Auðvelt að spegla sig í Jesúbarninu Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 17. desember 2018 12:00 Fellbæingurinn Hjalti Jón Sverrisson tók vígslu sem prestur í Laugarneskirkju þann 14. október í haust. MYND/STEFÁN „Ég held að jólin séu okkur kær vegna þess að á jólunum mætum við því hver við erum og því sem skiptir okkur máli. Við mætum því hvar við stöndum í tengslum við fólkið okkar og samfélagið, gagnvart trúnni okkar og lífsskoðun. Við mætum líka táknheimi jólanna, eins og ljósinu sem skín í myrkrinu og því undri og leyndardómi sem tilvera okkar er. Því þótt við skiljum margt í tilverunni er svo margt sem við skiljum ekki. Tilveran er kannski fyrst og fremst upplifun og á jólum er upplifun okkar mikil og margvísleg,“ segir Hjalti Jón Sverrisson, nývígður prestur við Laugarneskirkju. Hann segir jólaguðspjallið segja mikið um það hvernig lífið er. „Þar voru María og Jósef í aðstæðum sem þau völdu sér ekki en fundu samt sína leið og sú leið var fólgin í því að vernda lífið. Að vernda nýfætt Jesúbarnið og gera það óhult svo það mætti vaxa fram og dafna. Um það snúast jólin; að vernda lífið,“ segir séra Hjalti. Jólin snúist líka um samfylgd. „Í jólaguðspjallinu birtist Guð okkur í því allra brothættasta og lífið er viðkvæmt og dýrmætt. Öll lendum við í aðstæðum sem við kusum ekki yfir okkur og Guð birtist okkur líka í því þegar englar Guðs spurðu hvorki um stétt né stöðu þegar þeir mættu fjárhirðunum sem sannarlega voru ekki mikils metin stétt. Þess vegna eru jólin mikilvæg, merkileg og dýrmæt áminning um að Guð mætir okkur í öllum aðstæðum, óháð því hver við erum og hvaðan við komum, á auðveldum tímum jafnt sem erfiðum.“ Sem börn í Guðs ríki Séra Hjalti Jón er fæddur og uppalinn í Fellabæ á Héraði. Hann er næstelstur í systkinaröðinni og á fjórar systur. „Ég hef átt öll mín jól í Fellabæ en nú verða jólin mín svolítið öðruvísi því ég mun þjóna með Evu Björk Valdimarsdóttur, starfandi sóknarpresti Laugarneskirkju, í aftansöng á aðfangadagskvöld. Ég hlakka mikið til og upplifi mig afar heiðraðan á svo hátíðlegum tímamótum. Það hefur djúpa merkingu fyrir mig að vera treyst fyrir því að taka á móti jólunum með kirkjunnar þjónum og söfnuðinum,“ segir Hjalti sem er einhleypur og fer í jólamat til sinna bestu vina eftir aftansönginn. „Eftir að þjóna við jólamessu á jóladag fer ég austur í faðm foreldra, ömmu og afa, systra minna og systursona en við verðum öll saman um áramótin. Fjölskyldan á sér ýmsar jólahefðir, eins og jólagöngutúr á aðfangadag sem við systkinin grínumst með að þola ekki en viljum heldur alls ekki missa af. Þá er pabbi búinn að tína til vel hallærislegar jólahúfur sem hann skellir á hausinn á okkur og maður hefur lært að mótmæla ekki en brosa og hafa gaman af. Við systur mínar spilum líka mikið yfir hátíðarnar og í því felst dýrmæt samvera,“ segir jólabarnið Hjalti Jón, fullur tilhlökkunar. „Fyrir mér snúast jól um frið og samveru. Ekki bara gleði, hopp og hí heldur eru þau margþætt tímamót og fyrir syrgjendur og þá sem hafa misst eru jólin margslunginn tími. Á mestu hátíð kærleikans mætum við sorgum okkar, því sorg er ekki til án kærleikans og í kærleikanum á vonin um áframhaldið rót sína. Sú von birtist í mesta myrkrinu, þegar ljósið byrjar að skína eins og við sjáum svo táknrænt í íslenska skammdeginu,“ segir séra Hjalti og bætir við: „Við sjáum líka ljós Guðs í nýfæddu Jesúbarninu, ungbarni sem þarf á hjálp að halda og stuðningi, styrk og kærleika til að vaxa. Það gefur okkur leyfi til að vera eins og við erum, sterk en oft svo veikburða, vanmáttug og hjálparþurfi, og við megum öll þarfnast hjálpar og gangast við því að við þurfum á þessari von að halda. Betlehemstjarnan er líka merkilegt vonartákn. Það virðist kannski ekki viturt að vitringarnir hafi elt stjörnu í von og trú í jólaguðspjallinu, en öll erum við í lífi okkar stundum stödd á stað þar sem auðveldast væri að hætta að vona, en samt leggjum við af stað og fylgjum lítilli vonarstjörnu; Betlehemstjörnunni, og treystum því að finna okkar leið. Allt er þetta jólin fyrir mér; von, hvíld og kærleikur.“ Hjalti segir auðvelt fyrir mannkynið að spegla sig í Jesúbarninu; í þörf fyrir kærleika og von. „Oft heyrir maður foreldra segja að þeir hafi eignast jólin upp á nýtt þegar þau eignuðust börn. Það er merkilegt því Jesús sagði sjálfur sem fullorðinn maður að til að taka á móti Guðs ríki þyrfti maður að taka á móti því eins og barn. Til þess fáum við tækifæri í gegnum börnin og þegar við setjum upp jólaskraut og bökum smákökur upplifum við jólagleðina í gegnum þau,“ segir séra Hjalti sem á sjálfur fjóra systursyni. „Ég finn þetta svo skýrt í samverunni með þeim og það er mjög heilagt í mínu lífi. Ég elska þá svo mikið og elska að verja tíma með þeim. Ég elska líka að borða kynstrin öll af súkkulaðimúsinni hennar mömmu og horfa á NBA-körfuboltann á jóladag; það er eiginlega ekkert jafn gott í lífinu og það,“ segir Hjalti og brosir. Tengdi ungur við Guð Séra Hjalti Jón er mörgum kunnur sem tónlistarmaður. Hann er í hljómsveitunum Miri og Kriki og hefur spilað á bassa og gítar með Benna Hemm Hemm, Krónu og fleirum. Hugur hans stefndi lengi vel á tónsmíðanám en á menntaskólaárunum fór að koma upp sú hugmynd hjá Hjalta að læra guðfræði einhvern daginn. „Í mér hefur alltaf verið sterkur trúarþráður. Sem barn tengdi ég trúarlegar tilfinningar jafnt við Turtles, náttúruna og sögur af Jesú frá Nasaret. Ég á minningar um mig átta ára hjólandi heim eftir fótbolta og talandi við Guð um hvaða stelpu ég var skotinn í, hvað einhver var pirrandi í boltanum eða hvað mig langaði að verða bestur. Hefðbundnar bænir þóttu mér fallegar en þetta var persónulegt og einlægt samband við Guð eins og Guð birtist mér. Þetta hefur að gera með tengslin og það sem gerist í bæninni. Það náði inn í minn innsta kjarna þegar ég treysti Guði fyrir mér og sagði honum frá þörfum mínum og löngunum. Við vorum að tengja.“ Í æskulýðsstarfi kirkjunnar segist Hjalti oft verða þess áskynja að börn og unglingar eigi í fallegu og traustu sambandi við sína trú. „Fyrir síðustu jól var ég til dæmis með bænastundir og þá kom sami strákurinn viku eftir viku og þakkaði Guði fyrir rafmagnið. Mér fannst það svo fallegt, líka vegna þess hvað manni þykir rafmagnið ósköp hversdagslegt. Þetta voru hans einlægu tengsl; Guð, takk fyrir rafmagnið. Sem kveikir jólaljósin, á leikjatölvunni og ísskápnum, eða hverju sem er.“ Hjalti er fyrsti presturinn í sinni fjölskyldu. Faðir hans, Sverrir Gestsson, var skólastjóri í Fellaskóla í Fellabæ í þrjátíu ár og móðir hans, Ásta María Hjaltadóttir, er sérkennari. „Það eru margir kennarar í minni fjölskyldu en mín upplifun er sú að þeim þyki bara skemmtilegt að fá prest í fjölskylduna. Þau hafa fundið hvað þetta skipti mig miklu máli og mun meira máli en ég hef kunnað að koma í orð. Ég hef fundið ofboðslega ást frá þeim í þessu ferli og hvað þau halda með mér, styðja mig og styrkja í öllu sem ég tekst á við. Ég reyni að mæta þeim með því sama,“ segir séra Hjalti þakklátur. Samdi jólasálm á jólanótt Þegar Hjalti Jón hugði á tónsmíðanám spurði Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði Ásatrúarmanna, Hjalta hvort hann hefði íhugað að fara frekar í guðfræði. Seinna, þegar Hjalti ætlaði að sækja um nám í ritlist og var búinn að ýta á enter-takkann til að senda umsóknina fann hann sterkt fyrir köllun til þess að fara frekar í guðfræði. „Ég tengi djúpt við prestsstarfið og hef í mínu lífi upplifað sterkt að Guð starfar í gegnum fólk, að Guð mæti okkur í veruleika okkar í gegnum tengsl. Þetta er auðvitað aðeins mín upplifun og túlkun. Tökum sem dæmi víkingaklappið á EM í fótbolta 2016. Hvað var að gerast þar? Það voru svo sterk tengsl og upplifun sem byggir á samlíðan, og þegar ég upplifi í hjarta mínu lifandi trú þá birtist hún einmitt sterkt í því að ég upplifi mig sem hluta af stærra samhengi. Ég verð þess áskynja að ég er hluti af einhverju miklu stærra og meira en ég er sjálfur, en finn á sama tíma mjög sterkt fyrir einstaklingnum Hjalta. Þetta er sammannleg upplifun sem gerist samtímis, rétt eins og hjá sálmaskáldinu sem orti áttunda Davíðssálm fyrir meira en 2000 árum og fjallar um mann sem upplifir sig samtímis svo agnarsmáan og svo mikinn.“ Frá því á unglingsárunum hefur séra Hjalti sótt miðnæturhelgistund á aðfangadagskvöld í kirkjunni heima í Fellabæ. „Það er mín persónulega jólahefð og þar mæti ég jólunum,“ segir Hjalti og rifjar upp hjartfólgna minningu frá jólum fortíðar. „Mér er minnisstæð ein jólanótt þegar ég kom heim úr miðnæturmessu. Yfir og allt um kring ríkti friður og um nóttina gerði ég til skiptis að semja jólasálm á gítarinn og lesa í bók sem mér hafði verið gefin. Ég man líka þá merkilegu tilfinningu að vaka einn á meðan fólkið mitt svaf þessa helgu nótt. Í loftinu var friður og ég upplifði svo sterkt að ég væri ekki einn; það var í því svo mikil hlýja að vita af fólkinu mínu öruggu, sofandi vært og rótt, í þeirri hlýju mætti ég einhverju heilögu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól Jóladagatal - 14. desember - Einfaldar brúður Jól Herra Hnetusmjör og Birgitta Haukdal gefa út nýtt jólalag saman Jól Jóladagatal Vísis: Ari Eldjárn tekur fyrir úrelta jólalagatexta Jól Sparistellið og kisi með í bústaðinn Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Fleiri fréttir Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
„Ég held að jólin séu okkur kær vegna þess að á jólunum mætum við því hver við erum og því sem skiptir okkur máli. Við mætum því hvar við stöndum í tengslum við fólkið okkar og samfélagið, gagnvart trúnni okkar og lífsskoðun. Við mætum líka táknheimi jólanna, eins og ljósinu sem skín í myrkrinu og því undri og leyndardómi sem tilvera okkar er. Því þótt við skiljum margt í tilverunni er svo margt sem við skiljum ekki. Tilveran er kannski fyrst og fremst upplifun og á jólum er upplifun okkar mikil og margvísleg,“ segir Hjalti Jón Sverrisson, nývígður prestur við Laugarneskirkju. Hann segir jólaguðspjallið segja mikið um það hvernig lífið er. „Þar voru María og Jósef í aðstæðum sem þau völdu sér ekki en fundu samt sína leið og sú leið var fólgin í því að vernda lífið. Að vernda nýfætt Jesúbarnið og gera það óhult svo það mætti vaxa fram og dafna. Um það snúast jólin; að vernda lífið,“ segir séra Hjalti. Jólin snúist líka um samfylgd. „Í jólaguðspjallinu birtist Guð okkur í því allra brothættasta og lífið er viðkvæmt og dýrmætt. Öll lendum við í aðstæðum sem við kusum ekki yfir okkur og Guð birtist okkur líka í því þegar englar Guðs spurðu hvorki um stétt né stöðu þegar þeir mættu fjárhirðunum sem sannarlega voru ekki mikils metin stétt. Þess vegna eru jólin mikilvæg, merkileg og dýrmæt áminning um að Guð mætir okkur í öllum aðstæðum, óháð því hver við erum og hvaðan við komum, á auðveldum tímum jafnt sem erfiðum.“ Sem börn í Guðs ríki Séra Hjalti Jón er fæddur og uppalinn í Fellabæ á Héraði. Hann er næstelstur í systkinaröðinni og á fjórar systur. „Ég hef átt öll mín jól í Fellabæ en nú verða jólin mín svolítið öðruvísi því ég mun þjóna með Evu Björk Valdimarsdóttur, starfandi sóknarpresti Laugarneskirkju, í aftansöng á aðfangadagskvöld. Ég hlakka mikið til og upplifi mig afar heiðraðan á svo hátíðlegum tímamótum. Það hefur djúpa merkingu fyrir mig að vera treyst fyrir því að taka á móti jólunum með kirkjunnar þjónum og söfnuðinum,“ segir Hjalti sem er einhleypur og fer í jólamat til sinna bestu vina eftir aftansönginn. „Eftir að þjóna við jólamessu á jóladag fer ég austur í faðm foreldra, ömmu og afa, systra minna og systursona en við verðum öll saman um áramótin. Fjölskyldan á sér ýmsar jólahefðir, eins og jólagöngutúr á aðfangadag sem við systkinin grínumst með að þola ekki en viljum heldur alls ekki missa af. Þá er pabbi búinn að tína til vel hallærislegar jólahúfur sem hann skellir á hausinn á okkur og maður hefur lært að mótmæla ekki en brosa og hafa gaman af. Við systur mínar spilum líka mikið yfir hátíðarnar og í því felst dýrmæt samvera,“ segir jólabarnið Hjalti Jón, fullur tilhlökkunar. „Fyrir mér snúast jól um frið og samveru. Ekki bara gleði, hopp og hí heldur eru þau margþætt tímamót og fyrir syrgjendur og þá sem hafa misst eru jólin margslunginn tími. Á mestu hátíð kærleikans mætum við sorgum okkar, því sorg er ekki til án kærleikans og í kærleikanum á vonin um áframhaldið rót sína. Sú von birtist í mesta myrkrinu, þegar ljósið byrjar að skína eins og við sjáum svo táknrænt í íslenska skammdeginu,“ segir séra Hjalti og bætir við: „Við sjáum líka ljós Guðs í nýfæddu Jesúbarninu, ungbarni sem þarf á hjálp að halda og stuðningi, styrk og kærleika til að vaxa. Það gefur okkur leyfi til að vera eins og við erum, sterk en oft svo veikburða, vanmáttug og hjálparþurfi, og við megum öll þarfnast hjálpar og gangast við því að við þurfum á þessari von að halda. Betlehemstjarnan er líka merkilegt vonartákn. Það virðist kannski ekki viturt að vitringarnir hafi elt stjörnu í von og trú í jólaguðspjallinu, en öll erum við í lífi okkar stundum stödd á stað þar sem auðveldast væri að hætta að vona, en samt leggjum við af stað og fylgjum lítilli vonarstjörnu; Betlehemstjörnunni, og treystum því að finna okkar leið. Allt er þetta jólin fyrir mér; von, hvíld og kærleikur.“ Hjalti segir auðvelt fyrir mannkynið að spegla sig í Jesúbarninu; í þörf fyrir kærleika og von. „Oft heyrir maður foreldra segja að þeir hafi eignast jólin upp á nýtt þegar þau eignuðust börn. Það er merkilegt því Jesús sagði sjálfur sem fullorðinn maður að til að taka á móti Guðs ríki þyrfti maður að taka á móti því eins og barn. Til þess fáum við tækifæri í gegnum börnin og þegar við setjum upp jólaskraut og bökum smákökur upplifum við jólagleðina í gegnum þau,“ segir séra Hjalti sem á sjálfur fjóra systursyni. „Ég finn þetta svo skýrt í samverunni með þeim og það er mjög heilagt í mínu lífi. Ég elska þá svo mikið og elska að verja tíma með þeim. Ég elska líka að borða kynstrin öll af súkkulaðimúsinni hennar mömmu og horfa á NBA-körfuboltann á jóladag; það er eiginlega ekkert jafn gott í lífinu og það,“ segir Hjalti og brosir. Tengdi ungur við Guð Séra Hjalti Jón er mörgum kunnur sem tónlistarmaður. Hann er í hljómsveitunum Miri og Kriki og hefur spilað á bassa og gítar með Benna Hemm Hemm, Krónu og fleirum. Hugur hans stefndi lengi vel á tónsmíðanám en á menntaskólaárunum fór að koma upp sú hugmynd hjá Hjalta að læra guðfræði einhvern daginn. „Í mér hefur alltaf verið sterkur trúarþráður. Sem barn tengdi ég trúarlegar tilfinningar jafnt við Turtles, náttúruna og sögur af Jesú frá Nasaret. Ég á minningar um mig átta ára hjólandi heim eftir fótbolta og talandi við Guð um hvaða stelpu ég var skotinn í, hvað einhver var pirrandi í boltanum eða hvað mig langaði að verða bestur. Hefðbundnar bænir þóttu mér fallegar en þetta var persónulegt og einlægt samband við Guð eins og Guð birtist mér. Þetta hefur að gera með tengslin og það sem gerist í bæninni. Það náði inn í minn innsta kjarna þegar ég treysti Guði fyrir mér og sagði honum frá þörfum mínum og löngunum. Við vorum að tengja.“ Í æskulýðsstarfi kirkjunnar segist Hjalti oft verða þess áskynja að börn og unglingar eigi í fallegu og traustu sambandi við sína trú. „Fyrir síðustu jól var ég til dæmis með bænastundir og þá kom sami strákurinn viku eftir viku og þakkaði Guði fyrir rafmagnið. Mér fannst það svo fallegt, líka vegna þess hvað manni þykir rafmagnið ósköp hversdagslegt. Þetta voru hans einlægu tengsl; Guð, takk fyrir rafmagnið. Sem kveikir jólaljósin, á leikjatölvunni og ísskápnum, eða hverju sem er.“ Hjalti er fyrsti presturinn í sinni fjölskyldu. Faðir hans, Sverrir Gestsson, var skólastjóri í Fellaskóla í Fellabæ í þrjátíu ár og móðir hans, Ásta María Hjaltadóttir, er sérkennari. „Það eru margir kennarar í minni fjölskyldu en mín upplifun er sú að þeim þyki bara skemmtilegt að fá prest í fjölskylduna. Þau hafa fundið hvað þetta skipti mig miklu máli og mun meira máli en ég hef kunnað að koma í orð. Ég hef fundið ofboðslega ást frá þeim í þessu ferli og hvað þau halda með mér, styðja mig og styrkja í öllu sem ég tekst á við. Ég reyni að mæta þeim með því sama,“ segir séra Hjalti þakklátur. Samdi jólasálm á jólanótt Þegar Hjalti Jón hugði á tónsmíðanám spurði Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði Ásatrúarmanna, Hjalta hvort hann hefði íhugað að fara frekar í guðfræði. Seinna, þegar Hjalti ætlaði að sækja um nám í ritlist og var búinn að ýta á enter-takkann til að senda umsóknina fann hann sterkt fyrir köllun til þess að fara frekar í guðfræði. „Ég tengi djúpt við prestsstarfið og hef í mínu lífi upplifað sterkt að Guð starfar í gegnum fólk, að Guð mæti okkur í veruleika okkar í gegnum tengsl. Þetta er auðvitað aðeins mín upplifun og túlkun. Tökum sem dæmi víkingaklappið á EM í fótbolta 2016. Hvað var að gerast þar? Það voru svo sterk tengsl og upplifun sem byggir á samlíðan, og þegar ég upplifi í hjarta mínu lifandi trú þá birtist hún einmitt sterkt í því að ég upplifi mig sem hluta af stærra samhengi. Ég verð þess áskynja að ég er hluti af einhverju miklu stærra og meira en ég er sjálfur, en finn á sama tíma mjög sterkt fyrir einstaklingnum Hjalta. Þetta er sammannleg upplifun sem gerist samtímis, rétt eins og hjá sálmaskáldinu sem orti áttunda Davíðssálm fyrir meira en 2000 árum og fjallar um mann sem upplifir sig samtímis svo agnarsmáan og svo mikinn.“ Frá því á unglingsárunum hefur séra Hjalti sótt miðnæturhelgistund á aðfangadagskvöld í kirkjunni heima í Fellabæ. „Það er mín persónulega jólahefð og þar mæti ég jólunum,“ segir Hjalti og rifjar upp hjartfólgna minningu frá jólum fortíðar. „Mér er minnisstæð ein jólanótt þegar ég kom heim úr miðnæturmessu. Yfir og allt um kring ríkti friður og um nóttina gerði ég til skiptis að semja jólasálm á gítarinn og lesa í bók sem mér hafði verið gefin. Ég man líka þá merkilegu tilfinningu að vaka einn á meðan fólkið mitt svaf þessa helgu nótt. Í loftinu var friður og ég upplifði svo sterkt að ég væri ekki einn; það var í því svo mikil hlýja að vita af fólkinu mínu öruggu, sofandi vært og rótt, í þeirri hlýju mætti ég einhverju heilögu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól Jóladagatal - 14. desember - Einfaldar brúður Jól Herra Hnetusmjör og Birgitta Haukdal gefa út nýtt jólalag saman Jól Jóladagatal Vísis: Ari Eldjárn tekur fyrir úrelta jólalagatexta Jól Sparistellið og kisi með í bústaðinn Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Fleiri fréttir Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira