Sara: Gott að vera komin aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2018 09:00 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir ánægð í mótslok. Mynd/Instagram/sarasigmunds Íslenska CrossFit stjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stimplaði sig aftur inn meðal þeirra bestu með því að ná þriðja sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti í Dúbaí um helgina. Þetta var endurkoma fyrir Söru eftir að hún lenti í því að rifbeinsbrotna í miðri keppni á heimsleikunum í ágúst og varð þá að hætta keppni. Meiðslin voru mikil vonbrigði fyrir okkar konu enda hafði hún líklega aldrei verið í betra formi eða meira tilbúin að ná alla leið á heimsleikunum. Mótið í Dúbaí var góð prófraun á stöðu Söru eftir meiðslin og það er óhætt að segja að hún hafi staðið það próf með glans þótt að ekki hafi hún náð gullinu að þessu sinni. Sara endaði með 805 stig eða aðeins sex stigum frá öðru sætinu (Jamie Greene) og bara tólf stigum frá efstu konu sem var Samantha Briggs. Sara var að vinna á þær í lokin og náði sem dæmi í 190 stig af 200 mögulegum í síðustu tveimur greinunum. Það vantaði kannski bara eina grein í viðbót til að ná efsta sætinu. Í boði var sæti á heimsleikunum en Sara þarf nú að fara í gegnum undankeppnina til að komast aftur til Madison. Sara var mjög ánægð með endurkomuna og birti mynd af sér skælbrosandi á Instagram. „Gott að vera komin aftur,“ skrifaði Sara undir myndina af sér með verðlaunapeninginn og bikarinn sem hún fékk fyrir að ná þriðja sætinu. Sara er með 1,3 milljón fylgendur á Instagram og þeir hafa keppst við að líka við myndina og senda henni góðar kveðjur. Sara er þegar komin með yfir 83 þúsund hjörtu (like) við myndina eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on InstagramWow it is good to be back . .. ... @dxbfitnesschamp A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Dec 15, 2018 at 6:13pm PST CrossFit Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sjá meira
Íslenska CrossFit stjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stimplaði sig aftur inn meðal þeirra bestu með því að ná þriðja sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti í Dúbaí um helgina. Þetta var endurkoma fyrir Söru eftir að hún lenti í því að rifbeinsbrotna í miðri keppni á heimsleikunum í ágúst og varð þá að hætta keppni. Meiðslin voru mikil vonbrigði fyrir okkar konu enda hafði hún líklega aldrei verið í betra formi eða meira tilbúin að ná alla leið á heimsleikunum. Mótið í Dúbaí var góð prófraun á stöðu Söru eftir meiðslin og það er óhætt að segja að hún hafi staðið það próf með glans þótt að ekki hafi hún náð gullinu að þessu sinni. Sara endaði með 805 stig eða aðeins sex stigum frá öðru sætinu (Jamie Greene) og bara tólf stigum frá efstu konu sem var Samantha Briggs. Sara var að vinna á þær í lokin og náði sem dæmi í 190 stig af 200 mögulegum í síðustu tveimur greinunum. Það vantaði kannski bara eina grein í viðbót til að ná efsta sætinu. Í boði var sæti á heimsleikunum en Sara þarf nú að fara í gegnum undankeppnina til að komast aftur til Madison. Sara var mjög ánægð með endurkomuna og birti mynd af sér skælbrosandi á Instagram. „Gott að vera komin aftur,“ skrifaði Sara undir myndina af sér með verðlaunapeninginn og bikarinn sem hún fékk fyrir að ná þriðja sætinu. Sara er með 1,3 milljón fylgendur á Instagram og þeir hafa keppst við að líka við myndina og senda henni góðar kveðjur. Sara er þegar komin með yfir 83 þúsund hjörtu (like) við myndina eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on InstagramWow it is good to be back . .. ... @dxbfitnesschamp A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Dec 15, 2018 at 6:13pm PST
CrossFit Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sjá meira