Gæti fjölgað farþegum og orðið lyftistöng fyrir innanlandsflugið Kristján Már Unnarsson skrifar 6. desember 2018 21:45 Frá Bíldudalsflugvelli. Jetstream-flugvél frá Flugfélaginu Erni á flughlaðinu. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Niðurgreiðslur flugfargjalda til íbúa landsbyggðarinnar gætu orðið lyftistöng fyrir innanlandsflugið og fjölgað farþegum, ef vel tekst til með útfærsluna, að mati Harðar Guðmundssonar, forstjóra Flugfélagsins Ernis. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Flugfélagið Ernir fagnaði nýrri Dornier-skrúfuþotu í gær en forstjórinn leynir því ekki að reksturinn sé þungur. Innanlandsfluginu fylgi áskoranir um þessar mundir. „Já, heldur betur. Það verður að segjast alveg eins og er að innanlandsflugið hefur bara ekki gengið neitt sérlega vel, - ekki frekar en millilandaflugið. Það þekkja það allir sem hafa fylgst með fréttum af því,“ segir Hörður. Flugfélagið Ernir sinnir áætlunarflugi til fimm staða á landsbyggðinni; Bíldudals, Gjögurs, Húsavíkur, Hornafjarðar og Vestmannaeyja.Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Starfshópur á vegum samgönguráðherra skilaði í byrjun vikunnar tillögum um að svokölluð skosk leið verði farin, þannig að íbúar fjarri Reykjavík fái helmingsniðurgreiðslur af flugfargjöldum að ákveðnu hámarki. „Það gæti gert það að verkum að farþegum myndi eitthvað fjölga í innanlandsfluginu og vonandi gerist það,“ segir Hörður. Hann gagnrýndi það í fyrra að innanlandsflugið nyti ekki jafnræðis gagnvart öðrum almenningssamgöngum. Flugið þyrfti að keppa við ríkisstyrktar ferjur og niðurgreiddar strætóferðir, og auk þess að standa undir farþegasköttum, lendingargjöldum og margskyns eftirlitsgjöldum. Nú virðist ætlun stjórnvalda að jafna þennan aðstöðumun. „Ef vel tekst til á þetta að geta orðið til góðs. En svo á maður bara eftir að sjá hvernig útfærslan verður. Ef hún verður eins og maður er að vona þá hefur maður trú á því að þetta geti orðið svolítil lyftistöng. Vonandi gerir það það,“ segir Hörður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Hornafjörður Norðurþing Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Fyrstu flugfreyjur í sögu Ernis í fyrsta áætlunarflugi Dornier Þáttaskil urðu í sögu Flugfélagsins Ernis þegar stærsta og hraðfleygasta vél félagsins fór í sitt fyrsta áætlunarflug. Flugfreyjur voru um borð í vél félagsins í fyrsta sinn. 5. desember 2018 20:45 Helmingsafsláttur landsbyggðarbúa væntanlegur árið 2020 Þá gæti kostnaður við þennan lið áætlunarinnar hlaupið á einum milljarði króna. 4. desember 2018 23:43 Vilja niðurgreiða innanlandsflug fyrir valda landsbyggðarbúa Fólk sem býr meira en 200-300 kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu geta fengið helming flugfargjalda niðurgreiddan frá ríkinu samkvæmt tillögu starfshóps um innanlandsflug. 4. desember 2018 13:08 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Niðurgreiðslur flugfargjalda til íbúa landsbyggðarinnar gætu orðið lyftistöng fyrir innanlandsflugið og fjölgað farþegum, ef vel tekst til með útfærsluna, að mati Harðar Guðmundssonar, forstjóra Flugfélagsins Ernis. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Flugfélagið Ernir fagnaði nýrri Dornier-skrúfuþotu í gær en forstjórinn leynir því ekki að reksturinn sé þungur. Innanlandsfluginu fylgi áskoranir um þessar mundir. „Já, heldur betur. Það verður að segjast alveg eins og er að innanlandsflugið hefur bara ekki gengið neitt sérlega vel, - ekki frekar en millilandaflugið. Það þekkja það allir sem hafa fylgst með fréttum af því,“ segir Hörður. Flugfélagið Ernir sinnir áætlunarflugi til fimm staða á landsbyggðinni; Bíldudals, Gjögurs, Húsavíkur, Hornafjarðar og Vestmannaeyja.Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Starfshópur á vegum samgönguráðherra skilaði í byrjun vikunnar tillögum um að svokölluð skosk leið verði farin, þannig að íbúar fjarri Reykjavík fái helmingsniðurgreiðslur af flugfargjöldum að ákveðnu hámarki. „Það gæti gert það að verkum að farþegum myndi eitthvað fjölga í innanlandsfluginu og vonandi gerist það,“ segir Hörður. Hann gagnrýndi það í fyrra að innanlandsflugið nyti ekki jafnræðis gagnvart öðrum almenningssamgöngum. Flugið þyrfti að keppa við ríkisstyrktar ferjur og niðurgreiddar strætóferðir, og auk þess að standa undir farþegasköttum, lendingargjöldum og margskyns eftirlitsgjöldum. Nú virðist ætlun stjórnvalda að jafna þennan aðstöðumun. „Ef vel tekst til á þetta að geta orðið til góðs. En svo á maður bara eftir að sjá hvernig útfærslan verður. Ef hún verður eins og maður er að vona þá hefur maður trú á því að þetta geti orðið svolítil lyftistöng. Vonandi gerir það það,“ segir Hörður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Hornafjörður Norðurþing Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Fyrstu flugfreyjur í sögu Ernis í fyrsta áætlunarflugi Dornier Þáttaskil urðu í sögu Flugfélagsins Ernis þegar stærsta og hraðfleygasta vél félagsins fór í sitt fyrsta áætlunarflug. Flugfreyjur voru um borð í vél félagsins í fyrsta sinn. 5. desember 2018 20:45 Helmingsafsláttur landsbyggðarbúa væntanlegur árið 2020 Þá gæti kostnaður við þennan lið áætlunarinnar hlaupið á einum milljarði króna. 4. desember 2018 23:43 Vilja niðurgreiða innanlandsflug fyrir valda landsbyggðarbúa Fólk sem býr meira en 200-300 kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu geta fengið helming flugfargjalda niðurgreiddan frá ríkinu samkvæmt tillögu starfshóps um innanlandsflug. 4. desember 2018 13:08 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15
Fyrstu flugfreyjur í sögu Ernis í fyrsta áætlunarflugi Dornier Þáttaskil urðu í sögu Flugfélagsins Ernis þegar stærsta og hraðfleygasta vél félagsins fór í sitt fyrsta áætlunarflug. Flugfreyjur voru um borð í vél félagsins í fyrsta sinn. 5. desember 2018 20:45
Helmingsafsláttur landsbyggðarbúa væntanlegur árið 2020 Þá gæti kostnaður við þennan lið áætlunarinnar hlaupið á einum milljarði króna. 4. desember 2018 23:43
Vilja niðurgreiða innanlandsflug fyrir valda landsbyggðarbúa Fólk sem býr meira en 200-300 kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu geta fengið helming flugfargjalda niðurgreiddan frá ríkinu samkvæmt tillögu starfshóps um innanlandsflug. 4. desember 2018 13:08