Segir að keyptar vinsældir muni heyra sögunni til Guðný Hrönn skrifar 6. janúar 2018 12:45 Andri starfar hjá Ghostlamp sem er fyrirtæki sem tengir saman íslensk fyrirtæki og svokallaða áhrifavalda í markaðsskyni. vísir/stefán Í vikunni voru fréttir um samfélagsmiðlastjörnur, eða fólk sem dreymir um að verða slíkar stjörnur, sem kaupa sér vinsældir á miðlum á borð við Instagram áberandi. Vinsældirnar eru í formi fylgjenda, „like-a“ og athugasemda á samfélagsmiðlum. Keyptir fylgjendur á samfélagsmiðlum eru tiltölulega nýtt fyrirbæri og margir sem vissu ekki að hægt væri að kaupa slíkt. En Andri Birgisson, þróunarstjóri Ghostlamp, segir að æ fleira fólk sé að verða meðvitað um að þetta sé hægt. Hann spáir því að innan skamms muni fólk hætta að kaupa sér fylgjendur. „Við hjá Ghostlamp höfum lagt mikið upp úr því að greina hvort fylgjendur áhrifavalda séu alvöru eða ekki,“ segir Andri. Þegar hann er spurður út í hvort hann haldi að gervifylgjendur muni á einhverjum tímapunkti heyra sögunni til segir hann: „Já, og þetta hefur skánað mikið eftir að samfélagsmiðlarnir fóru að taka á þessu og eyða þessum gervifylgjendum. Þjónustum sem bjóða upp á gervifylgi hefur fækkað mikið í kjölfarið,“ útskýrir Andri sem er viss um að fólk sem notar samfélagsmiðla að staðaldri sjái í gegnum þá „áhrifavalda“ sem kaupa fylgjendur. „Ég held að ungt fólk sem notar samfélagsmiðla sé frekar meðvitað um að þetta sé hægt. Samkvæmt okkar gögnum er frekar auðvelt að greina þetta.“En af hverju kaupir fólk sér fylgjendur á samfélagsmiðlum, fólk sem er kannski nú þegar með stóran hóp fylgjenda? Andri segir hærri fylgjendatölu gjarnan þýða meiri tekjumöguleika. Þannig að sá sem er með t.d. 20.000 fylgjendur fær meira greitt fyrir að birta auglýsingu heldur en sá sem er með 5.000 fylgjendur svo dæmi sé tekið.„Í okkar reikniaðferð hefur fylgjendafjöldi áhrif á virði, en aðrir þættir hafa meira vægi eins og viðbrögð (e. „engagement“) við birtu efni.“ Til viðbótar við fylgjendafjölda og „engagement“ segir hnattræn staðsetning fylgjenda mikið. „Innan eðlilegra marka er ef stór samfélagsmiðlastjarna er með um 20% erlent fylgi. Í sumum flokkum getur þetta þó verið meira, þá sérstaklega hjá íþróttafólki. En ef staðsetning fylgjenda er mjög dreifð þá bendir það til þess að fylgi hafi verið keypt,“ segir Andri en þau hjá Ghostlamp nota sérstakan hugbúnað til að greina þessi atriði. Andri segir líka upplýsandi að fara inn á síður hjá gervifylgjendum, þá kemur yfirleitt strax í ljós hvað um ræðir. „Týpísk hegðun hjá gervinotanda er fylgja óeðlilega mörgum, hafa enga prófílmynd eða setja ekkert efni á sína síðu.“ Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
Í vikunni voru fréttir um samfélagsmiðlastjörnur, eða fólk sem dreymir um að verða slíkar stjörnur, sem kaupa sér vinsældir á miðlum á borð við Instagram áberandi. Vinsældirnar eru í formi fylgjenda, „like-a“ og athugasemda á samfélagsmiðlum. Keyptir fylgjendur á samfélagsmiðlum eru tiltölulega nýtt fyrirbæri og margir sem vissu ekki að hægt væri að kaupa slíkt. En Andri Birgisson, þróunarstjóri Ghostlamp, segir að æ fleira fólk sé að verða meðvitað um að þetta sé hægt. Hann spáir því að innan skamms muni fólk hætta að kaupa sér fylgjendur. „Við hjá Ghostlamp höfum lagt mikið upp úr því að greina hvort fylgjendur áhrifavalda séu alvöru eða ekki,“ segir Andri. Þegar hann er spurður út í hvort hann haldi að gervifylgjendur muni á einhverjum tímapunkti heyra sögunni til segir hann: „Já, og þetta hefur skánað mikið eftir að samfélagsmiðlarnir fóru að taka á þessu og eyða þessum gervifylgjendum. Þjónustum sem bjóða upp á gervifylgi hefur fækkað mikið í kjölfarið,“ útskýrir Andri sem er viss um að fólk sem notar samfélagsmiðla að staðaldri sjái í gegnum þá „áhrifavalda“ sem kaupa fylgjendur. „Ég held að ungt fólk sem notar samfélagsmiðla sé frekar meðvitað um að þetta sé hægt. Samkvæmt okkar gögnum er frekar auðvelt að greina þetta.“En af hverju kaupir fólk sér fylgjendur á samfélagsmiðlum, fólk sem er kannski nú þegar með stóran hóp fylgjenda? Andri segir hærri fylgjendatölu gjarnan þýða meiri tekjumöguleika. Þannig að sá sem er með t.d. 20.000 fylgjendur fær meira greitt fyrir að birta auglýsingu heldur en sá sem er með 5.000 fylgjendur svo dæmi sé tekið.„Í okkar reikniaðferð hefur fylgjendafjöldi áhrif á virði, en aðrir þættir hafa meira vægi eins og viðbrögð (e. „engagement“) við birtu efni.“ Til viðbótar við fylgjendafjölda og „engagement“ segir hnattræn staðsetning fylgjenda mikið. „Innan eðlilegra marka er ef stór samfélagsmiðlastjarna er með um 20% erlent fylgi. Í sumum flokkum getur þetta þó verið meira, þá sérstaklega hjá íþróttafólki. En ef staðsetning fylgjenda er mjög dreifð þá bendir það til þess að fylgi hafi verið keypt,“ segir Andri en þau hjá Ghostlamp nota sérstakan hugbúnað til að greina þessi atriði. Andri segir líka upplýsandi að fara inn á síður hjá gervifylgjendum, þá kemur yfirleitt strax í ljós hvað um ræðir. „Týpísk hegðun hjá gervinotanda er fylgja óeðlilega mörgum, hafa enga prófílmynd eða setja ekkert efni á sína síðu.“
Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira