Sænskur blaðamaður sektaður fyrir að sniglast í sjókvíaeldi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. nóvember 2018 07:00 Illa farinn lax var í kvíum sem myndaðar voru í Alta. M Mynd/Mikael Frödin Sænski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Mikael Frödin var fyrir helgi dæmdur til greiðslu sektar í undirrétti í Alta-héraði Noregs fyrir brot gegn fiskeldislöggjöf landsins. Frödin hafði fangað og myndað fisk í laxeldiskví í sjó í Alta. Frödin fór í sjókvína vopnaður myndavél í júlí í fyrra. Þar festi hann á filmu ástand fisksins í eldiskvínni en þær myndir sýndu meðal annars fiska sem voru illa leiknir af laxalús. Myndefnið var síðar notað í heimildarmynd um efnið. Fyrir dómi viðurkenndi Frödin háttsemina en krafðist sýknu á grundvelli neyðarréttarsjónarmiða. Sagði hann að gjörðir sínar hefðu miðað að því að bjarga norska villilaxinum en Frödin er í hópi þeirra sem telja að honum stafi mikil hætta af eldislaxi. Dómari málsins tók ekki undir þau sjónarmið. Taldi hann háttsemina eiga lítið skylt við neyðarrétt heldur væri um að ræða „PR brellu“ í tengslum við þá pólitísku umræðu sem á sér stað í Noregi þessi dægrin. Gerði hann honum sekt að upphæð 12 þúsund norskar krónur, andvirði tæpra 175 þúsund íslenskra króna, en 24 daga fangelsisvist kemur í stað sektarinnar verði hún ekki greidd. „Ég tel ekki að ég eigi að hljóta refsingu fyrir þetta því það var skylda mín sem blaðamaður að upplýsa almenning um alvöru málsins. […] Ef lögin segja að við megum ekki skoða þetta með eigin augum, þá verðum við að treysta á að fyrirtækin sendi frá sér réttar upplýsingar. Nú þegar við vitum hvernig staðan er í raun, vitum við að frásagnir þeirra standast ekki,“ segir Frödin í yfirlýsingu. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Noregur Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Sænski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Mikael Frödin var fyrir helgi dæmdur til greiðslu sektar í undirrétti í Alta-héraði Noregs fyrir brot gegn fiskeldislöggjöf landsins. Frödin hafði fangað og myndað fisk í laxeldiskví í sjó í Alta. Frödin fór í sjókvína vopnaður myndavél í júlí í fyrra. Þar festi hann á filmu ástand fisksins í eldiskvínni en þær myndir sýndu meðal annars fiska sem voru illa leiknir af laxalús. Myndefnið var síðar notað í heimildarmynd um efnið. Fyrir dómi viðurkenndi Frödin háttsemina en krafðist sýknu á grundvelli neyðarréttarsjónarmiða. Sagði hann að gjörðir sínar hefðu miðað að því að bjarga norska villilaxinum en Frödin er í hópi þeirra sem telja að honum stafi mikil hætta af eldislaxi. Dómari málsins tók ekki undir þau sjónarmið. Taldi hann háttsemina eiga lítið skylt við neyðarrétt heldur væri um að ræða „PR brellu“ í tengslum við þá pólitísku umræðu sem á sér stað í Noregi þessi dægrin. Gerði hann honum sekt að upphæð 12 þúsund norskar krónur, andvirði tæpra 175 þúsund íslenskra króna, en 24 daga fangelsisvist kemur í stað sektarinnar verði hún ekki greidd. „Ég tel ekki að ég eigi að hljóta refsingu fyrir þetta því það var skylda mín sem blaðamaður að upplýsa almenning um alvöru málsins. […] Ef lögin segja að við megum ekki skoða þetta með eigin augum, þá verðum við að treysta á að fyrirtækin sendi frá sér réttar upplýsingar. Nú þegar við vitum hvernig staðan er í raun, vitum við að frásagnir þeirra standast ekki,“ segir Frödin í yfirlýsingu.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Noregur Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira