Áfram íslenska Lilja Alfreðsdóttir skrifar 19. nóvember 2018 07:00 Á degi íslenskrar tungu sl. föstudag kynnti ég vitundarvakningu um mikilvægi íslenskunnar. Sú ber yfirskriftina Áfram íslenska! og er ætlað að minna á að þróun og framtíð tungumálsins er á ábyrgð okkar allra. Vitundarvakning þessi er liður í fjölþættum aðgerðum stjórnvalda til stuðnings íslenskri tungu og fyrsta aðgerðin sem tilgreind er í þingsályktunartillögu um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi. Þingsályktunin var samþykkt í ríkisstjórn í liðinni viku og verður brátt lögð fram á Alþingi. Að undanförnu höfum við kynnt ýmsar aðgerðir til stuðnings íslenskunni sem meðal annars tengjast útgáfu bóka á íslensku, einkareknum fjölmiðlum og máltækni. Með þingsályktunartillögunni, og þeim 22 aðgerðum sem þar eru tilgreindar, er markmiðið að ná enn þá betur utan um það stóra og viðvarandi verkefni stjórnvalda að tryggja að íslenska verði áfram notuð á öllum sviðum íslensks samfélags. Sérstaða þjóðtungunnar, gildi hennar og fjölbreytni er sá grunnur sem vitundarvakningin okkar byggir á. Tíu aðgerðir í þingsályktunartillögunni tengjast íslensku menntakerfi með beinum hætti, t.d. aðgerð sem tengist því að efla skólabókasöfn og vinna áfram að bættu læsi. Íslendingum af erlendum uppruna og erlendum ríkisborgurum sem hér búa hefur fjölgað verulega á síðustu árum. Við vitum að nemendum sem hafa annað móðurmál en íslensku vegnar verr í íslensku skólakerfi og eru líklegri til að hverfa frá námi. Því er brýnt að auðvelda aðfluttum Íslendingum, á öllum aldri, að ná tökum á íslensku máli. Jákvæð umræða og fræðsla í samfélaginu um fjölbreytileika íslenskunnar er sérstaklega mikilvæg fyrir nýja málnotendur og eyða þarf fordómum og auka þolinmæði gagnvart íslensku með erlendum einkennum. Það verður mikilvægur liður í vitundarvakningunni. Íslenskan er lifandi samskiptatæki og okkar sjálfsagða mál. Vitundarvakning af þessu tagi þarf að eiga sér stað sem víðast í samfélaginu og því verður á næstunni leitað eftir víðtæku samstarfi um hana, m.a. við stofnanir, atvinnulíf og félagasamtök. Við getum öll tekið virkan þátt í því að þróa íslenskuna, móta hana og nýta hana á skapandi hátt. Framtíð íslenskunnar er í okkar höndum – og á okkar vörum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Sjá meira
Á degi íslenskrar tungu sl. föstudag kynnti ég vitundarvakningu um mikilvægi íslenskunnar. Sú ber yfirskriftina Áfram íslenska! og er ætlað að minna á að þróun og framtíð tungumálsins er á ábyrgð okkar allra. Vitundarvakning þessi er liður í fjölþættum aðgerðum stjórnvalda til stuðnings íslenskri tungu og fyrsta aðgerðin sem tilgreind er í þingsályktunartillögu um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi. Þingsályktunin var samþykkt í ríkisstjórn í liðinni viku og verður brátt lögð fram á Alþingi. Að undanförnu höfum við kynnt ýmsar aðgerðir til stuðnings íslenskunni sem meðal annars tengjast útgáfu bóka á íslensku, einkareknum fjölmiðlum og máltækni. Með þingsályktunartillögunni, og þeim 22 aðgerðum sem þar eru tilgreindar, er markmiðið að ná enn þá betur utan um það stóra og viðvarandi verkefni stjórnvalda að tryggja að íslenska verði áfram notuð á öllum sviðum íslensks samfélags. Sérstaða þjóðtungunnar, gildi hennar og fjölbreytni er sá grunnur sem vitundarvakningin okkar byggir á. Tíu aðgerðir í þingsályktunartillögunni tengjast íslensku menntakerfi með beinum hætti, t.d. aðgerð sem tengist því að efla skólabókasöfn og vinna áfram að bættu læsi. Íslendingum af erlendum uppruna og erlendum ríkisborgurum sem hér búa hefur fjölgað verulega á síðustu árum. Við vitum að nemendum sem hafa annað móðurmál en íslensku vegnar verr í íslensku skólakerfi og eru líklegri til að hverfa frá námi. Því er brýnt að auðvelda aðfluttum Íslendingum, á öllum aldri, að ná tökum á íslensku máli. Jákvæð umræða og fræðsla í samfélaginu um fjölbreytileika íslenskunnar er sérstaklega mikilvæg fyrir nýja málnotendur og eyða þarf fordómum og auka þolinmæði gagnvart íslensku með erlendum einkennum. Það verður mikilvægur liður í vitundarvakningunni. Íslenskan er lifandi samskiptatæki og okkar sjálfsagða mál. Vitundarvakning af þessu tagi þarf að eiga sér stað sem víðast í samfélaginu og því verður á næstunni leitað eftir víðtæku samstarfi um hana, m.a. við stofnanir, atvinnulíf og félagasamtök. Við getum öll tekið virkan þátt í því að þróa íslenskuna, móta hana og nýta hana á skapandi hátt. Framtíð íslenskunnar er í okkar höndum – og á okkar vörum.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar