á máli Áslaugar Thelmu og Bjarna Más. Rúmri klukkustund síðar berst tilkynning frá Orkuveitu Reykjavíkur þess efnis að Bjarni forstjóri óski eftir því að stíga til hliðar á meðan vinnustaðamenning og starfsmannamál séu rannsökuð. Kvöldfréttir RÚV greina frá því að Þórður Ásmundsson sé sakaður um kynferðisbrot og því hafi hann ekki tekið við stöðunni af Bjarna Má. Síðar um kvöldið sendir Orkuveitan enn tilkynningu, nú fyrir hönd Ingvars Stefánssonar framkvæmdastjóra fjármála, þar sem hann greinir frá kynferðislegri áreitni af sinni hálfu gegn tveimur kvenstarfsmönnum á árshátíð fyrir þremur árum. Meðfylgjandi er skrifleg áminning frá forstjóranum þar sem fram kemur að bæti hann ekki ráð sitt verði hann rekinn. Honum er skipað að bæta ráð sitt og fara í viðeigandi meðferð og nýta úrræði sem Orkuveitan leggur til. Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu.FKA Þriðjudagur 18. september Brynhildur stjórnarformaður boðar til starfsmannafundar vegna stöðu mála. Fram kemur að undirbúningur á úttekt á vinnustaðamenningu og tilteknum starfsmannamálum sé hafinn. Beiðni Bjarna um að víkja úr starfi forstjóra verði tekin fyrir á stjórnarfundi daginn eftir, miðvikudaginn 19. september, og sömuleiðis ákveðið hver eigi að fylla í skarð Bjarna á meðan. Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu segist í viðtali í Morgunútvarpinu þekkja dæmi þess að uppsagnir séu sviðsettar í kjölfar þess að fólk tilkynnir óviðeigandi hegðun annarra starfsmanna, hvort sem það geri það formlega eða óformlega. „Það er algjörlega óviðunandi eftir alla þá umræðu sem orðið hefur í kjölfar #MeToo byltingarinnar að ekki sé staðið faglega að málum vegna kynbundins ofbeldis og áreitni,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Helga Jónsdóttir settist í stól Orkuveitu Reykjavíkur þegar Bjarni Bjarnason steig til hliðar.FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Miðvikudagur 19. september Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur fellst á að Bjarni stígi til hliðar og er Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, fengin til að standa vaktina í fjarveru hans. Fimmtudagur 20. september Borgarfulltrúar í meiri-og minnihluta borgarstjórnar segjast hafa fengið margvíslegar ábendingar um óeðlilega stjórnunarhætti innan Orkuveitu Reykjavíkur. Mikilvægt sé að innri endurskoðun borgarinnar fari vel yfir stjórnunarhætti og menningu innan fyrirtækisins. Þá sendir lögfræðingur Áslaugar Thelmu erindi á stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og krefst þess að tekin verði skír afstaða til „marklausrar uppsagnar“ Áslaugar. Mánudagur 24. september Bjarni Már fagnar fyrirhugaðri opinberri úttekt innri endurskoðunar. „Ég er ánægður með það að málið sé komið í farveg. Gerð verður úttekt á málinu öllu og ég óttast það ekki,“ segir Bjarni Már í samtali við Vísi. Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra, er falið að boða Áslaugu Thelmu á sinn fund. Þriðjudagur 25. september Helga segir skýrt að Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar (IER) sé algjörlega óháð pólitískum fyrirmælum og vinni samkvæmt alþjóðlegum stöðlum um innri endurskoðun. Koma þau ummæli í kjölfar gagnrýni frá Einari Bárðarsyni og fleirum um að það sé yfir vafa hafið að úttektin verði óháð. Hún telur næsta víst að niðurstöður úttektar á vinnustaðamenningu OR muni liggja fyrir áður en árið er á enda. Þá komi fleiri óháðir sérfræðingar að úttektinni. Fimmtudagur 27. september Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur fundar með Áslaugu Thelmu. Samkomulag er meðal fundargesta að ræða ekki það sem fram kemur á fundinum. Laugardagur 29. september Pistill Sifjar Sigmarsdóttur í Fréttablaðinu vekur mikla athygli. „Í átján mánuði kvartaði Áslaug undan hegðun yfirmanns eftir þeim boðleiðum sem OR bauð upp á. Á hana var þó ekki hlustað fyrr en hún greip til örþrifaráða,“ segir í pistlinum. Ekkert hafi verið gert til að huga að rotinni vinnustaðamenningu OR fyrr en málið rataði í fjölmiðla. Áslaug hafi ekki enn fengið lok sinna mála en kalla mætti málið „Skömm Orkuveitunnar“ segir Sif. Fjölmennt var við Arnarhól á Kvennafrídeginum. Þótti sumum óeðlilegt að Áslaugu Thelmu var boðið að flytja ræðu.Vísir/Vilhelm Miðvikudagur 24. október Áslaug Thelma er meðal ræðumanna á baráttundi kvenna við Arnarhól í Reykjavík. Hún segir mun erfiðara að fara til yfirmanna og tilkynna um brot en að fordæma Donald Trump og Harvey Weinstein á Facebook. „Það er erfitt að fara á fund með starfsmannastjóranum og forstjóranum eftir það og fá að heyra að yfirmaðurinn sé nú svo góður rekstrarmaður að það verði nú að gefa honum séns. Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður.“ Fimmtudagur 25. október Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri Mannvits og fyrrverandi markaðs- og mannauðsstjóri hjá Kviku banka, krefst þess að skipuleggjendur Kvennafrídagsins biðji starfsmannastjóra Orkuveitunnar afsökunar vegna ræðu Áslaugar. Er hún ósátt við ásökun Áslaugar um „dónaskap og ruddaskap“ af hendi starfsmannastjórans. „Í dag fannst mér afskaplega sorglegt að sjá konu afhent gjallarhorn og gefið tækifæri til að ráðast á aðra konu. Hún fékk að ávarpa samkomuna í dag og ráðast að konu í stjórnunarstöðu sem starf síns vegna getur ekki varið sig gegn málflutningi hennar,“ segir Hildur. Skipuleggjendur standa með ákvörðun sinni. Föstudagur 26. október Upplýst er að á reglubundnum fundi stjórnenda innan Orkuveitu Reykjavíkur á fimmtudagskvöldinu er tekið undir gagnrýni á skipuleggjendur Kvennafrídagsins vegna ræðu Áslaugar Thelmu. Á fundinum kom samkvæmt heimildum fram afdráttarlaus stuðningur við starfsmannastjóra fyrirtækisins, sem sætti harðri gagnrýni í ræðunni umtöluðu. Miðvikudagur 7. nóvember Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, upplýsir að hann hafi gefið stjórninni skýrslu um fjölmiðlaumfjölun vegna málsins. „Tilefnið var ærið,“ segir Eiríkur og bætir við að algengt sé að stjórn OR fari yfir fréttaflutning af fyrirtækinu. Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, kynnir niðurstöðuna á fundi með blaðamönnum. Með henni eru Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, og stjórnarformaðurinn Brynhildur Davíðsdóttir.Vísir/Vilhelm Mánudagur 19. nóvember Niðurstaða innri endurskoðunar kynnt á blaðamannafundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur sem sjá má í heild hér að neðan. Uppsagnir Áslaugar Thelmu og Bjarna Más eru réttmætar að mati úttektaraðila. Þá kemur fram í skýrslunni að Einar Bárðarson hafi krafist tveggja ára launagreiðslu í miska- og réttlætisbætur auk þess sem uppsögn Áslaugar Thelmu verði endurskoðuð. Hann muni ekki linna látum fyrr en réttlát málalok náist fram og að klára megi málið „okkar á milli“ eða blanda „fleirum inn í þá baráttu“. Þá mun Þórður Ásmundsson snúa aftur til starfa að loknu leyfi. Ekkert í úttektinni gefi tilefni til annars. Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir að eftir á að hyggja megi vel segja að um „storm í vatnsglasi“ hafi verið að ræða eins og fréttamaður komst að orði á blaðamannafundinum. Henni hefur verið falið af stjórn að fara yfir niðurstöðuna, þær ábendingar sem fram koma, og leggja til tillögur á úrbótum á næsta stjórnarfundi. Ekki er gefið upp hvers vegna Áslaugu Thelmu og Bjarna Má var sagt upp. Það sé í þeirra höndum að upplýsa um slíkt en þeim verði fengin niðurstaðan í hendur. Hvorugt hefur gert það þegar þetta er skrifað. Kostnaður við úttektina liggur ekki fyrir. Aðalkostnaðurinn sé sá tollur sem hefur verið lagður á fyrirtækið að mati forstjórans fráfarandi, Helgu Jónsdóttur. Hún lætur af störfum mánudaginn 26. nóvember og Bjarni Bjarnason kemur aftur til starfa daginn eftir. Úttekt á uppsögnum hjá OR Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Sjötíu dögum eftir að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar er niðurstaða óháðrar úttektar á málinu sú að uppsögnin hafi verið réttmæt. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem stjórn Orkuveitu Reykjavíkur boðaði til í dag. Þar var sömuleiðis staðfest, samkvæmt sömu úttekt, að uppsögn Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, hafi verið réttmæt. Áslaugu og Bjarna hefur verið send ástæða þess að þeim var sagt upp. Sá hluti niðurstöðunnar verður ekki birtur opinberlega af persónuverndarsjónarmiðum. Þeim Áslaugu og Bjarna er því í sjálfsvald sett að greina frá því. Margir komu að úttektinni: Hallur Símonarson, Jenný Stefanía Jensdóttir og Kristín Vilhjálmsdóttir hjá innri endurskoðun, Svala Guðmundsdóttir, dósent í mannauðsstjórnun við viðskiptafræðideild HÍ, Inga Björg Hjartardóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir lögmenn hjá Attentus og Félagsvísindastofnun HÍ undir stjórn Guðbjargar Andreu Jónsdóttur sem sá um könnun meðal starfsfólks. Stjórnarformaður OR er ánægð með niðurstöðuna enda hafi verið mikilvægt að skoða hvort brotið hafi verið á fólki eða ásakanir um óheilbrigða vinnustaðamenningu, mögulega falda menningu, ættu við rök að styðjast. Niðurstöðurnar staðfesta að svo er ekki. Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, tók undir fyrirspurn blaðamanns RÚV á blaðamannafundi í dag að eftir á að hyggja megi segja að um „storm í vatnsglasi“ hafi verið að ræða. Það hafi þó ekki legið fyrir áður en farið var í úttektina. Að neðan er atburðarás síðustu tíu vikna rakin. Mánudagur 10. september Áslaugu Thelmu Einarsdóttur, forstöðumanni markaðs- og kynningarmála hjá Orku náttúrunnar, er sagt upp störfum. Uppsögnin var að hennar sögn án nokkurra haldbærra skýringa og kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þriðjudagur 11. september Einar Bárðarson, umboðsmaður og eiginmaður Áslaugar, sendir Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, og Sólrúnu Kristjánsdóttur starfsmannastjóra harðorðan tölvupóst. Póstinum fylgir afrit af tölvupósti sem Bjarni Már sendi kvenundirmönnum sínum og hjólreiðafélögum í mars. Í póstinum var linkur á frétt Smartlandsins þess efnis að hjólreiðafólk stundaði betra kynlíf. Í framhaldinu boðar Bjarni Einar á fund sinn með lögfræðingi klukkan tíu á miðvikudagsmorgun. Áslaug Thelma Einarsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar. Miðvikudagur 12. september Áslaug Thelma Einarsdóttir og Einar Bárðarson funda með Bjarna Bjarnasyni, starfsmannastjóranum Sólrúnu Kristjánsdóttur auk Óskars Norðmann, lögfræðingi í starfsmannamálum hjá OR. Fundurinn fer fram klukkan tíu að morgni. Bjarni segist hafa tekið málið alvarlega og næsta skref væri að funda með stjórn Orku náttúrunnar. Bjarni boðar til fundar hjá stjórn ON sem hefst klukkan 14:30. Á fundinum er ákveðið að segja Bjarna Má upp störfum. Einar Bárðarson skrifar harðorða færslu á Facebook klukkan 18:18. Þar lýsir hann upplifun sinni af fundinum án þess að nefna persónur og leikendur. Segir hann forstjórann hafa sýnt honum fram á að það væri í lagi að framkvæmdastjóri á hans vakt sendi klámfengna tölvupósta á kvenundirmenn sína. Bjarni forstjóri fundar með Bjarna Má og starfsmannastjóranum um kvöldið þar sem Bjarna Má er tilkynnt uppsögnin. Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar.Aðsend Fimmtudagur 13. september Orka náttúrunnar sendir tilkynningu um klukkan 15 þar sem greint er frá uppsögn Bjarna Más og vísað til „óviðeigandi hegðunar“. Fram kemur að Þórður Ásmundsson taki við stöðunni til bráðabirgða. Þetta er í fyrsta skipti sem fjallað er um málið í fjölmiðlum. Bjarni Már segist í viðtali við Vísi ekki vera dónakall. Hann mætti þó vanda orðaval sitt betur og segist hafa beðist afsökunar á fyrrnefndum tölvupósti daginn eftir að hann sendi hann. „En ætli ég geti ekki sjálfum mér um kennt,“ segir Bjarni Már. Bjarni Bjarnason tjáði Vísi að hann hefði fengið frá Einari upplýsingar um hegðun Bjarna Más sem honum hefði ekki verið kunnugt áður. Vísaði hann þar til fyrrnefnds tölvupósts. Einar Bárðarson hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum afar ósáttur við uppsögn eiginkonu sinnar. Föstudagur 14. september Stjórnarfundur haldinn eftir hádegi hjá Orkuveitu Reykjavíkur þar sem fjölmargir stjórnarmenn funda símleiðis því þeir eru staddir erlendis. Brynhildur Davíðsdóttir stjórnarformaður segir stjórnina styðja ákvörðunina að segja Bjarna Má upp störfum. Þá bæri stjórnin fullt traust til Bjarna forstjóra. Hildur Björnsdóttir, stjórnarmaður í Orkuveitunni, segist á Facebook að sér hafi brugðið við þessi orð stjórnarformannsins. Stjórn hafi ekki gefið út neina yfirlýsingu vegna málsins. Hún hefur síðar sagt að ekki hafi verið tilefni til að lýsa yfir trausti frekar en vantrausti. Orkuveita Reykjavíkur fær seint á föstudeginum upplýsingar um að Þórður Ásmundsson sé grunaður um kynferðisbrot. Um leið ákveður stjórn OR að Þórður taki ekki við framkvæmdastjórastöðunni af Bjarna. Þórður er sendur í leyfi. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, steig til hliðar á meðan úttekt stóð.Fréttablaðið/Stefán Mánudagur 17. september Forstjóri boðar til starfsmannafundar hjá Orkuveitu Reykjavíkur þar sem starfsmenn eru hvattir til að spyrja út í málin, hafi þeir spurningar. Áslaug Thelma skrifar langa færslu á Facebook klukkan níu að morgni þar sem hún rekur sína hlið málsins. Segir hún uppsögn sína með öllu tilhæfulausa og hafa komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Eina mögulega ástæða þess að hún hafi verið rekin séu athugasemdir hennar við framkomu Bjarna Más. Bjarni Bjarnason forstjóri segist í tilkynningu til fjölmiðla klukkan 12 ekki ætla að tjá sig frekar opinberlega um starfsflok OR. Vilji starfsmenn, sem sagt hafi verið upp, ræða uppsögn sína frekar við sig sé það í boði. Tuttugu mínútum síðar er send út önnur tilkynning þar sem fram kemur að Berglind Rán Ólafsdóttir taki við starfinu af Bjarna Má Júlíussyni. Ekki kemur fram hvers vegna. Á sjötta tímanum sendir Félag kvenna í atvinnulífinu frá sér tilkynningu og segir algjörlega óviðunandi eftir alla þá umræðu sem orðið hafi í kjölfar #MeToo byltingarinnar að ekki sé staðið faglega að málum vegna kynbundins ofbeldis og áreitni. Kallað er eftir rannsókn á máli Áslaugar Thelmu og Bjarna Más. Rúmri klukkustund síðar berst tilkynning frá Orkuveitu Reykjavíkur þess efnis að Bjarni forstjóri óski eftir því að stíga til hliðar á meðan vinnustaðamenning og starfsmannamál séu rannsökuð. Kvöldfréttir RÚV greina frá því að Þórður Ásmundsson sé sakaður um kynferðisbrot og því hafi hann ekki tekið við stöðunni af Bjarna Má. Síðar um kvöldið sendir Orkuveitan enn tilkynningu, nú fyrir hönd Ingvars Stefánssonar framkvæmdastjóra fjármála, þar sem hann greinir frá kynferðislegri áreitni af sinni hálfu gegn tveimur kvenstarfsmönnum á árshátíð fyrir þremur árum. Meðfylgjandi er skrifleg áminning frá forstjóranum þar sem fram kemur að bæti hann ekki ráð sitt verði hann rekinn. Honum er skipað að bæta ráð sitt og fara í viðeigandi meðferð og nýta úrræði sem Orkuveitan leggur til. Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu.FKA Þriðjudagur 18. september Brynhildur stjórnarformaður boðar til starfsmannafundar vegna stöðu mála. Fram kemur að undirbúningur á úttekt á vinnustaðamenningu og tilteknum starfsmannamálum sé hafinn. Beiðni Bjarna um að víkja úr starfi forstjóra verði tekin fyrir á stjórnarfundi daginn eftir, miðvikudaginn 19. september, og sömuleiðis ákveðið hver eigi að fylla í skarð Bjarna á meðan. Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu segist í viðtali í Morgunútvarpinu þekkja dæmi þess að uppsagnir séu sviðsettar í kjölfar þess að fólk tilkynnir óviðeigandi hegðun annarra starfsmanna, hvort sem það geri það formlega eða óformlega. „Það er algjörlega óviðunandi eftir alla þá umræðu sem orðið hefur í kjölfar #MeToo byltingarinnar að ekki sé staðið faglega að málum vegna kynbundins ofbeldis og áreitni,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Helga Jónsdóttir settist í stól Orkuveitu Reykjavíkur þegar Bjarni Bjarnason steig til hliðar.FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Miðvikudagur 19. september Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur fellst á að Bjarni stígi til hliðar og er Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, fengin til að standa vaktina í fjarveru hans. Fimmtudagur 20. september Borgarfulltrúar í meiri-og minnihluta borgarstjórnar segjast hafa fengið margvíslegar ábendingar um óeðlilega stjórnunarhætti innan Orkuveitu Reykjavíkur. Mikilvægt sé að innri endurskoðun borgarinnar fari vel yfir stjórnunarhætti og menningu innan fyrirtækisins. Þá sendir lögfræðingur Áslaugar Thelmu erindi á stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og krefst þess að tekin verði skír afstaða til „marklausrar uppsagnar“ Áslaugar. Mánudagur 24. september Bjarni Már fagnar fyrirhugaðri opinberri úttekt innri endurskoðunar. „Ég er ánægður með það að málið sé komið í farveg. Gerð verður úttekt á málinu öllu og ég óttast það ekki,“ segir Bjarni Már í samtali við Vísi. Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra, er falið að boða Áslaugu Thelmu á sinn fund. Þriðjudagur 25. september Helga segir skýrt að Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar (IER) sé algjörlega óháð pólitískum fyrirmælum og vinni samkvæmt alþjóðlegum stöðlum um innri endurskoðun. Koma þau ummæli í kjölfar gagnrýni frá Einari Bárðarsyni og fleirum um að það sé yfir vafa hafið að úttektin verði óháð. Hún telur næsta víst að niðurstöður úttektar á vinnustaðamenningu OR muni liggja fyrir áður en árið er á enda. Þá komi fleiri óháðir sérfræðingar að úttektinni. Fimmtudagur 27. september Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur fundar með Áslaugu Thelmu. Samkomulag er meðal fundargesta að ræða ekki það sem fram kemur á fundinum. Laugardagur 29. september Pistill Sifjar Sigmarsdóttur í Fréttablaðinu vekur mikla athygli. „Í átján mánuði kvartaði Áslaug undan hegðun yfirmanns eftir þeim boðleiðum sem OR bauð upp á. Á hana var þó ekki hlustað fyrr en hún greip til örþrifaráða,“ segir í pistlinum. Ekkert hafi verið gert til að huga að rotinni vinnustaðamenningu OR fyrr en málið rataði í fjölmiðla. Áslaug hafi ekki enn fengið lok sinna mála en kalla mætti málið „Skömm Orkuveitunnar“ segir Sif. Fjölmennt var við Arnarhól á Kvennafrídeginum. Þótti sumum óeðlilegt að Áslaugu Thelmu var boðið að flytja ræðu.Vísir/Vilhelm Miðvikudagur 24. október Áslaug Thelma er meðal ræðumanna á baráttundi kvenna við Arnarhól í Reykjavík. Hún segir mun erfiðara að fara til yfirmanna og tilkynna um brot en að fordæma Donald Trump og Harvey Weinstein á Facebook. „Það er erfitt að fara á fund með starfsmannastjóranum og forstjóranum eftir það og fá að heyra að yfirmaðurinn sé nú svo góður rekstrarmaður að það verði nú að gefa honum séns. Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður.“ Fimmtudagur 25. október Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri Mannvits og fyrrverandi markaðs- og mannauðsstjóri hjá Kviku banka, krefst þess að skipuleggjendur Kvennafrídagsins biðji starfsmannastjóra Orkuveitunnar afsökunar vegna ræðu Áslaugar. Er hún ósátt við ásökun Áslaugar um „dónaskap og ruddaskap“ af hendi starfsmannastjórans. „Í dag fannst mér afskaplega sorglegt að sjá konu afhent gjallarhorn og gefið tækifæri til að ráðast á aðra konu. Hún fékk að ávarpa samkomuna í dag og ráðast að konu í stjórnunarstöðu sem starf síns vegna getur ekki varið sig gegn málflutningi hennar,“ segir Hildur. Skipuleggjendur standa með ákvörðun sinni. Föstudagur 26. október Upplýst er að á reglubundnum fundi stjórnenda innan Orkuveitu Reykjavíkur á fimmtudagskvöldinu er tekið undir gagnrýni á skipuleggjendur Kvennafrídagsins vegna ræðu Áslaugar Thelmu. Á fundinum kom samkvæmt heimildum fram afdráttarlaus stuðningur við starfsmannastjóra fyrirtækisins, sem sætti harðri gagnrýni í ræðunni umtöluðu. Miðvikudagur 7. nóvember Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, upplýsir að hann hafi gefið stjórninni skýrslu um fjölmiðlaumfjölun vegna málsins. „Tilefnið var ærið,“ segir Eiríkur og bætir við að algengt sé að stjórn OR fari yfir fréttaflutning af fyrirtækinu. Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, kynnir niðurstöðuna á fundi með blaðamönnum. Með henni eru Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, og stjórnarformaðurinn Brynhildur Davíðsdóttir.Vísir/Vilhelm Mánudagur 19. nóvember Niðurstaða innri endurskoðunar kynnt á blaðamannafundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur sem sjá má í heild hér að neðan. Uppsagnir Áslaugar Thelmu og Bjarna Más eru réttmætar að mati úttektaraðila. Þá kemur fram í skýrslunni að Einar Bárðarson hafi krafist tveggja ára launagreiðslu í miska- og réttlætisbætur auk þess sem uppsögn Áslaugar Thelmu verði endurskoðuð. Hann muni ekki linna látum fyrr en réttlát málalok náist fram og að klára megi málið „okkar á milli“ eða blanda „fleirum inn í þá baráttu“. Þá mun Þórður Ásmundsson snúa aftur til starfa að loknu leyfi. Ekkert í úttektinni gefi tilefni til annars. Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir að eftir á að hyggja megi vel segja að um „storm í vatnsglasi“ hafi verið að ræða eins og fréttamaður komst að orði á blaðamannafundinum. Henni hefur verið falið af stjórn að fara yfir niðurstöðuna, þær ábendingar sem fram koma, og leggja til tillögur á úrbótum á næsta stjórnarfundi. Ekki er gefið upp hvers vegna Áslaugu Thelmu og Bjarna Má var sagt upp. Það sé í þeirra höndum að upplýsa um slíkt en þeim verði fengin niðurstaðan í hendur. Hvorugt hefur gert það þegar þetta er skrifað. Kostnaður við úttektina liggur ekki fyrir. Aðalkostnaðurinn sé sá tollur sem hefur verið lagður á fyrirtækið að mati forstjórans fráfarandi, Helgu Jónsdóttur. Hún lætur af störfum mánudaginn 26. nóvember og Bjarni Bjarnason kemur aftur til starfa daginn eftir.
Úttekt á uppsögnum hjá OR Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira