Costco hefur áhyggjur af loftslagsbreytingum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. janúar 2018 14:14 Mikil röð var fyrstu dagana fyrir utan verslun Costco í Kauptúni. Vísir/eyþór Forsvarsmenn bandaríska verslunarrisans Costco hafa áhyggjur að því að loftslagsbreytingar geti haft neikvæð áhrif á rekstur fyrirtækisins, bæði vegna þeirra breytinga sem þær geta haft í för með sér sem og vegna hugsanlegra aðgerða yfirvalda til að stemma í stigu við slíkar breytingar. Þetta kemur fram í árskýrslu Costco fyrir árið 2017 þar sem áhættuþættir í rekstri verslunarrisans eru taldir upp. Þar segir að ýmsir þættir í tengslum við loftslagsbreytingar geti haft slæm áhrif á rekstur versluna Costco. Talin eru upp nokkur dæmi um neikvæð áhrif lofstslagsbreytinga, meðal annars það að gas, díselolíu, bensín og rafmagn spili stóran þátt í dreifingu á vörum og rekstri verslana fyrirtækisins. Mögulegt sé að yfirvöld í Bandaríkjunum eða annars staðar í heiminum þar sem Costco rekur verslanir geti gripið til aðgerða til þess að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Þetta geti þýtt að kostnaður Costco við að fara eftir lögum og reglum, svokallaður hlýðnikostnaður, geti aukist sem og að slíkar aðgerðir yfirvalda geti aukið orkukostnað fyrirtækisins. Gangi þetta eftir geti það haft neikvæð áhrif á arðsemi Costco. Þá segir einnig að eftirspurn eftir olíu og bensíni, sem fyrirtækið selur í miklu magni, geti dregist saman vegna aðgerða yfirvalda í tengslum við loftslagsbreytingar. Telja forsvarsmenn Costco einnig að loftslagsbreytingar geti haft áhrif á getu fyrirtækisins til þess að útvega viðskiptavinum vörutegundir í því magni og á því verði sem fyrirtækið er vant. Þá hefur fyrirtækið einnig áhyggjur af veðurfarslegum breytingum í tengslum við loftslagsbreytingar og eru kraftmeiri fellibyljir, skýstrókar og hækkandi sjávarmál nefnd sem dæmi um þá ógn sem Costco gæti þurft að standa frammi fyrir vegna loftslagsbreytinga. Costco opnaði sem kunnugt er verslun hér á landi á síðasta ári. Alls rekur fyrirtækið 741 verslun víðs vegar um heiminn, flestar í Bandaríkjunum. Fyrirtækið stefnir á að opna fimm nýjar verslanir á árinu sem er nýhafið, fjórar í Bandaríkjunum og eina í Kanada. Costco Loftslagsmál Tengdar fréttir Áhrif loftlagsbreytinga mun hraðari en talið var Áhrif loftlagsbreytinganna á lífríki og loftslag eru mun hraðari og umfangsmeiri en vísindamenn hafa talið til þessa. 12. október 2017 20:58 Íslenskum jarðarberjum hent í tonnavís eftir komu Costco Eiríkur Ágústsson bóndi þurfti eftir opnun Costco að henda nokkrum tonnum af jarðarberjum. Stærstu jarðarberjabændurnir vona að Íslendingar velji íslenskt. 7. desember 2017 07:00 Innkoma Costco viðskipti ársins Koma bandaríska verslunarrisans Costco hingað til lands er viðskipti ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Costco er sagt hafa breytt landslaginu í íslenskri verslun og hrist verulega upp í smásölumarkaðinum. 27. desember 2017 07:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Forsvarsmenn bandaríska verslunarrisans Costco hafa áhyggjur að því að loftslagsbreytingar geti haft neikvæð áhrif á rekstur fyrirtækisins, bæði vegna þeirra breytinga sem þær geta haft í för með sér sem og vegna hugsanlegra aðgerða yfirvalda til að stemma í stigu við slíkar breytingar. Þetta kemur fram í árskýrslu Costco fyrir árið 2017 þar sem áhættuþættir í rekstri verslunarrisans eru taldir upp. Þar segir að ýmsir þættir í tengslum við loftslagsbreytingar geti haft slæm áhrif á rekstur versluna Costco. Talin eru upp nokkur dæmi um neikvæð áhrif lofstslagsbreytinga, meðal annars það að gas, díselolíu, bensín og rafmagn spili stóran þátt í dreifingu á vörum og rekstri verslana fyrirtækisins. Mögulegt sé að yfirvöld í Bandaríkjunum eða annars staðar í heiminum þar sem Costco rekur verslanir geti gripið til aðgerða til þess að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Þetta geti þýtt að kostnaður Costco við að fara eftir lögum og reglum, svokallaður hlýðnikostnaður, geti aukist sem og að slíkar aðgerðir yfirvalda geti aukið orkukostnað fyrirtækisins. Gangi þetta eftir geti það haft neikvæð áhrif á arðsemi Costco. Þá segir einnig að eftirspurn eftir olíu og bensíni, sem fyrirtækið selur í miklu magni, geti dregist saman vegna aðgerða yfirvalda í tengslum við loftslagsbreytingar. Telja forsvarsmenn Costco einnig að loftslagsbreytingar geti haft áhrif á getu fyrirtækisins til þess að útvega viðskiptavinum vörutegundir í því magni og á því verði sem fyrirtækið er vant. Þá hefur fyrirtækið einnig áhyggjur af veðurfarslegum breytingum í tengslum við loftslagsbreytingar og eru kraftmeiri fellibyljir, skýstrókar og hækkandi sjávarmál nefnd sem dæmi um þá ógn sem Costco gæti þurft að standa frammi fyrir vegna loftslagsbreytinga. Costco opnaði sem kunnugt er verslun hér á landi á síðasta ári. Alls rekur fyrirtækið 741 verslun víðs vegar um heiminn, flestar í Bandaríkjunum. Fyrirtækið stefnir á að opna fimm nýjar verslanir á árinu sem er nýhafið, fjórar í Bandaríkjunum og eina í Kanada.
Costco Loftslagsmál Tengdar fréttir Áhrif loftlagsbreytinga mun hraðari en talið var Áhrif loftlagsbreytinganna á lífríki og loftslag eru mun hraðari og umfangsmeiri en vísindamenn hafa talið til þessa. 12. október 2017 20:58 Íslenskum jarðarberjum hent í tonnavís eftir komu Costco Eiríkur Ágústsson bóndi þurfti eftir opnun Costco að henda nokkrum tonnum af jarðarberjum. Stærstu jarðarberjabændurnir vona að Íslendingar velji íslenskt. 7. desember 2017 07:00 Innkoma Costco viðskipti ársins Koma bandaríska verslunarrisans Costco hingað til lands er viðskipti ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Costco er sagt hafa breytt landslaginu í íslenskri verslun og hrist verulega upp í smásölumarkaðinum. 27. desember 2017 07:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Áhrif loftlagsbreytinga mun hraðari en talið var Áhrif loftlagsbreytinganna á lífríki og loftslag eru mun hraðari og umfangsmeiri en vísindamenn hafa talið til þessa. 12. október 2017 20:58
Íslenskum jarðarberjum hent í tonnavís eftir komu Costco Eiríkur Ágústsson bóndi þurfti eftir opnun Costco að henda nokkrum tonnum af jarðarberjum. Stærstu jarðarberjabændurnir vona að Íslendingar velji íslenskt. 7. desember 2017 07:00
Innkoma Costco viðskipti ársins Koma bandaríska verslunarrisans Costco hingað til lands er viðskipti ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Costco er sagt hafa breytt landslaginu í íslenskri verslun og hrist verulega upp í smásölumarkaðinum. 27. desember 2017 07:00