Eldflaugamaðurinn og sá elliæri funda Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. mars 2018 09:00 Trump og Kim hafa undanfarið kallað hvor annan eldflaugamanninn og elliæran geðsjúkling Vísir/AFP Stefna ríkisstjórnar Donalds Trump í Bandaríkjunum um að einangra Norður-Kóreu virkar. Þetta sagði Mike Pence varaforseti í gær og sagði væntanlegan fund Trumps með Kim Jong-un einræðisherra, líkt og tilkynnt var um í fyrrinótt, sanna að stefnan virkaði. Bandaríkjastjórn hefði ekki gefið tommu eftir og hefði jafnt og þétt aukið þrýstinginn á Kim-stjórnina. En tilkynningin um leiðtogafundinn kom á óvart. „Satt best að segja erum við undrandi. Málflutningur Kim í viðræðunum við sendinefnd Suður-Kóreu kom okkur einnig á óvart,“ sagði Rex Tillerson utanríkisráðherra en á téðum fundi Kim og erindreka nágrannaríkisins sagðist einræðisherrann meðal annars tilbúinn til að losa sig við kjarnorkuvopnin gegn því að öryggi einræðisstjórnarinnar yrði tryggt. Fleiri en Bandaríkjastjórn eru undrandi á snörpum skoðanaskiptum Kim, einræðisherrans sem hótaði því fyrir ekki svo löngu að varpa kjarnorkusprengju á bandarísku eyjuna Gvam og skiptist á uppnefnum við Trump. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, sagði í gær að fréttirnar af væntanlegum fundi Kim og Trumps væru eins og kraftaverk. Sjálfur ætlar hann að funda með Kim í apríl. „Ef Trump forseti og Kim formaður hittast í kjölfar fundar okkar er hægt að ná miklum árangri,“ sagði Moon. Fréttaskýrandi BBC benti á það í gær að stuðningsmenn Moon Jae-in lofuðu hann fyrir að vera afburða samningamann. Hann hefði komið auga á möguleikann á því að losa um spennuna á Kóreuskaga þegar hann heyrði Kim segjast vera opinn fyrir viðræðum í nýársávarpi sínu. Í sama nýársávarpi minnti Kim reyndar á að hann væri með virkan kjarnorkuhnapp á skrifborði sínu. Svo virðist sem Moon hafi stokkið á tækifærið en frá því nýársávarpið var flutt hafa ríkin opnað aftur á beina neyðarlínu, sent sameinað lið á Vetrarólympíuleikana í Pyeongchang, fundað í Pjongjang og skipulagt leiðtogafund á landamærunum. Óljóst er hvað veldur þessum skyndilega vilja Kim til að setjast við borðið og ræða afvopnun. Sumir hafa haldið því fram að áralangar þvingunaraðgerðir séu að bera árangur, aðrir að Kim telji sig geta beygt Trump undir vilja sinn og enn aðrir telja að með þessu vilji Kim styrkja stöðu ríkisins og fá það loks viðurkennt á opinberum vettvangi að Norður-Kórea sé kjarnorkuveldi. Þá má benda á að Norður-Kórea hefur enn ekki skuldbundið sig til neins og ekki sóst eftir neinu enn sem komið er. Yfirvöld þar hafa áður gengið á bak orða sinna og jafnvel þótt Kim samþykki að eyða kjarnorkuvopnum sínum verður erfitt að sanna það nema eftirlitsmönnum sé hleypt inn í landið og þeim gefið svigrúm til að sannreyna það. Prófessor Haksoon Paik, rannsakandi við Sejong-stofnunina í Suður-Kóreu, sagði við BBC í gær að Moon hefði miklar áhyggjur af því að kjarnorkustríð brytist út. Kim deildi þeim áhyggjum enda hefði Bandaríkjastjórn hótað öllu illu. Annar suðurkóreskur prófessor, Lee Sung-yoon, sagði við sama miðil að með því að tala nú um afvopnun væri Kim greinilega að sækjast eftir því að losað yrði um þvinganir og væri að sækjast eftir fyrrnefndri viðurkenningu á því að Norður-Kórea sé svo sannarlega kjarnorkuveldi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Fleiri fréttir Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Sjá meira
Stefna ríkisstjórnar Donalds Trump í Bandaríkjunum um að einangra Norður-Kóreu virkar. Þetta sagði Mike Pence varaforseti í gær og sagði væntanlegan fund Trumps með Kim Jong-un einræðisherra, líkt og tilkynnt var um í fyrrinótt, sanna að stefnan virkaði. Bandaríkjastjórn hefði ekki gefið tommu eftir og hefði jafnt og þétt aukið þrýstinginn á Kim-stjórnina. En tilkynningin um leiðtogafundinn kom á óvart. „Satt best að segja erum við undrandi. Málflutningur Kim í viðræðunum við sendinefnd Suður-Kóreu kom okkur einnig á óvart,“ sagði Rex Tillerson utanríkisráðherra en á téðum fundi Kim og erindreka nágrannaríkisins sagðist einræðisherrann meðal annars tilbúinn til að losa sig við kjarnorkuvopnin gegn því að öryggi einræðisstjórnarinnar yrði tryggt. Fleiri en Bandaríkjastjórn eru undrandi á snörpum skoðanaskiptum Kim, einræðisherrans sem hótaði því fyrir ekki svo löngu að varpa kjarnorkusprengju á bandarísku eyjuna Gvam og skiptist á uppnefnum við Trump. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, sagði í gær að fréttirnar af væntanlegum fundi Kim og Trumps væru eins og kraftaverk. Sjálfur ætlar hann að funda með Kim í apríl. „Ef Trump forseti og Kim formaður hittast í kjölfar fundar okkar er hægt að ná miklum árangri,“ sagði Moon. Fréttaskýrandi BBC benti á það í gær að stuðningsmenn Moon Jae-in lofuðu hann fyrir að vera afburða samningamann. Hann hefði komið auga á möguleikann á því að losa um spennuna á Kóreuskaga þegar hann heyrði Kim segjast vera opinn fyrir viðræðum í nýársávarpi sínu. Í sama nýársávarpi minnti Kim reyndar á að hann væri með virkan kjarnorkuhnapp á skrifborði sínu. Svo virðist sem Moon hafi stokkið á tækifærið en frá því nýársávarpið var flutt hafa ríkin opnað aftur á beina neyðarlínu, sent sameinað lið á Vetrarólympíuleikana í Pyeongchang, fundað í Pjongjang og skipulagt leiðtogafund á landamærunum. Óljóst er hvað veldur þessum skyndilega vilja Kim til að setjast við borðið og ræða afvopnun. Sumir hafa haldið því fram að áralangar þvingunaraðgerðir séu að bera árangur, aðrir að Kim telji sig geta beygt Trump undir vilja sinn og enn aðrir telja að með þessu vilji Kim styrkja stöðu ríkisins og fá það loks viðurkennt á opinberum vettvangi að Norður-Kórea sé kjarnorkuveldi. Þá má benda á að Norður-Kórea hefur enn ekki skuldbundið sig til neins og ekki sóst eftir neinu enn sem komið er. Yfirvöld þar hafa áður gengið á bak orða sinna og jafnvel þótt Kim samþykki að eyða kjarnorkuvopnum sínum verður erfitt að sanna það nema eftirlitsmönnum sé hleypt inn í landið og þeim gefið svigrúm til að sannreyna það. Prófessor Haksoon Paik, rannsakandi við Sejong-stofnunina í Suður-Kóreu, sagði við BBC í gær að Moon hefði miklar áhyggjur af því að kjarnorkustríð brytist út. Kim deildi þeim áhyggjum enda hefði Bandaríkjastjórn hótað öllu illu. Annar suðurkóreskur prófessor, Lee Sung-yoon, sagði við sama miðil að með því að tala nú um afvopnun væri Kim greinilega að sækjast eftir því að losað yrði um þvinganir og væri að sækjast eftir fyrrnefndri viðurkenningu á því að Norður-Kórea sé svo sannarlega kjarnorkuveldi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Fleiri fréttir Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Sjá meira