Ákæra Goldman Sachs vegna spillingarmáls í Malasíu Kjartan Kjartansson skrifar 17. desember 2018 10:38 Risasnekkja sem lagt var hald á í rannsókn á spillingu í kringum fjárfestingasjóðinn 1MDB í Malasíu. Vísir/EPA Bandaríski bankinn Goldman Sachs og tveir fyrrverandi starfsmenn hans hafa verið ákærðir í tengslum við umfangsmikið spillingar- og peningaþvættismál í Malasíu. Forsvarsmenn bankans segja að ákærurnar misráðnar og að hann muni verjast þeim af krafti. Ákærurnar varða hneyksli í kringum opinberan fjárfestingasjóð sem nefnist 1MDB. Hneykslið átti þátt í að fella Najib Razak, fyrrverandi forsætisráðherra, í kosningum fyrr á þessu ári. Hann er sakaður um að hafa dregið sér um 700 milljónir dollara úr sjóðnum sem hann setti á fót. Goldman Sachs hefur verið sakaður um að taka þátt í að afla fjár í sjóðinn og er til rannsóknar í að minnsta kosti sex löndum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Auk bankans sjálfs eru Tim Leissner, fyrrum stjórnarformaður bankans í Suðaustur-Asíu, og Roger Ng, framkvæmdastjóri, ákærðir í Malasíu. Einn fyrrverandi starfsmaður 1MDB hefur einnig verið ákærður. Ríkissaksóknari Malasíu segir að ákærurnar tengist þremur skuldabréfum sem dótturfélög 1MDB gáfu út sem Goldman Sachs kom í kring og skrifaði upp á. Leissner og Ng hafa einnig verið ákærðir í Bandaríkjunum vegna 1MDB. Leissner hefur játað að hafa lagt á ráðin um peningaþvætti og brot á lögum gegn mútuþægni. Tvímenningarnir voru ákærðir fyrir að hafa mútað opinberum embættismönnum til að afla 1MDB verkefni sem Goldman Sachs hagnaðist á. Bandarískir saksóknarar fullyrða að milljarðar dollara hafi horfið úr sjóðnum til að fjármagna kaup á listaverkum, fasteignum, einkaþotu og í einu tilfelli til að fjármagna Hollywood-kvikmyndina „Úlfurinn á Wall Street“. Asía Tengdar fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu handtekinn Búist er við því að Najib Razak verði ákærður vegna spillingar á morgun. 3. júlí 2018 10:28 Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Bandaríski bankinn Goldman Sachs og tveir fyrrverandi starfsmenn hans hafa verið ákærðir í tengslum við umfangsmikið spillingar- og peningaþvættismál í Malasíu. Forsvarsmenn bankans segja að ákærurnar misráðnar og að hann muni verjast þeim af krafti. Ákærurnar varða hneyksli í kringum opinberan fjárfestingasjóð sem nefnist 1MDB. Hneykslið átti þátt í að fella Najib Razak, fyrrverandi forsætisráðherra, í kosningum fyrr á þessu ári. Hann er sakaður um að hafa dregið sér um 700 milljónir dollara úr sjóðnum sem hann setti á fót. Goldman Sachs hefur verið sakaður um að taka þátt í að afla fjár í sjóðinn og er til rannsóknar í að minnsta kosti sex löndum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Auk bankans sjálfs eru Tim Leissner, fyrrum stjórnarformaður bankans í Suðaustur-Asíu, og Roger Ng, framkvæmdastjóri, ákærðir í Malasíu. Einn fyrrverandi starfsmaður 1MDB hefur einnig verið ákærður. Ríkissaksóknari Malasíu segir að ákærurnar tengist þremur skuldabréfum sem dótturfélög 1MDB gáfu út sem Goldman Sachs kom í kring og skrifaði upp á. Leissner og Ng hafa einnig verið ákærðir í Bandaríkjunum vegna 1MDB. Leissner hefur játað að hafa lagt á ráðin um peningaþvætti og brot á lögum gegn mútuþægni. Tvímenningarnir voru ákærðir fyrir að hafa mútað opinberum embættismönnum til að afla 1MDB verkefni sem Goldman Sachs hagnaðist á. Bandarískir saksóknarar fullyrða að milljarðar dollara hafi horfið úr sjóðnum til að fjármagna kaup á listaverkum, fasteignum, einkaþotu og í einu tilfelli til að fjármagna Hollywood-kvikmyndina „Úlfurinn á Wall Street“.
Asía Tengdar fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu handtekinn Búist er við því að Najib Razak verði ákærður vegna spillingar á morgun. 3. júlí 2018 10:28 Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu handtekinn Búist er við því að Najib Razak verði ákærður vegna spillingar á morgun. 3. júlí 2018 10:28