Erlent

Innsigla veitingastað í Salisbury eftir að fólk veiktist

Kjartan Kjartansson skrifar
Lögreglumaður stendur vörð nærri bekknum þar sem Skrípalfeðginin fundust í mars.
Lögreglumaður stendur vörð nærri bekknum þar sem Skrípalfeðginin fundust í mars. Vísir/EPA
Breska lögreglan hefur innsiglað veitingastað og nærliggjandi svæði í bænum Salisbury eftir að tvennt veiktist þar. Eitrað var fyrir rússneskum fyrrverandi njósnara og dóttur hans í bænum í vor og tvær manneskjur til viðbótar hafa veikst af völdum taugaeitursins sem var notað síðan.

Veitingastaðnum Prezzo við Hástræti var lokað klukkan 18:45 að staðartíma eftir að karl og kona veiktust, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Það er þó sagt hafa verið gert í varúðarskyni á meðan orsaka veikindanna er leitað. Parið er sagt hafa misst meðvitund.

Lögreglan var lengi með mikinn viðbúnað eftir að Sergei Skrípal og dóttir hans Júlía fundust meðvitundarlítil á bekk í bænum í mars. Eitrað var fyrir þeim með sovéska taugaeitrinu Novichok og var óttast að leyfar eitursins gætu verið til staðar í bænum í lengri tíma á eftir. Bresk stjórnvöld saka ríkisstjórn Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, um að hafa staðið að tilræðinu.

Annað par komst í snertingu við leifar eitursins í ilmvatnsflösku í sumar. Dawn Sturgess lést af völdum eitrunarinnar í júlí.


Tengdar fréttir

Segir Rússana vera útsendara GRU

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir tvo rússneska aðila sem sakaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í mars vera starfsmenn leyniþjónustu herafla Rússlands,




Fleiri fréttir

Sjá meira


×