„Ímyndir skipta máli“ Herdís Sveinsdóttir skrifar 19. nóvember 2018 20:43 Í skýrslu Ríkisendurskoðunar Hjúkrunarfræðingar, mönnun, menntun og starfsumhverfi sem kom út í október 2017 hvetur Ríkisendurskoðun mennta- og menningarmálaráðuneyti til að beita sér fyrir fjölgun nema í hjúkrunarfræði. Mikilvægt sé að hraða nýliðun innan hjúkrunar vegna þess skorts sem nú þegar er á starfandi hjúkrunarfræðingum en einnig vegna þess að um fimmtungur þeirra öðlast rétt til töku lífeyris á næstu þremur árum. Í framhaldi af þessu hefur ráðuneytið óskað eftir því að Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri vinni að mótun tillagna um hvernig fjölga megi útskrifuðum hjúkrunarfræðingum. Það er öllum sem starfa innan heilbrigðisþjónustunnar ljóst að um grafalvarlegt ástand er að ræða. Heilsu og velferð þjóðarinnar allrar er stefnt í hættu ef mönnun hjúkrunarfræðinga fer undir hættumörk. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga ásamt Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri hafa á undanförnum árum staðið fyrir nokkrum verkefnum til að breyta viðhorfum almennings um hjúkrunarfræðinga og störf þeirra og til að fjölga karlmönnum í hjúkrun. Mikilvægt er að þegar ungt fólk velur sér starfsvettvang til framtíðar hafi það raunsanna mynd af því hvað störf á þeim vettvangi fela í sér. Hjúkrunarstarfið er gífurlega fjölbreytt starf. Það felur í sér náin samskipti við fólk á þeirra viðkvæmustu stundum, þekkingu á flóknum klínískum meðferðum ásamt getu til að veita meðferðina, skipulagningu og útdeilingu verkefna á sjúkradeildum, mannaforráð auk faglegrar og fjárhagslegrar ábyrgðar og fleira. Nám í hjúkrunarfræði ætti að höfða til mjög margra en ákveðin viðhorf í samfélaginu geta valdið því að stór hópur ungs fólks sjái hjúkrunarfræðina ekki sem valkost þegar það velur sér námsleið. Það á við um flesta stráka og margar stelpur sem sjá ekki möguleikana í hjúkrunarstarfinu. Átta sig kannski ekki á því að af framkvæmdastjórum sjö klínískra sviða Landspítala eru fimm hjúkrunarfræðingar. Að mínu mati er ástæða þess að hjúkrunarfræðingum eru falin æðstu stjórnunarstörf spítalans m.a. sú að dagleg störf hjúkrunarfræðinga felast, auk þess að sinna sjúklingum af natni, í því að fást við flæði upplýsinga og samskipti, hrærast í síbreytilegu umhverfi og láta hlutina ganga upp. Ein af þekktari söngkonum þjóðarinnar, Birgitta Haukdal, hefur haslað sér völl á barnabókamarkaðnum. Nú í haust gaf hún út bókina „Lára fer til læknis“ og skrifaði hjúkrunarfræðingurinn Sólveig Auður Hauksdóttir pistil á facebók, sem ratað hefur víða, um þá skaðlegu ímynd hjúkrunarfræðinga sem fram kemur í bók Birgittu. Bandaríski blaðamaðurinn og rithöfundurinn, Suzanne Gordon, hefur skrifað mikið um öryggi í heilbrigðiskerfum nútímans, öryggi sjúklinga, hjúkrun, teymisvinnu og fleira. Hún hefur komið til Íslands og haldið fyrirlestra fyrir heilbrigðisstarfsfólk um mikilvægi þess að almenningur þekki störf hjúkrunarfræðinga. Hún hefur rakið með mýmörgum dæmum að ef sjúklingur veit ekki af þekkingu og færni hjúkrunarfræðingsins þegar hann leitar til heilbrigðisstofnunar getur það valdið því að sjúklingurinn spyr hjúkrunarfræðinginn ekki spurninga sem geta skipt sköpum um meðferð hans eða hann vantreystir því sem hjúkrunarfræðingurinn hefur fram að færa. Röng ímynd hjúkrunarfræðinga getur því verið sjúklingnum skaðleg. Af þessum ástæðum hafa fjölmargir hjúkrunarfræðingar „líkað við“ og deilt færslu Sólveigar. Það er óásættanlegt að einstaklingar sem gefa sig út fyrir að skrifa fyrir ung börn kynni sér ekki betur aðstæður sem þeir skrifa um, vinni ekki rannsóknavinnuna. Það er jafnframt ekki hægt að afsaka slæm vinnubrögð útgefanda bókarinnar, Forlagsins, fyrir að vinna ekki betur með höfundi. Sif Sigmarsdóttir, skrifaði fyrir nokkrum dögum um það góða fólk sem stendur að baki hverri útgefinni bók. Því miður þá tel ég að það hafi ekki staðið sig við vinnslu þessarar bókar þar sem eldgömlum, úreltum og jafnvel skaðlegum viðhorfum um hjúkrunarfræðinga er haldið fram. Steininn tók þó úr í pistli Guðmundar Steingrímssonar Góð týpa sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Á Guðmund er hlustað, hann er fyrrverandi alþingismaður og ætti að þekkja mjög vel til í heilbrigðiskerfinu en velur að smætta ofangreinda umræðu niður í umræðu um starfsheitið hjúkrunarfræðingur eða hjúkrunarkona. „Jú, jú, auðvitað ekki rétt“ skrifar hann, „ en slökum samt á“. Það er varhugavert á okkar litla barnabókamarkaði að vanda ekki vel til verka. Það felur ekki í sér „forskriftarbækur“ heldur einvörðungu að höfundar kynni sér nútímann og hvernig staðið er að verki í dag. Birgittu óska ég alls hins besta á hennar rithöfundarferli.Höfundur er prófessor og deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar Hjúkrunarfræðingar, mönnun, menntun og starfsumhverfi sem kom út í október 2017 hvetur Ríkisendurskoðun mennta- og menningarmálaráðuneyti til að beita sér fyrir fjölgun nema í hjúkrunarfræði. Mikilvægt sé að hraða nýliðun innan hjúkrunar vegna þess skorts sem nú þegar er á starfandi hjúkrunarfræðingum en einnig vegna þess að um fimmtungur þeirra öðlast rétt til töku lífeyris á næstu þremur árum. Í framhaldi af þessu hefur ráðuneytið óskað eftir því að Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri vinni að mótun tillagna um hvernig fjölga megi útskrifuðum hjúkrunarfræðingum. Það er öllum sem starfa innan heilbrigðisþjónustunnar ljóst að um grafalvarlegt ástand er að ræða. Heilsu og velferð þjóðarinnar allrar er stefnt í hættu ef mönnun hjúkrunarfræðinga fer undir hættumörk. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga ásamt Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri hafa á undanförnum árum staðið fyrir nokkrum verkefnum til að breyta viðhorfum almennings um hjúkrunarfræðinga og störf þeirra og til að fjölga karlmönnum í hjúkrun. Mikilvægt er að þegar ungt fólk velur sér starfsvettvang til framtíðar hafi það raunsanna mynd af því hvað störf á þeim vettvangi fela í sér. Hjúkrunarstarfið er gífurlega fjölbreytt starf. Það felur í sér náin samskipti við fólk á þeirra viðkvæmustu stundum, þekkingu á flóknum klínískum meðferðum ásamt getu til að veita meðferðina, skipulagningu og útdeilingu verkefna á sjúkradeildum, mannaforráð auk faglegrar og fjárhagslegrar ábyrgðar og fleira. Nám í hjúkrunarfræði ætti að höfða til mjög margra en ákveðin viðhorf í samfélaginu geta valdið því að stór hópur ungs fólks sjái hjúkrunarfræðina ekki sem valkost þegar það velur sér námsleið. Það á við um flesta stráka og margar stelpur sem sjá ekki möguleikana í hjúkrunarstarfinu. Átta sig kannski ekki á því að af framkvæmdastjórum sjö klínískra sviða Landspítala eru fimm hjúkrunarfræðingar. Að mínu mati er ástæða þess að hjúkrunarfræðingum eru falin æðstu stjórnunarstörf spítalans m.a. sú að dagleg störf hjúkrunarfræðinga felast, auk þess að sinna sjúklingum af natni, í því að fást við flæði upplýsinga og samskipti, hrærast í síbreytilegu umhverfi og láta hlutina ganga upp. Ein af þekktari söngkonum þjóðarinnar, Birgitta Haukdal, hefur haslað sér völl á barnabókamarkaðnum. Nú í haust gaf hún út bókina „Lára fer til læknis“ og skrifaði hjúkrunarfræðingurinn Sólveig Auður Hauksdóttir pistil á facebók, sem ratað hefur víða, um þá skaðlegu ímynd hjúkrunarfræðinga sem fram kemur í bók Birgittu. Bandaríski blaðamaðurinn og rithöfundurinn, Suzanne Gordon, hefur skrifað mikið um öryggi í heilbrigðiskerfum nútímans, öryggi sjúklinga, hjúkrun, teymisvinnu og fleira. Hún hefur komið til Íslands og haldið fyrirlestra fyrir heilbrigðisstarfsfólk um mikilvægi þess að almenningur þekki störf hjúkrunarfræðinga. Hún hefur rakið með mýmörgum dæmum að ef sjúklingur veit ekki af þekkingu og færni hjúkrunarfræðingsins þegar hann leitar til heilbrigðisstofnunar getur það valdið því að sjúklingurinn spyr hjúkrunarfræðinginn ekki spurninga sem geta skipt sköpum um meðferð hans eða hann vantreystir því sem hjúkrunarfræðingurinn hefur fram að færa. Röng ímynd hjúkrunarfræðinga getur því verið sjúklingnum skaðleg. Af þessum ástæðum hafa fjölmargir hjúkrunarfræðingar „líkað við“ og deilt færslu Sólveigar. Það er óásættanlegt að einstaklingar sem gefa sig út fyrir að skrifa fyrir ung börn kynni sér ekki betur aðstæður sem þeir skrifa um, vinni ekki rannsóknavinnuna. Það er jafnframt ekki hægt að afsaka slæm vinnubrögð útgefanda bókarinnar, Forlagsins, fyrir að vinna ekki betur með höfundi. Sif Sigmarsdóttir, skrifaði fyrir nokkrum dögum um það góða fólk sem stendur að baki hverri útgefinni bók. Því miður þá tel ég að það hafi ekki staðið sig við vinnslu þessarar bókar þar sem eldgömlum, úreltum og jafnvel skaðlegum viðhorfum um hjúkrunarfræðinga er haldið fram. Steininn tók þó úr í pistli Guðmundar Steingrímssonar Góð týpa sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Á Guðmund er hlustað, hann er fyrrverandi alþingismaður og ætti að þekkja mjög vel til í heilbrigðiskerfinu en velur að smætta ofangreinda umræðu niður í umræðu um starfsheitið hjúkrunarfræðingur eða hjúkrunarkona. „Jú, jú, auðvitað ekki rétt“ skrifar hann, „ en slökum samt á“. Það er varhugavert á okkar litla barnabókamarkaði að vanda ekki vel til verka. Það felur ekki í sér „forskriftarbækur“ heldur einvörðungu að höfundar kynni sér nútímann og hvernig staðið er að verki í dag. Birgittu óska ég alls hins besta á hennar rithöfundarferli.Höfundur er prófessor og deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun