Íslensku landsliðskonurnar Guðbjörg Gunnarsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir voru á sínum stað í liði Djurgarden og léku allan leikinn þegar liðið fékk Vaxjo í heimsókn í sænsku úrvalsdeildinni í dag.
Ingibjörg gerði sér lítið fyrir og kom Djurgarden yfir eftir sextán mínútna leik og skömmu síðar tvöfaldaði Irma Helin forystuna.
Guðbjörg stóð venju samkvæmt á milli stanganna og hélt marki sínu hreinu. Lokatölur því 2-0 fyrir Djurgarden sem er í 7.sæti af 12 liðum í sænsku úrvalsdeildinni.
Ingibjörg á skotskónum í sigri Djurgarden
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn

Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“
Íslenski boltinn

Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir
Íslenski boltinn




Haaland flúði Manchester borg
Enski boltinn



„Skandall“ í gær en uppselt í dag
Fótbolti