Garðabær sér á báti með leigulaus afnot Sigurður Mikael Jónsson skrifar 10. mars 2018 07:00 Garðabær sér Stjörnunni fyrir tveimur einbýlishúsum og einni íbúð, leigulaust. Vísir/Vilhelm „Það er ekkert slíkt í gangi hjá okkur. Við eigum alveg nóg með að útvega fólki félagslegt húsnæði í gegnum Félagsbústaði,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, aðspurður hvort borgin útvegi íþróttafélögum í hverfum borgarinnar íbúðarhúsnæði til að hýsa íþróttamenn eða starfsfólk félaganna. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær þá leigir Garðabær íþróttafélaginu Stjörnunni íbúðarhúsnæði í eigu bæjarins endurgjaldslaust til að hýsa afreksíþróttamenn og starfsfólk á vegum félagsins. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, lét hafa eftir sér að litið væri á hina endurgjaldslausu leigu sem styrk til íþróttafélagsins. Bæjarfulltrúi í Garðabæ hefur krafist svara við því hvers vegna fasteignirnar þrjár, auk ellefu annarra í eigu bæjarins, séu leigðar út á almennum markaði á félagshúsnæðisverði á meðan biðlisti sé eftir félagslegu húsnæði. Gunnar sagði fasteignirnar, tvö einbýlishús og íbúð, ekki henta til félagslegrar útleigu. Fréttablaðið sendi fyrirspurn til nágrannasveitarfélaganna Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðar og Kópavogs til að kanna hvort svona nokkuð tíðkaðist þar. Svo reyndist ekki vera. Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðar, segir að bærinn feli íþróttafélögum að reka mörg íþróttamannvirki í bænum, en þau megi ekki nota þau sem íbúð eða gististað. „Bærinn á félagslegar íbúðir og leigir slíkar fyrir skjólstæðinga sína en það er ekki í neinum tengslum við íþróttafélög heldur ætlað lágtekjufólki, öryrkjum og þeim sem eru staddir illa félagslega. Fjölskylduþjónusta bæjarins sér um það kerfi.“ Ekkert í líkingu við fyrirkomulagið í Garðabæ tíðkist í Hafnarfirði. „Hins vegar veit ég að íþróttafélög hafa leigt fyrir sitt fólk íbúðir úti í bæ, en það er ótengt okkur.“ Svar Sigríðar Bjargar Tómasdóttur, almannatengils Kópavogsbæjar, var stutt og laggott, þvert nei við spurningunni um hvort bærinn leigði félögum húsnæði. Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa boðað að fyrirspurn Maríu Grétarsdóttur, bæjarfulltrúa M-lista fólksins í bænum, um ráðstöfun fasteigna bæjarins verði svarað á fundi bæjarráðs næstkomandi þriðjudag. mikael@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira
„Það er ekkert slíkt í gangi hjá okkur. Við eigum alveg nóg með að útvega fólki félagslegt húsnæði í gegnum Félagsbústaði,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, aðspurður hvort borgin útvegi íþróttafélögum í hverfum borgarinnar íbúðarhúsnæði til að hýsa íþróttamenn eða starfsfólk félaganna. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær þá leigir Garðabær íþróttafélaginu Stjörnunni íbúðarhúsnæði í eigu bæjarins endurgjaldslaust til að hýsa afreksíþróttamenn og starfsfólk á vegum félagsins. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, lét hafa eftir sér að litið væri á hina endurgjaldslausu leigu sem styrk til íþróttafélagsins. Bæjarfulltrúi í Garðabæ hefur krafist svara við því hvers vegna fasteignirnar þrjár, auk ellefu annarra í eigu bæjarins, séu leigðar út á almennum markaði á félagshúsnæðisverði á meðan biðlisti sé eftir félagslegu húsnæði. Gunnar sagði fasteignirnar, tvö einbýlishús og íbúð, ekki henta til félagslegrar útleigu. Fréttablaðið sendi fyrirspurn til nágrannasveitarfélaganna Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðar og Kópavogs til að kanna hvort svona nokkuð tíðkaðist þar. Svo reyndist ekki vera. Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðar, segir að bærinn feli íþróttafélögum að reka mörg íþróttamannvirki í bænum, en þau megi ekki nota þau sem íbúð eða gististað. „Bærinn á félagslegar íbúðir og leigir slíkar fyrir skjólstæðinga sína en það er ekki í neinum tengslum við íþróttafélög heldur ætlað lágtekjufólki, öryrkjum og þeim sem eru staddir illa félagslega. Fjölskylduþjónusta bæjarins sér um það kerfi.“ Ekkert í líkingu við fyrirkomulagið í Garðabæ tíðkist í Hafnarfirði. „Hins vegar veit ég að íþróttafélög hafa leigt fyrir sitt fólk íbúðir úti í bæ, en það er ótengt okkur.“ Svar Sigríðar Bjargar Tómasdóttur, almannatengils Kópavogsbæjar, var stutt og laggott, þvert nei við spurningunni um hvort bærinn leigði félögum húsnæði. Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa boðað að fyrirspurn Maríu Grétarsdóttur, bæjarfulltrúa M-lista fólksins í bænum, um ráðstöfun fasteigna bæjarins verði svarað á fundi bæjarráðs næstkomandi þriðjudag. mikael@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira