Krefja Spotify um 1,6 milljarð dala Daníel Freyr Birkisson skrifar 3. janúar 2018 10:38 Spotify var stofnað í Svíþjóð árið 2008 og hefur fjöldi notenda stækkað hratt síðan. vísir/getty Útgáfufyrirtækið Wixen Music Publishing Inc. hefur stefnt streymiþjónustunni Spotify með kröfu upp á 1,6 milljarða dala (núvirði 166 milljarða króna) fyrir að hafa streymt þúsundum laga heimsfrægra listamanna og hljómsveita án leyfis, en þeirra á meðal má nefna Tom Petty, Neil Young og The Doors. Reuters og BBC greina frá. Wixen er leyfishafi laganna sem um ræðir en þar má til að mynda nefna „Free Fallin“ með Tom Petty og „Light My Fire“ með The Doors. Segir þó að lögin séu yfir 10 þúsund og krefst Wixen um 150 þúsund dala frá Spotify fyrir hvert lag. Forsvarsmenn Spotify, sem stofnað var í Svíþjóð árið 2008, hafa neitað að tjá sig um málið hingað til. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Spotify kemst í hann krappan fyrir að notast við lög í leyfisleysi en fyrirtækið þurfti að reiða fram 30 milljónir dala til National Music Publishers Association árið 2016 fyrir svipaðar sakir. Fyrirtækið hefur auk þess sætt töluverðri gagnrýni tónlistarmanna víða um heim fyrir að lágar greiðslur á hvert lag sem streymt er. Í hvert skipti sem lagi er streymt hjá þjónustunni fær listamaðurinn eða hljómsveitin sem lagið flytur 0,0038 dali. Tónlist Tengdar fréttir Spotify tapaði 60 milljörðum Sænska streymiþjónustan Spotify bætti við sig notendum á síðasta ári og nota nú 140 milljónir manna þjónustuna mánaðarlega. 16. júní 2017 07:00 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Útgáfufyrirtækið Wixen Music Publishing Inc. hefur stefnt streymiþjónustunni Spotify með kröfu upp á 1,6 milljarða dala (núvirði 166 milljarða króna) fyrir að hafa streymt þúsundum laga heimsfrægra listamanna og hljómsveita án leyfis, en þeirra á meðal má nefna Tom Petty, Neil Young og The Doors. Reuters og BBC greina frá. Wixen er leyfishafi laganna sem um ræðir en þar má til að mynda nefna „Free Fallin“ með Tom Petty og „Light My Fire“ með The Doors. Segir þó að lögin séu yfir 10 þúsund og krefst Wixen um 150 þúsund dala frá Spotify fyrir hvert lag. Forsvarsmenn Spotify, sem stofnað var í Svíþjóð árið 2008, hafa neitað að tjá sig um málið hingað til. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Spotify kemst í hann krappan fyrir að notast við lög í leyfisleysi en fyrirtækið þurfti að reiða fram 30 milljónir dala til National Music Publishers Association árið 2016 fyrir svipaðar sakir. Fyrirtækið hefur auk þess sætt töluverðri gagnrýni tónlistarmanna víða um heim fyrir að lágar greiðslur á hvert lag sem streymt er. Í hvert skipti sem lagi er streymt hjá þjónustunni fær listamaðurinn eða hljómsveitin sem lagið flytur 0,0038 dali.
Tónlist Tengdar fréttir Spotify tapaði 60 milljörðum Sænska streymiþjónustan Spotify bætti við sig notendum á síðasta ári og nota nú 140 milljónir manna þjónustuna mánaðarlega. 16. júní 2017 07:00 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Spotify tapaði 60 milljörðum Sænska streymiþjónustan Spotify bætti við sig notendum á síðasta ári og nota nú 140 milljónir manna þjónustuna mánaðarlega. 16. júní 2017 07:00