Vilja úthýsa mentóli úr vindlingum vestanhafs Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. nóvember 2018 16:24 Mentólið gæti verið á útleið úr bandarískum sígarettum. Getty/Oliverhelbig Matar- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna er sagt hafa í hyggju að leggja til bann við mentól-sígarettum þar í landi. Tillagan er liður í herferð stofnunarinnar gegn bragðbættum rafrettum og öðrum tóbaksvörum. Eins og fram kemur í umfjöllun New York Times um málið er þó ekki hlaupið að því að innleiða slíkt bann. Tillagan þyrfti að velkjast lengi um í bandarísku stjórnkerfi áður en það yrði leitt í lög. Áætlað er að ferlið muni hið minnsta taka um tvö ár - ekki síst ef tóbaksframleiðendur myndu setja sig upp á móti því. Andstaða tóbaksrisanna ætti ekki að koma á óvart enda hefur hið fyrirhugaða bann þegar haft áhrif á afkomu þeirra. Greint var frá því í morgun að hlutabréfverð í tveimur stærstu tóbaksframleiðendum Bretlandseyja hafi fallið mikið frá opnun markaða. Áætlað er að annað þesssara fyrirtækja, British American Tobacco (BAT), hafi haft um fjórðung tekna sinna á síðustu árum af sölu mentól-sígaretta. Mögulegt mentól-bann kom því illa við fjárfesta, sem fluttu fjármuni sína úr BAT þegar markaðir opnuðu aftur eftir helgina.Áður verið til skoðunar Matar- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu árið 2013 að mentól-sígarettur væru hættulegri heilsu manna en hefðbundnar sígarettur, ekki síst vegna þess að það virðist vera erfiðara að losa sig úr fjötrum mentól-fíknar. Baráttufólk fyrir lýðheilsu hefur því lengi kallað eftir því að sala þeirra verði bönnuð. Yfirmaður stofnunarinnar, Dr. Scott Gottlieb, hefur ekki viljað staðfesta fréttirnar en í nýlegu viðtali sagði hann að undirmenn hans væru með málið til skoðunar. Mentól-bannið hafi áður komið til tals og er það skoðun Dr. Gottlieb að það hafi verið mistök að hverfa frá því á sínum tíma. Talsmaður tóbaksrisans BAT þvertekur fyrir það að mentól-sígarettur séu skaðlegri en aðrar sígarettur. Haft er eftir honum á vef breska ríkisútvarpsins að fari bannið í formlegt ferli muni fyrirtækið leggja fram umsögn þar sem tíundaðar verði vísindalegar staðreyndir máli þess til stuðnings. Bandaríkin Heilsa Rafrettur Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Sjá meira
Matar- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna er sagt hafa í hyggju að leggja til bann við mentól-sígarettum þar í landi. Tillagan er liður í herferð stofnunarinnar gegn bragðbættum rafrettum og öðrum tóbaksvörum. Eins og fram kemur í umfjöllun New York Times um málið er þó ekki hlaupið að því að innleiða slíkt bann. Tillagan þyrfti að velkjast lengi um í bandarísku stjórnkerfi áður en það yrði leitt í lög. Áætlað er að ferlið muni hið minnsta taka um tvö ár - ekki síst ef tóbaksframleiðendur myndu setja sig upp á móti því. Andstaða tóbaksrisanna ætti ekki að koma á óvart enda hefur hið fyrirhugaða bann þegar haft áhrif á afkomu þeirra. Greint var frá því í morgun að hlutabréfverð í tveimur stærstu tóbaksframleiðendum Bretlandseyja hafi fallið mikið frá opnun markaða. Áætlað er að annað þesssara fyrirtækja, British American Tobacco (BAT), hafi haft um fjórðung tekna sinna á síðustu árum af sölu mentól-sígaretta. Mögulegt mentól-bann kom því illa við fjárfesta, sem fluttu fjármuni sína úr BAT þegar markaðir opnuðu aftur eftir helgina.Áður verið til skoðunar Matar- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu árið 2013 að mentól-sígarettur væru hættulegri heilsu manna en hefðbundnar sígarettur, ekki síst vegna þess að það virðist vera erfiðara að losa sig úr fjötrum mentól-fíknar. Baráttufólk fyrir lýðheilsu hefur því lengi kallað eftir því að sala þeirra verði bönnuð. Yfirmaður stofnunarinnar, Dr. Scott Gottlieb, hefur ekki viljað staðfesta fréttirnar en í nýlegu viðtali sagði hann að undirmenn hans væru með málið til skoðunar. Mentól-bannið hafi áður komið til tals og er það skoðun Dr. Gottlieb að það hafi verið mistök að hverfa frá því á sínum tíma. Talsmaður tóbaksrisans BAT þvertekur fyrir það að mentól-sígarettur séu skaðlegri en aðrar sígarettur. Haft er eftir honum á vef breska ríkisútvarpsins að fari bannið í formlegt ferli muni fyrirtækið leggja fram umsögn þar sem tíundaðar verði vísindalegar staðreyndir máli þess til stuðnings.
Bandaríkin Heilsa Rafrettur Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Sjá meira