Domino's Körfuboltakvöld: Úrvalslið seinni hlutans Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. mars 2018 12:15 Úrvalslið seinni 11 umferða Domino's deildar karla að mati sérfræðinga Domino's Körfuboltakvölds skjáskot Loka umferð Domino's deildar karla í körfubolta var leikin á fimmtudaginn og úrslitakeppnin hefst í næstu viku. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi gerðu upp seinni hluta deildarinnar í gærkvöld þar sem þeir útnefndu úrvalslið seinni hlutans. Það var mikið tekist á innan hóps sérfræðinganna um hverjir ættu að fá sæti í úrvalsliðinu, enda mikið um góða leikmenn í deildinni. Þeir vildu taka það fram að það skipti máli í valinu að leikmenn hafi verið að gera góða hluti í sigurliðum. Það fór þó svo að fimm manna liðið er skipað Kára Jónssyni, Pétri Rúnari Birgissyni, Ryan Taylor, Kristófer Acox og Hlyn Bæringssyni. Kári er búinn að vera stórbrotinn í Haukaliðinu eftir að hann snéri aftur heim úr bandaríska háskólaboltanum. Hann er með 19,8 stig að meðaltali í leik, 4,5 fráköst og 5,1 stoðsendingu. Þá er hann hæstur allra í deildinni á lista yfir meðaltal +/- tölfræðinnar sem sýnir með hversu mörgum stigum lið hans vinnur eða tapar þeim mínútum sem hann spilar. Þar er Kári með 12,3 í plús að meðaltali. Hann hefur ekki spilað með Haukum síðan 18. febrúar þegar þeir unnu KR og lögðu grunninn að deildarmeistaratitlinum því hann brotnaði á þumalfingri á landsliðsæfingu í febrúar. Hinn tvítugi Kári mætir þó að öllum líkindum aftur í Haukaliðið í úrslitakeppninni en þar mæta Haukar Keflavík í 8-liða úrslitum. Pétur Rúnar hefur átt frábært tímabil með Tindastól og stýrt liðinu virkilega vel. Hann þurfti að taka leiðtogahlutverkið meira á herðar sér eftir að Sigtryggur Arnar Björnsson meiddist og gerði það vel. Leikstjórnandinn ungi er með 15,1 stig að meðaltali í leik í vetur, 5,5 fráköst og 6,5 stoðsendingar. Hann verður í framlínunni þegar Stólarnir taka á móti Grindavík í 8-liða úrslitum deildarinnar. Ryan Taylor er að öðrum ólöstuðum einn besti bandaríski leikmaður deildarinnar. Hann er gríðarlega mikilvægur í ÍR liðinu þar sem hann treður, setur niður þrista og ver skot til að bjarga leikjum án þess að hafa neitt fyrir því. Hann er fjórði stigahæsti leikmaðurinn í deildinni með 21,9 stig að meðaltali í leik og fimmti frákastahæsti með 10,4 fráköst í leik. Vesturbæingurinn Kristófer Acox hefur farið á kostum eftir áramót. Hann átti hvern stórleikinn á fætur öðrum og er með safn af Cintamani húfum fyrir glæsilegar troðslur sínar. Kristófer er með 17,1 stig að meðaltali í leik í vetur, 9,8 fráköst og 24 framlagspunkta. Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson hefur dregið lið Stjörnunnar áfram. Hann er næst frákastahæstur í deildinni í vetur með 12,5 fráköst að meðaltali í leik ásamt 15 stigum og 4 stoðsendingum. Hinn 35 ára Hlynur átti stórleik gegn Haukum í byrjun mánaðarins þar sem hann skilaði 23 stigum og 40 framlagspunktum aðeins örfáum dögum eftir að hann spilaði hörku landsleiki gegn Finnum og Tékkum í Laugardalshöll. Umræðu strákanna um úrvalsliðið má sjá í spilaranum hér að neðan. Dominos-deild karla Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira
Loka umferð Domino's deildar karla í körfubolta var leikin á fimmtudaginn og úrslitakeppnin hefst í næstu viku. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi gerðu upp seinni hluta deildarinnar í gærkvöld þar sem þeir útnefndu úrvalslið seinni hlutans. Það var mikið tekist á innan hóps sérfræðinganna um hverjir ættu að fá sæti í úrvalsliðinu, enda mikið um góða leikmenn í deildinni. Þeir vildu taka það fram að það skipti máli í valinu að leikmenn hafi verið að gera góða hluti í sigurliðum. Það fór þó svo að fimm manna liðið er skipað Kára Jónssyni, Pétri Rúnari Birgissyni, Ryan Taylor, Kristófer Acox og Hlyn Bæringssyni. Kári er búinn að vera stórbrotinn í Haukaliðinu eftir að hann snéri aftur heim úr bandaríska háskólaboltanum. Hann er með 19,8 stig að meðaltali í leik, 4,5 fráköst og 5,1 stoðsendingu. Þá er hann hæstur allra í deildinni á lista yfir meðaltal +/- tölfræðinnar sem sýnir með hversu mörgum stigum lið hans vinnur eða tapar þeim mínútum sem hann spilar. Þar er Kári með 12,3 í plús að meðaltali. Hann hefur ekki spilað með Haukum síðan 18. febrúar þegar þeir unnu KR og lögðu grunninn að deildarmeistaratitlinum því hann brotnaði á þumalfingri á landsliðsæfingu í febrúar. Hinn tvítugi Kári mætir þó að öllum líkindum aftur í Haukaliðið í úrslitakeppninni en þar mæta Haukar Keflavík í 8-liða úrslitum. Pétur Rúnar hefur átt frábært tímabil með Tindastól og stýrt liðinu virkilega vel. Hann þurfti að taka leiðtogahlutverkið meira á herðar sér eftir að Sigtryggur Arnar Björnsson meiddist og gerði það vel. Leikstjórnandinn ungi er með 15,1 stig að meðaltali í leik í vetur, 5,5 fráköst og 6,5 stoðsendingar. Hann verður í framlínunni þegar Stólarnir taka á móti Grindavík í 8-liða úrslitum deildarinnar. Ryan Taylor er að öðrum ólöstuðum einn besti bandaríski leikmaður deildarinnar. Hann er gríðarlega mikilvægur í ÍR liðinu þar sem hann treður, setur niður þrista og ver skot til að bjarga leikjum án þess að hafa neitt fyrir því. Hann er fjórði stigahæsti leikmaðurinn í deildinni með 21,9 stig að meðaltali í leik og fimmti frákastahæsti með 10,4 fráköst í leik. Vesturbæingurinn Kristófer Acox hefur farið á kostum eftir áramót. Hann átti hvern stórleikinn á fætur öðrum og er með safn af Cintamani húfum fyrir glæsilegar troðslur sínar. Kristófer er með 17,1 stig að meðaltali í leik í vetur, 9,8 fráköst og 24 framlagspunkta. Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson hefur dregið lið Stjörnunnar áfram. Hann er næst frákastahæstur í deildinni í vetur með 12,5 fráköst að meðaltali í leik ásamt 15 stigum og 4 stoðsendingum. Hinn 35 ára Hlynur átti stórleik gegn Haukum í byrjun mánaðarins þar sem hann skilaði 23 stigum og 40 framlagspunktum aðeins örfáum dögum eftir að hann spilaði hörku landsleiki gegn Finnum og Tékkum í Laugardalshöll. Umræðu strákanna um úrvalsliðið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Dominos-deild karla Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira