Mikill vöxtur einkaneyslu í fyrra þrátt fyrir aukinn sparnað Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. janúar 2018 19:15 Þrátt fyrir varnaðarorð forsetans um að Íslendingum gangi illa að safna í sjóði í góðæri er þjóðhagslegur sparnaður mun meiri en fyrir hrun og hefur ekki verið meiri í rúmlega hálfa öld. Hins vegar er einkaneysla að aukast mjög hröðum skrefum og óx hún hlutfallslega meira en ráðstöfunartekjur heimilanna í fyrra. Forseti Íslands gerði einkaneyslu og sparnað landsmanna að umtalsefni í nýársávarpi sínu. „Nú mun uppi mikið hagvaxtarskeið hér á landi, góðæri sem sumir líkja jafnvel við hið ljúfsára ár 2007. (...) Víst er að efnisleg verðmæti tryggja ekki endilega hamingju og lífsgæði. Og víst er það áhyggjuefni hve illa hefur gengið á Íslandi að safna í sjóði þegar vel árar. Er þetta eitthvað í þjóðarsálinni?“ sagði forsetinn. En er þetta rétt hjá forsetanum? Eiginfjárstaða heimila hefur á síðustu árum styrkst mikið. Þannig segir í nýjasta hefti Peningamála Seðlabankans: „Að raungildi jókst eigið fé heimila um rúman fimmtung á síðasta ári en sé horft aftur til ársins 2010 þegar eiginfjárstaða heimilanna var lægst hefur aukningin verið yfir 50%. Endurspeglar þessi mikla hækkun hreins auðs heimila hraða hækkun húsnæðisverðs undanfarin ár ásamt því að skuldir þeirra hafa lækkað talsvert á tímabilinu.“Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands varaði við of mikilli neyslu í nýársávarpi sínu. Vísir/AntonÞjóðhagslegur sparnaður ekki verið meiri í hálfa öld Þjóðhagslegur sparnaður er það sem heimili, fyrirtæki og aðrir hafa á milli handanna eftir að búið er að greiða fyrir neyslu. Þjóðhagslegur sparnaður var ríflega 29 prósent af vergri landsframleiðslu árið 2016 og hefur hann ekki verið meiri í hálfa öld eða frá árinu 1965. „Það hefur klárlega verið þróun síðustu ára að sparnaður heimila hefur aukist verulega af því þau hafa verið að greiða niður skuldir,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningar Arion banka. Þessi þróun hefur verið alls staðar í efnahagslífinu. Ríkið, sveitarfélög, fyrirtæki og heimili hafa greitt niður skuldir. En teikn eru á lofti um að þetta sé að breytast hjá heimilum landsins. Þrátt fyrir aukinn sparnað er einkaneysla komin á fullan skrið og þessi mynd hér sýnir að einkaneysla jókst hlutfallslega meira en ráðstöfunartekjur í fyrra. „Það má kannski draga þá ályktun að fólk er að leyfa sér meira. Við sjáum það í fleiri hagtölum. Við sjáum það í aukinni kortaveltu, auknum vöruskiptahalla, fjölgun utanlandsferða o.s.frv. Við sjáum þetta líka í auknum lántökum heimilanna. Þannig að smám saman eru vísbendingar að hlaðast upp sem gefa til kynna við séum að snúa af þeirri braut sem við höfum verið á síðustu árin. En við byggjum samt á góðum grunni. Við erum ekki komin á þann stað að 2007 bjallan sé farin að klingja,“ segir Stefán Broddi. Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Þrátt fyrir varnaðarorð forsetans um að Íslendingum gangi illa að safna í sjóði í góðæri er þjóðhagslegur sparnaður mun meiri en fyrir hrun og hefur ekki verið meiri í rúmlega hálfa öld. Hins vegar er einkaneysla að aukast mjög hröðum skrefum og óx hún hlutfallslega meira en ráðstöfunartekjur heimilanna í fyrra. Forseti Íslands gerði einkaneyslu og sparnað landsmanna að umtalsefni í nýársávarpi sínu. „Nú mun uppi mikið hagvaxtarskeið hér á landi, góðæri sem sumir líkja jafnvel við hið ljúfsára ár 2007. (...) Víst er að efnisleg verðmæti tryggja ekki endilega hamingju og lífsgæði. Og víst er það áhyggjuefni hve illa hefur gengið á Íslandi að safna í sjóði þegar vel árar. Er þetta eitthvað í þjóðarsálinni?“ sagði forsetinn. En er þetta rétt hjá forsetanum? Eiginfjárstaða heimila hefur á síðustu árum styrkst mikið. Þannig segir í nýjasta hefti Peningamála Seðlabankans: „Að raungildi jókst eigið fé heimila um rúman fimmtung á síðasta ári en sé horft aftur til ársins 2010 þegar eiginfjárstaða heimilanna var lægst hefur aukningin verið yfir 50%. Endurspeglar þessi mikla hækkun hreins auðs heimila hraða hækkun húsnæðisverðs undanfarin ár ásamt því að skuldir þeirra hafa lækkað talsvert á tímabilinu.“Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands varaði við of mikilli neyslu í nýársávarpi sínu. Vísir/AntonÞjóðhagslegur sparnaður ekki verið meiri í hálfa öld Þjóðhagslegur sparnaður er það sem heimili, fyrirtæki og aðrir hafa á milli handanna eftir að búið er að greiða fyrir neyslu. Þjóðhagslegur sparnaður var ríflega 29 prósent af vergri landsframleiðslu árið 2016 og hefur hann ekki verið meiri í hálfa öld eða frá árinu 1965. „Það hefur klárlega verið þróun síðustu ára að sparnaður heimila hefur aukist verulega af því þau hafa verið að greiða niður skuldir,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningar Arion banka. Þessi þróun hefur verið alls staðar í efnahagslífinu. Ríkið, sveitarfélög, fyrirtæki og heimili hafa greitt niður skuldir. En teikn eru á lofti um að þetta sé að breytast hjá heimilum landsins. Þrátt fyrir aukinn sparnað er einkaneysla komin á fullan skrið og þessi mynd hér sýnir að einkaneysla jókst hlutfallslega meira en ráðstöfunartekjur í fyrra. „Það má kannski draga þá ályktun að fólk er að leyfa sér meira. Við sjáum það í fleiri hagtölum. Við sjáum það í aukinni kortaveltu, auknum vöruskiptahalla, fjölgun utanlandsferða o.s.frv. Við sjáum þetta líka í auknum lántökum heimilanna. Þannig að smám saman eru vísbendingar að hlaðast upp sem gefa til kynna við séum að snúa af þeirri braut sem við höfum verið á síðustu árin. En við byggjum samt á góðum grunni. Við erum ekki komin á þann stað að 2007 bjallan sé farin að klingja,“ segir Stefán Broddi.
Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira