Bærinn Paradise í Butte sýslu varð eldinum að bráð um helgina eins og fjallað hefur verið um á Vísi.
Fangar í Butte-sýslu hafa aðstoðað slökkviliðsmenn við störf þeirra.
Samkvæmt CNBC vinna nú 200 sjálfboðaliðar úr röðum fanga hörðum höndum við að ráða niðurlögum eldsins.
Vinna fanganna er hluti af verkefni fangelsisyfirvalda, föngum stendur til boða að starfa sem slökkviliðsmenn á meðan að á dvöl þeirra í fangelsi stendur yfir.
Fangarnir fá tvo dali í laun á hverjum degi en þegar slökkva þarf elda fá fangarnir 1 dal á tímann. Fangarnir fá einnig fangelsisvist sína stytta taki þeir þátt í verkefninu.
Síðasta sumar, í Mendocino-eldinum, unnu yfir 2000 fangar að slökkvistarfi auk um 12.000 annarra slökkviliðsmanna eftir því sem kemur fram á vef CNBC og í færslu á Twitter-síðu fangelsisyfirvalda.
Today, more than 2,000 volunteer inmate firefighters, including 58 youth offenders, are battling wildfire flames throughout CA. Inmate firefighters serve a vital role, clearing thick brush down to bare soil to stop the fire's spread. #CarrFire#FergusonFire#MendocinoComplex
— CA Corrections (@CACorrections) July 31, 2018