Sögðu bless við Ísland 2017 Elín Albertsdóttir skrifar 3. janúar 2018 09:30 Alsæl í Danmörku. Jóhann Hauksson og Ingveldur Guðrún Ólafsdóttir tóku afdrifaríka ákvörðun á síðasta ári og fluttu til Jótlands. Hjónin Ingveldur Guðrún Ólafsdóttir og Jóhann Hauksson tóku sig til á síðasta ári og fluttu til Danmerkur. Það var ekki eingöngu ævintýraþrá heldur vildu þau lifa lífinu án þess að vera stöðugt með fjárhagsáhyggjur. Ingveldur vann lengi á Rás 1 auk þess sem hún er menntuð söngkona. Jóhann hefur lengi starfað sem blaða- og fréttamaður auk þess sem hann var upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Þau voru hvorugt með fasta vinnu á Íslandi sem kom niður á fjárhagnum. Ingveldur segir að þau hafi í fyrstu ætlað að flytja til Svíþjóðar á slóðir þar sem Jóhann stundaði nám á sínum tíma.Ingveldur og Jóhann hafa verið að dytta að húsinu og hafa gert það mjög kósí.Féll fyrir staðnum „Það er í rauninni algjör tilviljun að við settumst að í Danmörku,“ greinir hún frá. „Ég sagði upp hjá Ríkisútvarpinu korter í hrun á Íslandi og satt að segja er mjög erfitt fyrir fólk á okkar aldri að fá vinnu heima. Við vorum meira og minna að vinna frílans sem er ekki mjög öruggt. Á meðan óx húsnæðislánið okkar mikið eftir bankahrunið. Við vildum því slíta þessu viðskiptasambandi okkar við Arion banka,“ segir Ingveldur. „Í fyrra ákváðum við að heimsækja frænda minn hér á Suður-Jótlandi en ég hafði aldrei áður komið á þessar slóðir. Ég féll gjörsamlega fyrir þessum stað. Hér eru fasteignir mun ódýrari en á Íslandi. Bærinn heitir Kvær sem tilheyrir bænum Gråsten þar sem sumarhöll Margrétar Þórhildar drottningar er og nálægt þýsku landamærunum,“ segir Ingveldur. „Þetta er algjör paradís. Það tekur okkur aðeins 20 mínútur að fara til Flensborgar.“Það vekur kannski furðu fólks að Ingveldur hafði jólatréð á hvolfi. Hún segir ástæðuna vera þá að þau hafi sett líf sitt á hvolf og þetta er tákn um það. Á næstu jólum verður jólatréð sett upp eins og hjá öðru fólki.Mun ódýrara húsnæði Þegar þau skoðuðu fasteignaauglýsingar á Suður-Jótlandi komust þau að því að húsnæðisverð var ekkert í líkingu við það sem þekkist hér á landi. Þau sáu að með því að selja fasteignina á Íslandi og kaupa á þessum stað yrðu þau mun betur stödd fjárhagslega auk þess að losna við skuldir. „Þetta gat ekki verið betra,“ segir Ingveldur og bætir við: „Fyrir utan það erum við með annan fótinn í Þýskalandi og getum auðveldlega keyrt um Evrópu. Ég er nokkrum sinnum búin að skreppa til dóttur minnar sem býr í Berlín,“ segir hún en Hildur Guðnadóttir tónskáld er dóttir Ingveldar. Hún hefur nýlega samið tónlist fyrir tvær Hollywood-kvikmyndir.Sjónvarpsstofan er með fallegum gluggum sem snúa að garðinum.„Búslóðin okkar kom í júlí en við fluttum samt ekki fyrr en í lok ágúst. Síðan höfum við verið að standsetja húsið að okkar þörfum. Skiptum um eldhúsinnréttingu og höfum dyttað að einu og öðru. Því er ekki enn lokið, við erum enn að koma okkur fyrir. Þetta er stórt hús eða 243 fermetrar, yndislegt fjölskylduhús. Ég vildi hafa stóra borðstofu þar sem gestkvæmt er hjá okkur. Auk þess vildum við vera með nokkur aukaherbergi til að taka á móti ættingjum og vinum. Þau hafa verið vel nýtt. Það liggur við að maður hitti fjölskylduna oftar hér úti en á Íslandi.“Gamalt en fallegt hús sem þau Ingveldur og Jóhann fengu á mjög góðu verði.Spennandi tímar Ingveldur segist bíða eftir vorinu en þau eru með fallegan garð sem hún hlakkar til að sinna. „Hér er mun meiri veðursæld en á Íslandi. Ég er bjartsýn á nýju ári og finnst afar spennandi tímar fram undan. Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og mér finnst frábært að hafa tekið þessa ákvörðun áður en maður verður orðinn of gamall. Þá má geta þess að heilbrigðisþjónustan, og þar með talin tannlæknaþjónusta, er góð fyrir verðandi fullorðið fólk og töluvert ódýrari svo og lyf,“ segir Ingveldur en þau Jóhann eiga samtals fimm börn sem öll eru flogin úr hreiðrinu og fjögur barnabörn.Garðurinn er gróskumikill og Ingveldur hlakkar til að vinna í honum í sumar.xIngveldur er fagurkeri og leggur hér fallega á borð um áramótin.xSkemmtilegur gluggi í eldhúsinu.xHúsið er stórt og vel fer um þau hjónin, enda er gestkvæmt hjá þeim.x Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fleiri fréttir Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Sjá meira
Hjónin Ingveldur Guðrún Ólafsdóttir og Jóhann Hauksson tóku sig til á síðasta ári og fluttu til Danmerkur. Það var ekki eingöngu ævintýraþrá heldur vildu þau lifa lífinu án þess að vera stöðugt með fjárhagsáhyggjur. Ingveldur vann lengi á Rás 1 auk þess sem hún er menntuð söngkona. Jóhann hefur lengi starfað sem blaða- og fréttamaður auk þess sem hann var upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Þau voru hvorugt með fasta vinnu á Íslandi sem kom niður á fjárhagnum. Ingveldur segir að þau hafi í fyrstu ætlað að flytja til Svíþjóðar á slóðir þar sem Jóhann stundaði nám á sínum tíma.Ingveldur og Jóhann hafa verið að dytta að húsinu og hafa gert það mjög kósí.Féll fyrir staðnum „Það er í rauninni algjör tilviljun að við settumst að í Danmörku,“ greinir hún frá. „Ég sagði upp hjá Ríkisútvarpinu korter í hrun á Íslandi og satt að segja er mjög erfitt fyrir fólk á okkar aldri að fá vinnu heima. Við vorum meira og minna að vinna frílans sem er ekki mjög öruggt. Á meðan óx húsnæðislánið okkar mikið eftir bankahrunið. Við vildum því slíta þessu viðskiptasambandi okkar við Arion banka,“ segir Ingveldur. „Í fyrra ákváðum við að heimsækja frænda minn hér á Suður-Jótlandi en ég hafði aldrei áður komið á þessar slóðir. Ég féll gjörsamlega fyrir þessum stað. Hér eru fasteignir mun ódýrari en á Íslandi. Bærinn heitir Kvær sem tilheyrir bænum Gråsten þar sem sumarhöll Margrétar Þórhildar drottningar er og nálægt þýsku landamærunum,“ segir Ingveldur. „Þetta er algjör paradís. Það tekur okkur aðeins 20 mínútur að fara til Flensborgar.“Það vekur kannski furðu fólks að Ingveldur hafði jólatréð á hvolfi. Hún segir ástæðuna vera þá að þau hafi sett líf sitt á hvolf og þetta er tákn um það. Á næstu jólum verður jólatréð sett upp eins og hjá öðru fólki.Mun ódýrara húsnæði Þegar þau skoðuðu fasteignaauglýsingar á Suður-Jótlandi komust þau að því að húsnæðisverð var ekkert í líkingu við það sem þekkist hér á landi. Þau sáu að með því að selja fasteignina á Íslandi og kaupa á þessum stað yrðu þau mun betur stödd fjárhagslega auk þess að losna við skuldir. „Þetta gat ekki verið betra,“ segir Ingveldur og bætir við: „Fyrir utan það erum við með annan fótinn í Þýskalandi og getum auðveldlega keyrt um Evrópu. Ég er nokkrum sinnum búin að skreppa til dóttur minnar sem býr í Berlín,“ segir hún en Hildur Guðnadóttir tónskáld er dóttir Ingveldar. Hún hefur nýlega samið tónlist fyrir tvær Hollywood-kvikmyndir.Sjónvarpsstofan er með fallegum gluggum sem snúa að garðinum.„Búslóðin okkar kom í júlí en við fluttum samt ekki fyrr en í lok ágúst. Síðan höfum við verið að standsetja húsið að okkar þörfum. Skiptum um eldhúsinnréttingu og höfum dyttað að einu og öðru. Því er ekki enn lokið, við erum enn að koma okkur fyrir. Þetta er stórt hús eða 243 fermetrar, yndislegt fjölskylduhús. Ég vildi hafa stóra borðstofu þar sem gestkvæmt er hjá okkur. Auk þess vildum við vera með nokkur aukaherbergi til að taka á móti ættingjum og vinum. Þau hafa verið vel nýtt. Það liggur við að maður hitti fjölskylduna oftar hér úti en á Íslandi.“Gamalt en fallegt hús sem þau Ingveldur og Jóhann fengu á mjög góðu verði.Spennandi tímar Ingveldur segist bíða eftir vorinu en þau eru með fallegan garð sem hún hlakkar til að sinna. „Hér er mun meiri veðursæld en á Íslandi. Ég er bjartsýn á nýju ári og finnst afar spennandi tímar fram undan. Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og mér finnst frábært að hafa tekið þessa ákvörðun áður en maður verður orðinn of gamall. Þá má geta þess að heilbrigðisþjónustan, og þar með talin tannlæknaþjónusta, er góð fyrir verðandi fullorðið fólk og töluvert ódýrari svo og lyf,“ segir Ingveldur en þau Jóhann eiga samtals fimm börn sem öll eru flogin úr hreiðrinu og fjögur barnabörn.Garðurinn er gróskumikill og Ingveldur hlakkar til að vinna í honum í sumar.xIngveldur er fagurkeri og leggur hér fallega á borð um áramótin.xSkemmtilegur gluggi í eldhúsinu.xHúsið er stórt og vel fer um þau hjónin, enda er gestkvæmt hjá þeim.x
Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fleiri fréttir Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Sjá meira